Vikan


Vikan - 12.08.1993, Side 34

Vikan - 12.08.1993, Side 34
UTANGARÐSBORN „Ég geri mér vonir um að sem flestir - og þá ekki síst ráðamenn - fari að opna vest- urgluggann í sínum eigin sál- arkima og átta sig á því að í þessu landi er til allt sem þarf til að skapa viðunandi uppeld- isaðstæður. Ég sé fyrir mér að fagfólk og almenningur vinni saman í stað þess að sí- fellt sé verið að agnúast út í alla ófullkomnunina og það sem miður fer. Hér á ég við heimili þar sem áhugi er fyrir hendi, skólana, heilbrigðis- stofnanir og félagslega kerfið f heild, auk stjórnkerfisins. Sú samanlagða þjónusta sem þessar stofnanir láta í té bendir oft til þess að þær séu að verjast neytandanum og fæla hann frá því að leita þeirrar aðstoðar sem hann þarfnast. Hið opinbera kerfi er alltof gamaldags og vinnur á grund- velli þekkingar sem er úrelt. Fjölskyldulíf og atvinnulíf eru eins og tveir armar á sama lík- ama en þó bendir umræðan til þess að óhjákvæmilegt sé að stytta vinstri handlegginn til þess að hægt sé að teygja úr þeim hægri. Því ekki að bjóða til dæmis upp á námskeið fyrir þá sem hyggja á barneignir en ekki aðeins fyrir þá sem þegar eiga von á barni? Því ekki að verja 50 prósentum skóla- göngunnar til að efla jákvæða sjálfsmynd fyrst um 40 pró- sent nemenda detta úr skaft- inu við framhaldsskóladyrnar? Því ekki að nýta frábærar hug- myndir um ódýrt skólafæði sem nemendur og kennarar sjá um sjálfir í stað þess að tala í áratugi um mötuneyti af fullkomnustu gerð án þess að nokkuð verði úr framkvæmd- um? Hið opinbera, frá alþingi og niður úr, minnir á búðar- mann sem er hræddur við kúnnann og lokar á hann til hálfs í stað þess að koma fram eins og góð, gamaldags flugfreyja sem brosir og spyr: Hvað get ég gert fyrir þig? Það er eins og nefndir og ráð í þessu landi séu fullar af sama fólkinu, fólki sem á að vera skapandi en hefur staðn- að í því að umgangast of mik- ið af „vernduðu súluritafólki" og of lítið af reiðum börnum og þreyttum, ráðvilltum og grátandi foreldrum. Það þarf að horfast f augu við það að uppeldi barns er tuttugu ára verkefni sem einungis verður unnið með samvinnu.“ □ SKIN OG SKÚRIR í LÍFI ÚTIGANGSBARNA Eftirfarandi frásögn af lífi útigangsbarna hinum megin á hnettinum, í Astralíu, birtist í blaöinu The Weekend Australian og þar segir Tom nokkur Easling frá starfi sjálfboðaliða sem leitast viS að koma þeim til hjálpar og stySja þau til farsælla lífernis: vesturströnd Ástralíu stendur fögur stór- ^^^iborg, Adelaide. Hún er fræg fyrir árlega listahátíð, vínyrkju og fagurgrænt skógi- vaxið umhverfi. Loftslagið er milt mestan hluta ársins og sumarið langt og heitt, einkum febrúar. Adelaide er líka fræg fyrir skelfilega skógarelda sem brutust út í miklum þurrk- um árið 1983 og barist var við vikum saman. Undir glæstri fegurð Adel- aide býr þó annað og meira. í þessari borg eins og mörgum öðrum borgum heimsins hafa hundruð og jafnvel þúsund barna og unglinga hreiðrað um sig með ýmsu móti á göt- unni. Ástæðurnar fyrir þess- um barnaflótta eru margvís- legar. Búa má til langan lista: Ást- og öryggisleysi, fátækt, ofbeldi, neysla vímuefna í óhófi hjá foreldrum, kynferðis- leg áreitni, kvfði, óvissa og ótti. Á götunni verða síðan börnin fórnarlömb hvers kyns glæpastarfsemi. Svo virðist sem engin leið liggi til baka til öruggs skjóls og menntunar. En er því svo varið? í dagblaði einu, The Week- end Australian, í febrúar 1992, segir sjálfboðaliðinn Tom Easling blaðamanninum Phillip Adams ( bréfi frá starfi sínu meðal götubarna, gleði þess og