Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 62

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 62
RAUNVERULEGAR RISAEÐLUR VIÐTAL VIÐ LAURU DERN, LEIKKONU í JURASSIC PARK „Um leið og þú trúir ab þú getir hamiö móbur nóttúru ertu kominn í vandræói því þaó er ekki hægt. Þú getur hannað skip en ekki heimshöfin sem þaó siglir ó. Þú getur búiö til flugvél en ekki loftin bló. Vald mannanna er miklu minna en draumar þeirra fó þó til ab ímynda sér." (Michael Crichton, höfundur Jurassic Park) ▲ Laura Dern ásamt aöalmót- leikurum sinum í myndinni, þeim Richard Atten- borough og Sam Neill. Jurassic Park verður tekin til sýninga samtímis í Há- skólabíói og Sambíóun- um á morgun 13. ágúst og reikna má með að þetta verði mest sótta mynd ársins á ís- landi og ekki ólíklegt að hún slái fyrri aðsóknarmet eins og annars staðar þar sem hún hefur verið sýnd. Mikið kynn- ingarátak fór fram i Los Ang- eles skömmu fyrir frumsýn- ingu myndarinnar og hundruð blaðamanna komu víðsvegar úr heiminum til að taka stjörn- ur Jurassic Park tali. Undirrit- aður var í þessum hópi og ræddi við Lauru Dern á Four Season hótelinu f Beverly Hills. Hún var þreytt eftir heimsóknir kollega minna og spurði hvort það væri í lagi að hún legðist upp í sófann í svítunni þar sem við hittumst á meðan ég sygi úr henni síð- ustu blóðdropana. Ég bað hana að sjálfsögðu að koma sér eins vel fyrir og hún gæti áður en við færum í spurning- ar mínar. SPIELBERG NftMUR OG SKILNINGSRÍKUR - Var gaman að leika í Ju- rassic Park? „Já, það var mjög skemmti- legt að flestu leyti. Ég hef gaman af að takast á við fjöl- breytileg hlutverk og þetta hlutverk er mjög ólíkt öllu því sem ég hef leikið hingað til. Það er starf konunnar sem ég leik sem gerir hana svona sérstaka. Hún er ekkert grobbin yfir því en stolt af doktorsgráðunni í plöntustein- gervingafræði. Út í gegnum myndina þurfti ég að túlka sannan áhuga hennar á fag- inu og forsögu okkar. Plöntu- steingervingafræði er alls ekki dauð fræðigrein heldur mjög hagnýt því við getum lært af henni um lífkerfið og umhverfi okkar. Dýra- og jurtalíf og samsetning andrúmsloftsins varð fyrir breytingum sem eru skrásettar í steingervingum og út frá því getum við ályktað sitthvað um það sem við þurf- um að gera í umhverfisvernd nú á dögurn." - Hafðir þú áhyggjur af því áður en byrjað var að taka upp myndina að tæknibreil- urnar og risaeðlurnar mundu skyggja á leikarana? „Nei, Spielberg hefur alltaf gert myndir þar sem hlutverk- in eru vel mótuð. Robert Shaw gerði okkur hrædd við hákarlinn í Jaws, Richard Dreyfuss fékk okkur til að trúa á tilvist geimvera í Close Encounters of the Third Kind og Henry Thomas sá til þess að við urðum heilluð af E.T. Það voru ekki aðeins furðu- verkin sjálf sem gerðu það að verkum að við tókum þessar myndir alvarlega heldur ekk- ert síður frábær frammistaða leikaranna. Jaws er gott dæmi um eina af best leiknu mynd- um sem gerðar hafa verið. Spielberg hefur næmi og skilning á leikurum í myndum sínum og veit að fullmótuð hlutverk þeirra eru undirstaða vel heppnaðar myndar. Hann er ekki tæknibrelluleikstjóri, hann er sögumaður. Eina sem ég var ekki viss um var hvort ég mundi hafa gaman af að vinna að mynd þar sem væri mikið af tæknibrellum. Tæknimennirnir inntu starf sitt það vel af hendi að mest allan tímann voru risaeðlur í návist minni og ég hefði ekki vilja hafa þær raunverulegri.“ YFIRÞYRMANDI KRINGUMSTÆÐUR - Gagnrýnandi New York Times lofar myndina fyrir tæknilega úrvinnslu og er þess fullviss að hún muni verða mjög vinsæl. Samt sem áður gagnrýnir hann að leikar- arnir fái ekki nóg svigrúm til að þróa hlutverkin sín. Hvað finnst þér um þá gagnrýni? „Það er erfitt fyrir mig að svara þessu því ég leik f myndinni og hef ekki lesið gagnrýnina. Ég held að hlut- verk mitt sé eins mótað og hægt er í svona mynd og myndin er innan marka sög- unnar sem hún er gerð eftir. Sagan gerist við mjög yfir- þyrmandi kringumstæður en margar senur eru meira um leikarana en nokkuð annað. Þær senur sem eru hvað mest þrungnar tilfinningu og ég er í byggjast á að sann- færa auðkýfinginn um hvers konar mistök hann hefur gert. Jeff Goldblum leikur stærð- fræðing og hlutverk hans í myndinni er að sumu leyti þema hennar, það er að mað- ur á að hugsa um hvað maður er að gera áður en fram- kvæmt er. Þessi gagnrýni ætti kannski líka við myndir eins og Raiders of the Lost Arc með Harrison Ford. Indiana Jones er persóna sem við munum aldrei gleyma en æv- intýri hans skyggðu samt ó- neitanlega á hann. Við vitum ekkert hver hann er og hvað- an hann kemur, hvaða lang- anir og þrár hann hefur. Það var ekki reynt að bregða Ijósi á það í þeirri mynd, það er einfaldlega ekki pláss fyrir svoleiðis í öllum rnyndum." - Sumir segja að tæknin sé orðin slík að við þurfum ekki á leikurum að halda í kvikmynd- um í framtíðinni. Hvað finnst þér um þaö? „Mér skilst’ á tæknibrellu- meisturunum sem unnu að Jurassic Park að það sé hægt að gera fullkomnar eftirmyndir af fólki en það verði aldrei hægt að Ifkja fullkomlega eftir raunverulegum tilfinningum sem leikarar tjá. Á meðan við 62 VIKAN 16.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.