Vikan


Vikan - 20.12.1994, Side 78

Vikan - 20.12.1994, Side 78
JROLLADEIGSBAKSTUR BIRNU SIGURÐARDÓTTUR A Karfan lítur út fyrir aö vera full af góögæti. Reynd- ar er allt í henni úr trölla- deigi nema rúgbrauöiö. TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Bakstur er fleira en sætt brauð og úr trölladeigi má baka skemmtilegar og persónu- legar jólagjafir, merkimiða á jólapakkana og ýmislegt skraut til jólanna. Birna Sig- urðardóttir auglýsingastjóri lagði til uppskrift að trölla- deigi og myndirnar eru af ýmsum útfærðum hugmynd- um hennar. Birna hefur hald- ið trölladeigsnámskeið í Gerðubergi og úti á landi undanfarin ár og Hlín Blómahús í Mosfellsbæ tek- ur á móti námskeiðspöntun- um og selur ýmsar vörur frá Birnu. Birna segir barnaleik að vinna með deigið eftir að fólk hefur náð undirstöðuatr- iðunum. Öll fjölskyldan getur setið saman við að búa til klumpa- dúkkur og búið þannig til ódýrar og persónulegar jóla- gjafir. Nöfnin eru máluð með þekjulitum á merkimiðana og þegar dúkkur eru búnar til má nota hugmyndaflugið til að búa til hluti sem tengjast þeim sem gjöfin er ætluð. Hárið á kerlingunum er deig sett í gegnum hvítlauks- pressu en annað er mótað með höndunum. Þegar negulnaglar eru notaðir í augna stað eru þeir og allir fylgihlutir bakaðir með. Athugið að baksturs- tími er afar mismunandi eftir þykkt hlutarins. Þykkustur hlutirnir eru bakaðir í 12-14 tíma. TRÖLLADEIG: 3 bollar af hveiti 2 bollar af salti 1/2 bolli af vatni 1 matskeið af matarolíu Bakist við 120 gráðu hita þar til hluturinn er laus frá plöt- unni (yfir nótt þar til hluturinn er harður viðkomu að neð- an). M Fyrst er búin til beina- grind sem síöan er klædd í föt. Bakað viö 120 gráöur í 10-14 tíma. Viö þennan lága hita er óhætt aö baka alla fylgihluti meö. 78 VIKAN 12.TBL.1994

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.