Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 35

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 35
UTANGARÐSBORN Ef einhver árangur á að nást í starfi með götubörnum verður að líta undir yfirborðið. Við verðum að vera ánægð með barnið sjálft en ekki endi- lega hegðun þess. Við erum engir björgunarmenn. Við lát- um þau standa frammi fyrir ágreiningsefnunum en bjóðum þeim hentug og framkvæman- leg úrræði. Ein okkar, Kathy, er berorð við krakkana: „Þetta er óþverrinn sem þú ert að ana út í; hér eru leiðir út úr ógöng- unum. Þú átt valiðl" Ungling- arnir kunna að meta heiðar- leikann og hreinskilnina. Þeir vita nákvæmlega hver staða þeirra er. Það geta liðið margar erfið- ar vonleysisvikur, löng bið mánuðum saman. Jafnvel eitt ár eða tvö líða áður en ungl- ingurinn tekur fyrsta skrefið burt frá götunni. Yfirleitt eru börnin smeyk um að þeim mistakist aftur en um leið og þau taka sig á hjálpum við þeim eftir megni. Það sem fær mig til þess að halda áfram þessari vinnu er að sjá hvernig börnin þroskast þegar þau losna úr togstreitu götulífsins. Sumum tekst það af eigin rammleik, önnur fá hjálp. Þegar þau búa hér á fósturheimilinu styrkir það mig í trú minni á að þessir ungling- ar séu raunverulega þess virði að leggja á sig svo miklu vinnu - þrátt fyrir andlegt álag, depurð og örvæntingu sem fylgir i kjölfarið. Sam er fjórtán ára og flutti hingað inn mánuði eftir að ég hitti hann á götunni. Hann er elstur barnanna í fjölskyldunni og á marga stjúpbræður. Fað- ir hans rak hann að heiman - því eins og faðirinn komst að orði: „Það kom sér ekki lengur vel að hafa hann!“ Sam var í algjöru rusli bæði líkamlega og andlega. Auð- veldara var að ráða bót á lík- amlegu vanköntunum en þeim andlegu. Hann var gjörsamlega sviptur öllu sjálfstrausti. „Ég er vondur, vondur, vondur.“ Hann var sannfærður um að allir vissu að hann væri vondur. Hvert sem hann fór - í búðir, á ströndina - var alltaf sama sag- an: „Sjáðu, allir eru að horfa á mig!“ Hann réðst á fólk með skömmum og svívirðingum. Mígreni fékk hann dag hvern. Sam breyttist smám saman. Það ruglaði hann til að byrja með að fullorðin manneskja skyldi ekki berja hann, líkaði jafnvel vel við hann. „Tom, þú ert heimskur. Ég er vondur." „Já, Sam, ég er heimskur en þú ert ekki vondur. Þú ert ágætur eins og þú ert.“ „En þú skammar mig.“ „Nei, Sam, ég nöldra yfir hegðun þinni.“ Enn var hann ekki ánægður - hann prófaði mig, jós yfir mig ókvæðisorðum, hljópst á brott nokkra daga í einu, neytti eiturlyfja og lenti í útistöðum við lögregluna. Það var ekki um neina framför að ræða. Mér fannst ég sigraður - mér var öllum lokið. „Sam, ég veit ekki hvers vegna þú ert að gera sjálfum þér þetta. Eitt er þó vfst, þú losnar ekki svona auðveldlega við mig. Mér þykir það leitt!“ Þetta hitti í mark. Svívirðing- arnar breyttust í vingjarnleg slagsmál sem eru einkenn- andi fyrir ástúð götubarna. Slagsmálin breyttust síðan fljótlega í faðmlög. Næstu vik- ur fann ég hann sofandi við svefnherbergisdyr mínar. Seinna reyndi ég að fá Sam til þess að fara aftur í skóla. „Nei, ég er rekinn út hvert sem ég fer. Mér fellur heldur ekki vel í skólanum - kann ekki á bækumar." Ég bað hann að lesa fyrir mig. „Get það ekki. Stafirnir eru allir i móðu.