Vikan


Vikan - 12.08.1993, Side 63

Vikan - 12.08.1993, Side 63
höfum áhuga á að gera myndir með mannlegum sam- skiptum verða leikarar til, sem betur fer.“ - Þessi mynd höfðar örugg- lega til fleiri en þær myndir sem þú hefur verið í áður. „Já, en það var ekki meðvit- uð ákvörðun af minni hálfu að reyna að fá hlutverk í mynd sem nyti mikilla vinsælda. Ég var valin til að leika í myndinni en ekki öfugt. Ég held ég muni alltaf vera í myndum sem ég hef trú á, sumar af þeim höfða til almennings en aðrar eru kannski listrænni og gerðar fyrir minni markað. Mér þykir spennandi að vinna með mismunandi leikstjórum og takast á við margbreytileg- ar manngerðir í tjáningu minni. Að mínu mati eru engin ákveðin mörk í sambandi við vinsælar myndir og sérhæfð- ari myndir. Sumir leikarar vilja kannski bara vera í kvikmynd- um sem stóru kvikmyndaverin framleiða en ég vil vinna með bestu leikstjórunum, sama hvort miklir peningar eru í húfi eða ekki.“ JURASSIC PARK HEFUR BODSKAP - Seinasta mynd sem þú varst í var Rambling Rose og þú varst tilnefnd til ósk- arsverðlauna fyrir frammi- stöðu þína þar. Engu að síður fékk myndin ekki marga á- horfendur. Eru það ekki von- brigði fyrir þig að ná slíkum árangri en svo flykkist fólk til að sjá mynd eins og Jurassic Park þar sem mæðir ekki eins mikið á þér sem leikkonu? „Vandamálið með Rambl- ing Rose var að fyrirtækið, sem sá um dreifingu myndar- innar, varð gjaldþrota rétt áður að sýningar á henni hófust. Ég held að fleiri hefðu séð myndina ef þeir hefðu bara vitað af henni. Hún fékk mjög góða dóma og gerir það mjög gott á myndbandaleig- um þannig að hún týndist ekki alveg. Það eru margar góðar myndir sem lítið fer fyrir, hver sem ástæðan er. Það veldur mér ekki vonbrigðum að fólk sjái Jurassic Park því ég lít ekki á myndina sem yfirborðs- lega söluvöru. Ég held að Spi- ▲ í viðtali við blaðaman n Vikunnar segist Laura Dern ekki hefði vilj- aö hafa risaeðl- urnar raun- verulegri. 16.TBL. 1993 VIKAN 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.