Menntamál - 01.04.1961, Blaðsíða 32
22
MENNTAMÁL
að því tilskyldu þó, að þarnið hafi við upphaf lestrarnáms
til að bera vissan lágmarks greindarþroska, t. d. 6 ár og
6 mánaða greindaraldur. Um þetta lágmark má deila,
enda vafalaust háð kennsluaðferð og þó einkum líkams-
þreki og tilfinningaþroska barnsins.
1 samræmi við þetta virðist mér, að skynsamlegasta leið-
in sé sú að skilja frá 10—20% barnanna, sem lakastan
þroska hafa við byrjun skólagöngu og fá þeim undirbún-
ingskennslu í sérstökum bekkjum. f þessum skólaþroska-
bekkjum geta verið mörg meðalvel gefin börn og einstaka
með ágæta greind. Hinum hluta barnanna mætti raða af
handahófi í bekkina eða í ákveðnum hlutföllum eftir
frammistöðu á þroskaprófi. Ég skal þó viðurkenna, að
slíkt krefst sérstakrar tækni í kennslu og aðstöðu í skóla-
stofu. Því er hyggilegt að fara varlega í sakirnar fyrst
um sinn. Ef þessi leið væri farin, mætti hugsa sér nýja
röðun við byrjun 10 ára bekkja og helzt líka nýja kenn-
ara, en sérhæfðir kennarar kenndu á stiginu 7—9 ára.
Með þessari skipan myndi væntanlega helzt hægt að
draga nokkuð úr því alltof einhliða ofurkappi, sem for-
eldrar, kennarar og börnin sjálf, leggja á að ná lestrar-
hraða á fyrsta og öðru skólaári eða jafnvel fyrir skóla-
göngu.
Það er sannfæring mín, sem ég get þó ekki rökstutt bein-
línis með þeirri rannsókn, sem hér hefur verið rakin,
að til þessa viðhorfs ásamt tilheyrandi ofnotkun leshraða-
prófa, megi rekja orsakirnar til lestrarörðugleika margra
barna. Og auðvitað verða börnin, sem eru verulega á eftir
með þroska, harðast úti.