“ Með gleraugu að vopni fór Sam aftur í skólann og tókst vel upp. Þessa dagana er hann einn hinna heppnu og vinnur sem iðnnemi. Það er erfitt að trúa því en mörg þessara barna hafa farið á mis við einföldustu hluti. Steven var sextán ára og hafði aldrei komið út fyrir borg- ina. í fyrstu tjaldferðinni sinni sagði hann: „Getur þetta tjald haldið burtu Ijónum og tígris- dýrum?“ John er sautján ára og hjól- ar himinlifandi á reiðhjóli sem er langt frá því að vera splunkunýtt: „Vá, ég hef aldrei átt hjól áður!“ lan er þrettán ára. „Tom, ég henti þessum pokum með spagettíi - það var allt orðið glerhart," sagði hann. Mark er sextán ára. „Þessar litabækur eru ágætar!1' sagði hann. Mark er ekki þroska- heftur. Hann fékk bara aldrei að njóta bernsku sinnar. Að fóstra götubörn felur einnig í sér skelfilegar stundir. Hversu margir foreldrar hafa orðið að segja fjórtán ára barni sínu að besti vinur þess hafi verið myrtur? í mörgum tilvikum myndi almenningur ekki trúa okkur eða skjólstæð- ingum okkar. Við verðum líka að vernda persónuleika þeirra. Þau gætu aldrei komið fram í fjölmiðlum. Það er ekki hægt að setja þau fyrir framan myndavél og látið þau segja: „Hæ, ég er Susan. Ég er fjórt- án ára, mamma mín er tuttugu og átta ára. Ég næ mér í pen- inga með því að selja mig og brjótast inn í bílinn þinn.“ Eða: „Ég er Bob. Ég er þrettán ára og hugsun mín verður oft ó- skýr. Foreldrar mínir voru van- ir að gera undarlegustu hluti við mig. Þegar ég var lítill héldu þau mér út um glugg- ann, hátt uppi, héldu um fæt- urna á mér og sögðu mér að vera þægur." Því fer fjarri að öll börn uni vistinni á götunni lengi. Tíu börn, sem voru á lista hjá okk- ur, létust á síðasta ári - of stórir skammtar af eiturlyfjum, tvö morð og nokkur sjálfsmorð bættust við. Ekkert annað tækifæri gefst þegar þau nota byssu. Þetta hljómar vissu- lega skelfilega en þó eru Ijósir punktar hér og þar. Þökk sé félagsfræðingum, útideildar- mönnum, foreldrum, fósturfor- eldrum, kennurum og hverfis- lögreglunni. Hvað felur framtíðin í skauti sér? Hvað um að fyrirbyggja? Mikil þörf er fyrir fósturfor- eldra. Fólk þarf ekki að taka götubarn. Það er fjöldi barna fyrir að hlusta á sig. Bréfi hans fylgdi afrit af bréfi frá Don, stráknum sem fótbrotnaði. Sabína, sem Don minnist á í bréfinu, er kona sem vinnur meðTom. Hæ, Tom. Ég vona að þú sért frískur. Ekki segja neinum hvar ég er. Ef Sabína spyr máttu gefa henni heimilisfang mitt. Viltu gera svo vel og biðja hana að skrifa mér. Ég ætia aftur í skóla, Tom. Eðiilegt líf er miklu auðveldara og það er gaman iíka. Þú ættir að hætta að vinna á götunni og fá þér almennilega vinnu. Við gerum öll mistök - þvílík mistök! Meðal annarra orða, þú ættir að biðja Sabínu að giftast þér, þá ætti ég stóra fjölskyldu til þess að skrifa til. Ef ekki, viltu þá ekki gera svo vel og biðja hana að flytja til þín. Margar ástarkveðjur. Hættu á götunni og fáðu þér sómasamlega vinnu! □ Jafnvel eitt ár eða tvö líöa áöuren ungling- urinn tekur fyrsta skrefiö burt frá götunni. Yfirleitt eru þau smeyk um aö þeim mistak- ist... sem þarfnast þolinmæði, ástar og umhyggju. Þetta þrennt kæmi í veg fyrir að þessi börn lentu á götunni síðar meir. Sá sem ekki getur tekið fóstur- barn gæti til dæmis tekið að sér barn eina eða tvær helgar í mánuði til þess að móðir sem á i erfiðleikum fái smá- hvíld.“ Bréfi sínu lýkur Tom með því að þakka viðtakandanum ló.TBL. 1993 VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.