Vikan


Vikan - 12.08.1993, Page 50

Vikan - 12.08.1993, Page 50
mér aö fara - til einhverra lög- manna og þetta var allt í stakasta lagi. Lítið snoturt hús og þrjú hundruð pund á ári. Þessir lögmenn vissu ekki mikið - þeir höfðu einungis fengiö bréf frá herramanni í Lundúnum, þar sem þeim hafði veriö sagt að láta mig hafa húsið og hundrað og fimmtíu pund fyrir fyrsta hálfa árið. Hr. Crotchet lét senda eigur mínar til mín en ég frétti ekkert frá frúnni. Ég hélt að hún væri ef til vill reið og öf- undaði mig. Hún hélt eftir koff- ortinu mínu og sendi mér fötin mín innpökkuð i pappír. Ef hún hefur aldrei fengið bréfið mitt er skiljanlegt að henni hafi þótt þetta dálítið ófyrirleit- ið af minni hálfu.“ Poirot hafði hlustað gaum- gæfilega á þessa löngu frá- sögn. Núna kinkaði hann kolli eins og hann væri orðinn á- nægður. „Þakka þér fyrir, ungfrú. Þetta er nú meiri óreiðan. Ég vil launa þér fyrir að hafa að- stoðað okkur." Hann rétti henni umslag. „Ætlar þú ekki að fara aftur til Cumberland núna? Ég ætla aö gefa þér eitt gott ráð. Ekki gleyma því hvernig á að elda! Það er alltaf gott að hafa starf í bakhöndinni ef eitthvað fer úrskeiðis." „Hún er trúgjöm," tautaði hann þegar hún var farin. „En líklega ekki meira en annað þjónustufólk." Hann varð al- varlegur. „Komdu, Hastings, viö megum engan tíma missa. Kallaðu á leigubíl á meðan ég skrifa miða til Japps lögreglu- varðstjóra." Poirot beið á gangstéttinni þegar ég kom til baka eftir að hafa náð í leigubíl. „Hvert er ferðinni heitið?" spurði ég ákafur. „Fyrst þurfum við að láta sendiboða fara með skilaboð- in.“ Þetta var gert og þegar Poirot kom aftur inn í leigubíl- inn sagði hann leigubílstjóran- um hvert ætti að fara. „Prins-Albertsvegur 88 í Clapham." „Svo að viö ætlum þang- að?“ „Einmitt. En í sannleika sagt óttast ég að við séum of seinir. Fuglinn er floginn, Hastings.'1 „Hver er það?" Poirot þrosti. „Maðurinn sem svo lítið fer fyrir — hr. Simpson." „Hvað?“ hrópaði ég. „Láttu ekki svona, Hastings. Ekki segja mér að þú skiljir þetta ekki ennþá!" „Það þurfti einhver að iosna við eldabuskuna, ég skil það," sagði ég, dálítið móðgaður. „En hvers vegna? Hvers vegna ætti Simpson að vilja koma henni í burtu? Vissi hún eitthvað um hann?" „Alls ekki." „Hvað þá?“ „Hann vildi eignast dálítið sem hún átti.“ „Peninga? Arfinn frá Ástral- íu?“ „Nei, vinur minn - það var allt annars eðlis." Hann hætti að tala um stund en hélt svo áfram alvarlega: „llla farið koffort..." Ég leit á hann. Þetta hljómaði svo undarlega að ég hélt að hann væri að plata mig en hann var mjög alvarlegur á svip. „Hann gat nú keypt sér koffort!" hrópaði ég. „Hann vildi ekki fá nýtt koff- ort. Hann vildi gamalreynt koffort." „Sjáðu til, Poirot," sagði ég. „Þetta gengur nú of langt. Þú ert að stríða mér." Hann leit á mig. „Þig skortir þær gáfur og það ímyndunarafl sem Simp- son hefur. Hlustaðu nú á: Á miðvikudagskvöldið kom hann eldabuskunni í burtu. Það er auðvelt aö komast yfir nafn- spjald og blað sem búið er að prenta á. Hann var einnig til- búinn að borga hundrað og fimmtíu pund og árs húsa- leigu til þess að tryggja að á- ætlun hans gengi upp. Ungfrú Dunn þekkti hann ekki vegna skeggsins og Ástralíuhreims- ins. Þannig lýkur miðvikudeg- inum - fyrir utan það að Simpson var búinn að eignast skuldabréf að verðmæti fimm- tíu þúsund punda." „Simpson - en það var Davis..." „Ef ég mætti Ijúka frásögn- inni, Hastings! Simpson veit aö á fimmtudagskvöldið mun þjófnaðurinn verða uppgötv- aður. Hann fer ekki í bankann á fimmtudeginum en bíður eft- ir því að Davis fari í hádegis- mat. Ef til vill sagði hann Dav- is frá þjófnaðinum og sagðist skila peningunum til hans. Honum tókst í það minnsta aö fá Davis til að koma með sér til