Vikan


Vikan - 12.08.1993, Síða 58

Vikan - 12.08.1993, Síða 58
 Iþessari Viku birtum við myndir frá sýningu jap- anska hönnuðarins Kenzo í París og línu hans fyrir næsfa vetur. Það má segja að Kenzo sé brautryðjandi aust- urlenskra fatahönnuða í París en í dag skipa þeir sér á bekk með athyglisverðustu hönn- uðum þar í borg. Kenzo hefur borið með sér ferskan blæ frá heimalandi sínu, Japan, og allt frá upp- hafi áttunda áratugarins, er hann vakti fyrst athygli í París, hefur hann blandað saman á frumlegan hátt ríkjandi straumum og áhrifum frá hin- um ýmsu löndum en mest ber á japönskum áhrifum eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum. Þó að Kenzo sé í dag al- þjóðlega viðurkenndur og fyrir- tæki hans með þeim grósku- mestu á þessum markaði þá hefur frægðarsólin ekki alltaf skinið jafnsterkt. Eftir að hafa numið fatahönnun f Tokyo, reyndar gegn vilja foreldra sinna, réðst hann til stórrar verslunarkeðju þar sem hann hannaði kjóla í „færibanda- vinnu“. Honum bar að skila af sér fjörutíu klæðnuðum full- hönnuðum i lok hvers mánað- ar! í Tokyo bjó hann við kröpp kjör en það var fyrir algera til- viljun að hann gat látið gamlan draum rætast og farið til París- ar. Upp í hendurnar á honum kom álitleg bótagreiðsla vegna þess að húsið þar sem hann var búsettur var rifið. Er til Parísar kom reyndist raunveruleikinn annar en hann hafði gert sér í hugar- lund en þetta var fyrsta ferð hans til Vesturlanda. Borgin birtist honum grá og lítt vin- samleg í fyrstu. En ekki gafst hann upp við erfiða byrjun.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.