Vikan


Vikan - 12.08.1993, Page 49

Vikan - 12.08.1993, Page 49
„Hún er nú ekki svo slaem," sagöi hann ávítandi. „Haföu þaö hugfast, Hastings, að góð eldabuska getur verið mikil- vægari fyrir útlaga heldur en falleg kona.“ Hann hikaöi and- artak og hélt svo áfram. „Þetta er áhugavert mál, fullt af mótsögnum. Mér finnst þaö áhugavert - já, mjög áhuga- vert.“ Um kvöldið fórum viö aftur í heimsókn á Prins-Albertsveg 88 og töluðum bæði viö Todd og Simpson. Sá fyrrnefndi var þunglyndislegur maöur með langa, mjóa kjálka og hvað aldurinn varöar var hann í þaö minnsta fertugur. „Ó! Já, já,“ sagöi hann ó- Ijóst. „Elísa. Já. Aö mínu mati er hún góö eldabuska. Og sparsöm. Ég legg mikið upp úr því aö fólk sé sparsamt." „Geturöu ímyndað þér hvers vegna hún fór svona skyndilega?“ spuröi Poirot. „Ja...“ sagöi Todd. „Þú veist hvernig þjónustufólk er. Konan mín hefur of miklar áhyggjur. Hún klárar sig á þessum á- hyggjum. Þetta er ekkert vandamál. Ég sagöi henni aö viö fengjum okkur bara nýja eldabusku. Það er þaö eina sem þarf aö gera. Það er óþarfi aö gráta það sem orðið er." Þaö var jafnlítil hjálp í Simp- son. Hann var þögull, lítið á- berandi maður meö gleraugu. „Ég held aö ég hljóti aö hafa séö hana,“ sagði hann. „Eldri kona, var þaö ekki? Þaö er auðvitað hin, Anna, sem ég sé alltaf. Góð stúlka. Mjög hjálpsöm." „Kom þeim vel saman?" Simpson sagðist ekki geta sagt til um þaö en hann bjóst þó viö þvi. „Jæja, vinur minn. Þetta hjálpaði okkur ekki rnikiö," sagði Poirot þegar viö fórum út. Frú Todd haföi tafið okkur meö því að segja okkur aftur þaö sama og hún hafði sagt um morguninn. „Ertu vonsvikinn?“ spuröi ég. „Bjóstu viö einhverju á- kveðnu?" Poirot hristi höfuöiö. „Það var auðvitað viss - möguleiki fyrir hendi,“ sagöi hann. „En ég bjóst varla við því.“ Ekkert mikilvægt geröist fyrr en næsta morgun. Poirot fékk bréf og þegar hann las það var vanþóknun hans aug- Ijós. Hann rétti mér bréfiö. „Frú Todd þykir leitt aö til- kynna yður aö hún ætlar ekki aö notfæra sér þjónustu Poirots. Eftir að hafa talað við eiginmann sinn um þetta skildi hún að þaö var kjána- legt aö ná í einkaspæjara til aö leysa heimilisvandamál. Meöfylgjandi er smávægileg þóknun vegna ráögjafar." „Aha,“ hrópaði Poirot reiði- lega. „Og þau halda aö þau geti losnað viö Hercule Poirot svona auöveldlega! Ég geröi þeim þann greiöa - þann stóra greiða - aö samþykkja að rannsaka þetta lítilfjörlega og ómerkilega mál þeirra - og þau reka mig svona upp úr þurru. Ef mér skjátlast ekki er þetta rithönd hr. Todd. En ég segi nei - nei og aftur nei! Ég eyði mínum eigin peningum, sama hversu mikil útgjöldin verða. Ég ætla aö komast til botns í þessu máli.“ „Já, en hvernig?" spuröi ég. Poirot róaöist. „Fyrst auglýsum viö í blöö- unum," sagði hann. „Sjáum nú til - já - eitthvað á þessa leið: „Ef Elísa Dunn kemur sér í samband viö þetta heimilis- fang þá mun það koma henni til góöa. Settu þessa tilkynningu í öll þau blöö sem þú manst eftir, Hastings. Ég ætla að halda rannsókninni áfram. Flýttu þér, þetta verður allt aö gerast sem fyrst." Ég sá hann ekki aftur fyrr en um kvöldið, þegar hann sagöi mér frá því sem hann hafði haft fyrir stafni. „Ég spurðist fyrir hjá fyrir- tækinu þar sem hr. Todd starfar. Hann var í vinnunni á miðvikudaginn og mannorö hans er gott. Simpson var veikur á fimmtudaginn og kom ekki í bankann en hann mætti til vinnu á miðvikudaginn. Hann þekkti Davis en þeir voru ekki meiri vinir en gengur og gerist. Ekkert óvenjulegt. Þaö virðist ekki vera neitt á- hugavert þarna. Nei. Viö verð- um aö treysta á tilkynning- una.