Clapham. Þernan átti frí þennan dag og frú Todd var á útsölunni svo að húsið var autt. Þegar þjófnaðurinn er uppgötvaður og Davis er horf- inn er dregin sú ályktun að Davis sé þjófurinn. Simpson er öruggur og getur farið aftur til vinnu daginn eftir í hlutverki heiðarlega gjaldkerans sem allir halda hann vera." „Og Davis?" Andlitið á Poirot sagði meira en mörg orð. Hann hristi höfuðið hægt. „Það virðist vera of kaldrifj- aö til að vera satt en samt er þetta eina útskýringin, vinur minn. Eina vandamálið fyrir morðingja er að losna við líkið og Simpson hafði skipulagt það fyrirfram. Ég tók strax eft- ir því að þótt Elísa Dunn hefði greinilega ekki ætlað að fara í burtu þetta kvöld - vegna þess sem hún sagði um ferskjurnar - þá var þegar búið að pakka ofan í koffortið hennar þegar það var sótt. Það var Simpson sem bað Carter Paterson að koma á föstudeginum og það var Simpson sem batt reipið um koffortið á fimmtudeginum. Hvern færi að gruna eitthvað? Einhver eldabuska fer og sendir eftir koffortinu sínu, sem er merkt henni og er lík- lega á lestarstöö stutt frá Lundúnum. Síðla sunnudags- ins fer Simpson í ástralska dulargervið sitt og nær í koff- ortið, setur á það nýjan merki- miða og fer með það eitthvað annaö þar sem hann segir aö það eigi að vera þar til ein- hver sæki þaö. Þegar yfirvöld- in fer að gruna eitthvað og opna það komast þau einung- is að því að Ástrali með skegg hafi komið með það frá ein- hverri brautarstöð í nágrenni Lundúna. Það er engan veg- inn hægt að tengja það Prins- Alþertsvegi 88. Aha! Þá erum við komnir!" Spá Poirots hafði reynst rétt. Simpson hafði farið nokkrum dögum áður. En hann slapp ekki við refsingu. Hann fannst um borð í skipinu Ólympíu á leið til Ameríku. Starfsfólk á lestarstöð í Glasgow tók eftir kofforti merktu hr. Henry Wintergreen. Það var opnað og í því var lík- ið af hinum óheppna Davis. Poirot leysti aldrei út ávís- unina frá frú Todd. Þess í stað rammaði hann hana inn og hengdi upp á vegg í setu- stofunni okkar. „Þetta er áminning, Hastings. Maður á aldrei að vanmeta þá hluti sem virðast vera ómerkilegir og hvers- dagslegir. í þessu tilviki hófst málið á hvarfi eldabusku en lauk með kaldrifjuöu morði. Að mínu mati var þetta eitt af þeim áhugaverðustu málum sem ég hef fengist við.“ □ Ragnar Jónasson þýddi þessa sögu fyrir Vikuna úr ensku (The Adventure of the Clapham Cook). * ** GÓÐAR * ** STUNDIR * * * ---•---- vikan Áskrifendum boðið út að borða ó Gullna hananum skrifendur Vikunnar fengu, með næstsíðasta tölublaði, sérstakan glaðning. Hér var um að ræða boðskort með úttekt á kvöldverði í Gullna hananum fyrir kr. 2.000. Þjónustan í Gullna hananum er margrómuð og maturinn gælir við bragðlaukana. Það eina sem áskrifendurnir þurfa að gera er að hafa samband við Gullna hanann í síma 679967 og panta borð. Áskrifendur geta átt von á glaðningi af þessu tagi þegar minnst varir. Þetta er skemmtileg tilraun sem þegar hefur sannað á- gæti sitt. Fjöldi áskrifenda hefur nýtt sér það að njóta góðra veitinga í þægilegu umhverfi á kostnað Vikunnar að hluta. Engar kvaðir fylgja þessu boöskorti aðrar en tímasetningin. Þaö gildir til 1. september 1993 og ef verslaö er fyrir meira en 2.000 krónur greiðir áskrifandinn mismuninn. Þaö er því betra fyrir þá sem ætla að nýta sér þetta boð okkar að hafa samband hið fyrsta við Gullna hanann og tryggja sér borð í tæka tíð. Gullni haninn er þekktur fyrir frábæran mat, faglega og persónulega þjónustu og ekki má gleyma koníakssafninu sem er eitt það besta á landinu í dag. Þaö er von okkar á Vikunni að sem flestir geti nýtt sér þetta boö og átt góða kvöldstund í góðra vina hópi og borða góðan mat. □ 50 VIKAN 16. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.