Vikan


Vikan - 12.08.1993, Page 54

Vikan - 12.08.1993, Page 54
um hvað við tekur hverju sinni hafði ég allt óráðið þegar ég kom til Suður-Ameríku. Úr varð að ég slóst í för með Óskari og hans mönnum til Bogotá, höfuðborgar Kól- umbíu. Þangað tókum við lest sem var sambland af flutn- inga- og farþegalest og var auðvitað troðin út úr dyrum en við komum okkur fyrir uppi á þaki eins vagnsins þar sem pláss var að finna og lágum þar lengst af leiðinni sem tók um sextán tíma. Margt slæmt hafði ég heyrt um Kólumbíu og þá sérstaklega Bogotá en varð var við lítið slíkt því ég var á þvælingi með innfædd- um sem kunnu svör við öllu. Það var ekki laust við að menn væru slæptir eftir að hafa legið í rokinu og rykinu alla leiðina. Það voru töluverð viðbrigði að koma á götur Bogotá því þar búa tæplega fimm milljónir manna. Strák- arnir sýndu mér lítið og gott gistiheimili sem kennt er við Santa Fe en héldu svo leiðar sinnar að heilsa upp á sitt fólk. í anddyri Santa Fe rakst ég á miða með orðsendingu á þá leið að það vantaði tvo unga og hrausta menn eða konur, helst fólk vant alvöru ferðalögum, til að sameinast um fjórhjóladrifið farartæki. Hugmyndin var sögð að halda af stað eftir tvo daga og keyra suður Andesfjallgarðinn - í gegnum Ecuador, Þerú og Bólivíu. Leist mér strax vel á þetta og gekk á herbergi fé- laganna sem voru skrifaðir fyrir þessu. Þar hitti ég þá Bob og Ogi það var ákveðið að setjast að veitingum og ræða málið. Þeir urðu strax mjög hrifnir þegar ég sagði þeim að ég væri íslendingur og auðvitað fókk ég gömlu tugguna því þeir tilheyrðu þeim geysistóra hópi fólks sem aldrei hefur hitt nokkurn frá því heimshorninu. Ég gat mér þess reyndar til að Bob væri frá Ástralíu því kaldhæð- inn húmor er hans aðals- merki. Ogi er töluvert nær mér því hann er Hollendingur að uppruna. Bob þótti Pít heldur máttlítið nafn en kippti því í liðinn og upp frá því var ég alltaf kallaður lce. Mér leist ágætlega á þá fé- laga og ekki spillti fyrir að Bob reyndist vera vel liðtækur bif- vélavirki og Ogi alveg sæmi- legur í spænsku svo að það varð úr að við tókumst í hend- ur og skáluðum upp á gæfurík og góð ferðalög. Daginn eftir fór ég og heimsótti Óskar og fjölskyldu og þar var ég settur niður til að matast og borinn mjög góður kólumbískur mat- ur. Það voru reyndar suður- amerískar og sætar systur hans sem tóku svona vel á T Oll fjöl- skyldan tekur höndum saman um aö full- vinna uppsker- una áöur en úrhelliö hefst á ný. móti mér. Drengurinn hafði skroppið út á flugvöll til að ná í kærustuna sína. Þegar heim kom sagði hann farir vinkonu sinnar ekki sléttar því hún hafði lent í þeirri ógæfu á leið sinni milli Quito og Bogotá að flugvallarlögreglan í Quito tók hana á beinið og fór í gegnum allt hennar dót. Lauk sam- skiptum þeirra svo að hún var neydd til að greiða nálægt hundrað dollara eða fá að öðrum kosti ekki að yfirgefa Quito. Þetta er aðeins Iftið dæmi um spillingu innan lög- regluvaldsins þar um slóðir. Þegar ég sagði Óskari að ég væri á leið burt frá hans stór- fallega landi heimtaði hann að annaðhvort kæmi ég aftur til Kólumbfu eða heimsækti hann í New York. STEFNT Á ELDFJALL Morguninn sem við Bob og Ogi ætluðum að leggja upp frá Bogotá hafði Nýsjálend- ingur bæst í hópinn. Hann kallaði sig Riff og var fæddur og uppalinn í Takaka á suður- eyju Nýja Sjálands. Þar hafði ég einmitt dvalist í tvær vikur einu og hálfu ári áður og 54 VIKAN 16.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.