“ Tilkynningin birtist í öllum helstu dagblööunum sam- kvæmt áætlun. Að skipun Poirots átti aö birta hana dag- lega í heila viku. Það var stórfuröulegt hve mikinn á- huga hann hafði á þessu ó- merkiiega hvarfi eldabusku en ég skildi þó að þaö var honum mikilvægt til aö halda heiðri sínum að halda áfram þar til lausn fyndist. Á þessum tíma buðust honum nokkur mjög á- hugaverð mál en hann vísaði þeim öllum frá sér. Á hverjum morgni flýtti hann sér aö at- huga bréfin sín - grannskoð- aöi þau vongóður en lagði þau svo frá sér og andvarp- aði. Aö lokum fengum við umbun erfiðisins. Miðvikudag- inn eftir aö frú Todd haföi komið tilkynnti konan sem leigöi okkur íbúðina að Elísa Dunn væri komin til aö hitta okkur. „Loksins!" hrópaöi Poirot. „Vísaöu henni til okkar! Undir eins. Strax!" Aö þessu sögöu fór húsráö- andi okkar og náöi í fröken Dunn og stuttu síðar var hún komin til okkar. Henni svipaði til lýsingarinnar - hún var há- vaxin, þrekin og mjög virðu- leg. „Ég kom vegna auglýsing- arinnar," sagöi hún. „Ég hélt aö þaö væri ef til vill eitthvert vandamál - aö þiö vissuð ekki að ég væri búin aö fá arfinn." Poirot horfði á hana rann- sakandi augum. Hann náði í stól. „Sannleikurinn er sá,“ sagöi hann, „að fyrrverandi hús- móöir þín, frú Todd, haföi miklar áhyggjur af þér. Hún hélt að þú hefðir ef til vill lent í slysi." Þetta virtist koma Elísu Dunn mjög á óvart. „Svo að hún hefur ekki fengiö bréfið mitt?“ „Hún frétti alls ekkert." Hann þagnaöi en sagöi síðan sannfærandi röddu: „Viltu nú ekki segja mér alla söguna?" Elísa Dunn þurfti ekki aö láta segja sér þaö tvisvar. Hún hóf strax langa frásögn. „Ég var á heimleiö á miö- vikudagskvöldið og var nærri því komin inn í húsið þegar herramaöur stöövaöi mig. Hann var hávaxinn, meö skegg og haföi stóran hatt á höföi. „Ert þú ungfrú Elísa Dunn?“ spuröi hann. Já, sagði ég., „Eg spurðist fyrir þig í hús- inu þarna," sagöi hann. „Mér var sagt aö ég gæti hitt þig fyrir utan. Frú Dunn, ég er ný- kominn frá Ástralíu, aöeins til þess aö hitta þig. Veistu nokk- uö hvaö amma þín j móöur- ætt hét áöur en hún gifti sig?“ Jane Emmott, sagði ég. „Einmitt," sagöi hann. „Jæja, ungfrú Dunn. Þaö getur veriö aö þú hafir aldrei frétt af þessu en amma þín átti vin- konu sem hét Elísa Leech. Þessi vinkona hennar fór til Ástralíu þar sem hún giftist mjög auðugum landnema. Börnin hennar tvö iétust í bernsku og hún erföi allan auö eiginmannsins. Hún lést fyrir nokkrum mánuöum og þú erfir hús hér í Englandi og töluveröa peningaupphæð.“ Þetta kom mér mjög á óvart,“ sagði ungfrú Dunn. „Um stund hélt ég að hér væri eitthvað gruggugt á ferð- inni. Hann hlýtur að hafa tekið eftir því vegna þess að hann brosti. „Þú hefur allan rétt á því aö vera varkár, ungfrú Dunn," sagði hann. „Hér eru skilríkin mín.“ Hann rétti mér bréf frá lögfræöingum í Mel- bourne, aö nafni Hurst og Crotchet, og nafnspjald. Hann var hr. Crotchet. „Þetta er háð nokkrum skilyröum," sagöi hann. „Skjólstæðingur okkar var dálítið sérvitur. Þú færö ekki arfinn nema þú verðir komin í húsiö, sem er í Cum- berland, fyrir hádegi á morg- un. Hitt skilyrðið er ómerkilegt - þú mátt ekki starfa viö heim- ilishjálp." Mér dauöbrá. En hr. Crotchet, sagöi ég. Ég starfa sem eldabuska. Sagði heimilisfólkið þér ekki frá því? „Æ, æ,“ sagöi hann. „Mig óraöi ekki fyrir því. Ég hélt að þú værir ef til vill einka- kennslukona eöa eitthvað því um líkt. Þetta er mjög óheggi- legt - svo sannarlega." Verö ég af öllum peningun- um? spuröi ég áhyggjufull. Hann hugsaöi sig um eitt augnablik. „Það er alltaf hægt aö komast í kringum lögin, ungfrú Dunn,“ sagöi hann loks. „Viö lögfræðingar vitum það. Þaö sem þarf aö gera er eftirfarandi: í kvöld veröur þú aö vera farin úr vistinni hér.“ En uppsagnarfresturinn er mánuður, sagöi ég. „Kæra vina,“ sagði hann brosandi. „Þú getur hætt hvenær sem er meö því aö missa mánaðarlaun í staðinn. Húsmóöir þín hlýtur að skilja það meö tilliti til kringum- stæðnanna. Eini vandinn er tíminn! Það er áríðandi aö þú náir lestinni norður frá King’s Cross-stöðinni sem fer klukk- an fimm mínútur yfir ellefu. Ég get borgað þér fyrirfram tíu pund eöa svo fyrir farinu. Þú getur skrifaö skilaboö á lestar- stöðinni til vinnuveitenda þinna. Ég skal afhenda þau sjálfur og útskýra málið.“ Ég samþykkti þaö aö sjálf- sögöu og klukkustund síöar var ég komin um borö í lest- ina og var í miklu uppnámi. Þegar ég kom til Carlisle var mig meira að segja farið aö gruna aö maðurinn væri einn þessara svikahrappa sem maður les um. Én ég fór þangað sem hann haföi sagt 16.TBL. 1993 VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.