Vikan


Vikan - 12.08.1993, Síða 45

Vikan - 12.08.1993, Síða 45
Bjarni kom heim úr vinnunni óvenju glaður í bragði. Konan spurði hann hvernig á þvi stæði og svaraði hann henni því til að hann væri svo ánægður með einkaritarann sinn sem byrjaði á skrifstofunni fyrir viku. „Hún er mjög dugleg," bætti hann við, „annars er hún lítil og nett, vel máluð og minnir mig stundum á dúkku." Þá gall í litlu dóttur þeirra sem var að leika sér á gólfinu við fætur þeirra: „Pabbi, lokar hún líka augunum þegar þú leggur hana á bakið?" Ungt par átti von á sfnu fyrsta barni og var farið að telja dag- ana sem eftir voru, eiginlega gat fæðingin orðið hvenær sem var úr þessu. Eitt kvöldið tók konan sóttina og hrfðirnar komu hver af annarri. Hann vildi að þau drifu sig strax nið- ur á fæðingardeild en hún sagðist ekki vilja fara strax, ekki fyrr en hún væri alveg viss. „Ég vil ekki fara fyrr en styttra er orðið á milli hríð- anna.“ Hann varð sífellt óró- legri og fannst hver minúta vera heil eilífð. Það endaði með því að hann sprakk á limminu og sagði við konu sína: „Þú ræður hvað þú gerir en ég er farinn niður á fæðingardeild." Maöur nokkur var búinn að standa lengi á miöri gangstéttinni starandi upp í loftið. Æ fleiri veg- farendur stöldruðu við hjá honum og beindu sjónum til himins til að sjá hvað maðurinn væri eiginlega að stara á með svo mikilli athygli. Eftir langa mæðu spurði samt einn viðstaddra á hvað maðurinn væri eiginlega að góna. Hann svaraði að bragði: „Ekki veit ég á hvað þið eruð að horfa en ég er með blóðnasir." Dómarinn spurði sakborning- inn hvað hann væri gamall. „Ég verð 85 í vor,“ svaraði sá síðar- nefndi. - Eruð þér þá ekki of gamlir til að leggja fyrir yður þá iðju að stela bílum? „Jú, það getur vel verið,“ svaraði aldna kempan, „en það voru ekki til neinir bílar til að stela þegar ég var upp á mitt besta.“ Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda uu!66n|0 > !II!>(S ? jeiuea >|u|spuEa £ g!nE)s|Bp poAp u!S '2 n||!L| j jeiuea jmiæg • | ST.JÖRNUSPA HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Þér mun finnast aðrir bera meira úr býtum en þú en láttu það ekki koma í veg fyrir að þú takir þig til og farir jafnvel fram úr þeim. Hver veit nema þér detti í hug tekjuleið sem þú einn getur setið að. NAUTIÐ 21. apríl -21. maí Þú ieggur mikið upp úr því að hafa það fallega og mjúka í um- hverfi þínu. Festu nýja mynd upp á stofuvegginn eða skjóstu bæjarleið til að geta notið náttúrunnar og út- sýnis sem þú hefur velþóknun á. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Það er löngu kominn tími til að þú látir til skarar skriða og segir skoðun þína á ákveðnum málum - enda munt þú nauðsyn- lega þurfa að leysa frá skjóðunni. Þér gefst kostur á að taka þátt í samkeppni sem auka mun sjálfs- traustið til muna. KRABBINN 22. júní - 23. júlí Þú getur gælt meira en vant er við sjálfan þig svo fremi að þú farir skynsamlega með tíma þinn og fjármuni. Þér mun meira að segja takast að koma hluta af heim- ilisstörfunum yfir á aðra. Þér gæti þótt erfitt að halda þig frá einhverju sem þú verður hugfanginn af. UÓNID 24. júlí- 23. ágúst Þú gætir átt velgengni að fagna ef þú beitir þér af alefli viö að koma hugmyndum þínum á fram- færi og fylgja þeim svo eftir. Þess veröur vænst að þú látir ekki sitja við orðin tóm. Þú nærð langt ef þú heldur ró þinni og athygli. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept Þaö er eins og allur heim- urinn fari allt í einu að reyna að selja þér allt sem hugsast getur - happdrættismiða, frystan fisk, bæk- ur á tilboðsverði eöa þakefni til að stöðva lekann. Þú verður að læra að segja nei þótt hart sé sótt aö þér af tunguliprum sölumönnum - ann- ars muntu um síðir ekki lengur eiga fyrir mjólkinni í grautinn. VOGIN 24. sept. - 23. október Jafnvægi er mikilvægasta hugtak vogarinnar. Þess vegna finnur hún sig tilknúna að koma með mótrök ef einhver heldur fram ákveðinni skoðun í tilteknu máli. Þessi tilhneiging er ekki vegna þess að þú viljir alltaf vera á öndverðum meiði, þetta er bara í eðli þínu. SPORDDREKINN 24. okt. - 22. nóvember Einhver sem þú berð mikla virðingu fyrir gefur þér góð ráð sem þú skalt taka til athugunar. Þér ætti að ganga vel að komast af við ann- að fólk og nú er rétti tíminn fyrir þig til þess að biðja um betri launakjör hjá atvinnurekanda eða jafnvel aö sækja um vinnu á nýjum vettvangi. Gættu þess bara að segja ekki of mikið um sjálfan þig í fyrstu atrennu. BOGMAÐURINN 23. nóv. - 22. desember Þú ert ákaflega upptekinn af nýjum hugmyndum sem þú hefur nýlega kynnst. Þú verður samt að taka tillit til þess að félagi þinn þarf lengri tíma til aö hugsa sig um áður en þið tileinkið ykkur ný vinnubrögð. Einhver sem er þér nákominn mun sýna þér hvernig þú færð hlutunum framgengt án erfiðismuna. STEINGEITIN 23. desember - 20 janúar Þú þarft ekki að hafa sam- viskubit þótt þú þurfir að neita góðu heimboði. Þú getur hvort sem er ekki verið á tveimur stöðum sam- tímis. Hugsaðu þig samt um til að átta þig á hvað er mikilvægara fyrir þig og þann sem býður þér heim. Vertu viðbúinn óvæntum viðburð- um um næstu helgi. VATNSBERINN 21. janúar- 19. febrúar Þér finnst vinnufélagar þín- ir færast mikið í fang þegar þeir fara að spreyta sig á nýjum við- fangsefnum. Hvikaðu ekki frá sann- færingu þinni og haltu þig sem fast- ast við það sem þú hefur mest vit á. Betra er að gera einn hlut vel en marga illa. FISKARNIR 20. febrúar-20. mars Þú getur sannarlega hugs- að þér að hreinsa borðið og byrja á öllu upp á nýtt. Farðu samt ekki of geyst í sakirnar því að margt er þess virði að þú haldir því til haga. Láttu tilfinningarnar ráða ferðinni um helgina. 16. TBL. 1993 VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.