sorgum. Tom og fé- lagar hans hafa freistað þess í rúm þrjú ár - með mikilli vinnu og seiglu - að leiða unglingana frá sjálfstortímandi lífi þeirra. Þeir leitast við að breyta þeim í ungt, þroskað fólk sem getur lagt eitthvað af mörkum. Við'gefum Tom orðið: „Við erum þrettán sem vinnum saman, þar af eru níu sjálf- boðaliðar. Við erum ýmist íhaldssöm eða róttæk. Öll erum við Ástralir af ítölskum eða enskum uppruna eða af frumbyggjaættum. Við göng- um göturnar sjö kvöld í viku, hittum marga unglinga og sjá- um margt ófagurt. Auðveld lausn á vandamálunum er ekki til. Við fáum hótanir, jafn- vel morðhótanir, frá eiturlyfja- sölum, kynferðislega brengl- uðum mönnum og melludólg- um. Ekki nóg með það. Við bætist afstaða stórs hluta al- mennings sem vill afskrifa þessi börn, segir þau vonlaus tilfelli sem ekki eigi að sóa orku eða peningum í, vond börn, löt, hávaðasöm og ill- gjörn. Slík börn eru vitaskuld til en þau eru yfirleitt í þeim hópi sem við köllum helgar- götubörn - þau eru í ævin- týraleit um helgar, eiga ann- arra kosta völ, eiga jafnvel heimili og foreldra sem þykir vænt um þau.“ Tom Easling segir að það sé auðvelt að gleyma þvf að verið sé að vinna með börn- um. Skelfileg lífsreynsla og hörkulegt götulífið markar spor í andlit og framkomu unglinganna. Þeir líta ekki að- eins út fyrir að vera miklu eldri en þeir eru heldur ber öll framkoma þeirra þess vitni. Don var þrettán ára og hafði verið á götunni í næst- um eitt ár. Hann var fáskipt- inn, lágvaxinn drengur, álitinn óviðráðanlegur. Foreldrar hans vildu ekkert af honum vita. Don var svo hræddur um áð fullorðið fólk sviki hann á ný að hann strauk jafnharðan frá fósturheimilum þar sem honum var komið fyrir. Áður en hann strauk hafði hann stolið þeim peningum sem hann komst höndum yfir á heimilinu. Á götunum komst Don að því hvernig fullorðnir misnot- uðu börn og unglinga í gróða- skyni - með eiturlyfjum, vændi og djöflatrú. Don varð þjófur. Hann stal fyrir fullorðið fólk sem vék einhverju að honum að launum. Venjulega var hann einn síns liðs. Hinir götu- krakkarnir vildu engin sam- skipti eiga við hann. „Hann er ólánsgripur. Hann stelur frá okkur. Hann er lygari," sögðu krakkarnir. Kvöld nokkurt ákváðu Don og nýr félagi hans að fara í elt- ingaleik í húsinu þar sem bæli þeirra var. Þeir voru undir á- hrifum áfengis. Don féll af annarri hæð og fótbrotnaði. Tom fann hann á barnaspítal- anum. Hann skalf af ótta og tottaði hornið á koddaverinu sfnu. Hann greip f Tom dauðahaldi: „Ekki fara frá mér, ekki fara. Ég er hræddur!" Þessa nótt svaf Don með stóran bangsa í fanginu, grét með ekka og kallaði á mömmu sína. Skel götu- drengsins þrjóska hafði brost- ið - að minnsta kosti ( nokkrar klukkustundir. Svipaða sögu segir Tom af Eddy, fjórtán ára ósvífnum unglingi með glampa í augun- um, strák sem segist vera partísvín: „Hann sagði mér að hann hefði verið tekinn frá móður sinni, drykkjukonu, fyrir nokkrum vikum en hún hafði ekki enn tilkynnt að hans væri saknað. „Ég fer til hennar þeg- ar hún hættir að drekka," sagði hann. Eitt kvöldið kom hann til mín niðurbrotinn. „Tom, ég er svo áhyggjufullur út af gullfiskun- um mínum, mamma gleymir á- reiðanlega að gefa þeim.“ Ég fór með honum heim til sín næsta dag, vonaði að hann yrði jafnvel eftir þar. Eftir örfáar mínútur var hann kominn að bílnum með kar fullt af fiskum! Hann vildi að ég hitti mömmu sína. „Sjáðu, ég sagði þér að hún væri blindfull!" Hér var annað barn með tár í augum. 34 VIKAN 16. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.