Vikan


Vikan - 12.08.1993, Side 47

Vikan - 12.08.1993, Side 47
koma mér beint að efninu. Ég vil að þú finnir eldabuskuna mína,“ sagði konan. Poirot starði á hana. Hann varð „Frú, þú hefur rétt fyrir þér en ekki ég. Þitt sjónarmið á fullkomlega rétt á sér. Þetta verður tilbreyting fyrir mig. „En er ekki líklegt að hún hafi lent í einhvers konar slysi? Ertu búin að sþyrjast fyrir á spítölunum." grána. Mjög heiðvirð mann- eskja. Hún hafði unnið hjá mér í t(u ár. Hún heitir Elísa Dunn.“ „Og höfðuð þið ekki átt í mjög sjaldan orðlaus en nú kom að því. Ég sneri mér undan til að hylja ósjálfrátt bros mitt. „Þetta er allt vegna þeirra hugmynda sem þjónustufólk fær um að verða eitthvað annað, eins og til dæmis vél- ritunarstúlkur og ég veit ekki hvað. Mér þætti gaman að vita yfir hverju mitt þjónustu- fólk hefur að kvarta - frí eitt síðdegi og kvöld í hverri viku, frí annan hvern sunnudag, enginn þvottur, sami matur og við hin - og aldrei notum við smjörlíki heima hjá mér. Nei, bara fyrsta flokks smjör.“ Hún þagnaði til að ná and- anum og Poirot greip tækifær- ið. Hann stóð upp og sagði yf- irlætislega: „Ég er hræddur um að þú hafir fengið rangar upplýsingar, frú. Ég leita ekki að horfnu þjónustufólki. Ég er einkasþæjari.“ „Ég veit það,“ sagði hún. „Ég var að segja þér að ég vil að þú finnir eldabuskuna mína. Hún fór út úr húsinu á miðvikudag og sþurði hvorki kóng né prest og er ekki kom- in aftur.“ „Því miður rannsaka ég ekki þess konar mál. Þakka þér samt fyrir komuna.“ Konan var greinilega móðguð. „Svo að þannig liggur í þessu, góði minn? Þú ert ef til vill of stoltur? Rannsakar þú einungis glæþi sem tengjast ríkisleyndarmálum eða skart- gripum greifynja? Ég skal segja þér það að fyrir konu í minni stöðu er starfsmaður í þjónustuliði jafngildi höfuð- djásns. Það geta ekki allar konur verið eins og fínar frúr sem skemmta sér með skart- gripina sfna og perlurnar. Góð eldabuska er góð eldabuska - og að týna henni er jafnslæmt fyrir mig og það myndi vera fyrir ríka konu að týna perlun- um sínum." Poirot virtist ekki vita hvort þetta væri móðgun við hæfi- leika hans eða hreinlega fynd- ið. Loks settist hann niður og hló. Aldrei fyrr hef ég leitað að týndri eldabusku. Þegar þú komst vonaðist ég til þess að þú værir með mál sem varð- aði þjóðaröryggi og þitt vandamál er sannarlega jafn- gilt því. Höldum áfram! Þú segir að þessi dásamlega eldabuska hafi farið út á mið- vikudaginn og ekki komið aft- ur. Það mun þá hafa verið í fyrradag." „Já, hún átti frí.“ „Það er einmitt það sem ég velti fyrir mér í gær en í morgun sendi hún eftir koffortinu sínum - og skildi ekki einu sinni eftir skilaboð handa mér! Ef ég hefði verið heima hefði ég ekki látið koffortið af hendi, fyrst hún er svona ósvífin. Ég hafði nefni- lega skroþpið til slátrarans." „Geturðu gefið mér lýsingu á henni?“ „Hún er miðaldra, þybbin, með dökkt hár sem er farið að neinum deilum á miðvikudag- inn?“ „Alls engum. Þess vegna er þetta svona furðulegt." „Hvað eru margir í þjón- ustuliði þínu?“ „Þær eru tvær. Þjónustu- stúlkan mín heitir Anna og er mjög góð stúlka. Hún er dálít- ið gleymin og hugsar sífellt um unga menn, en ef henni er haldið við efnið er hún mjög góður starfskraftur."

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.