Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Page 91

Menntamál - 01.04.1961, Page 91
MENNTAMÁL 81 að mestu við liöfuðskáldin og þá höfunda, sem mestan svip hafa sett á umrætt tímabil, þótt sums staðar kunni val hans að orka tví- mælis, eins og gengur, og margs sé vant, sem æskilegt hefði verið að taka með. Höfuðgalli verksins er hins vegar sá, að greinargerð höf- undar fyrir mörgum af stærri skáldum okkar er svo ágripskennd, að hún er lítið annað en nakin beinagrind nokkurra æviatriða eða þurr upptalning á helztu bókum þeirra. Þannig nefnir liöfundur ekkert kvæði á nafn eftir Grím Thomsen, Steingrím Thorsteinsson og Þor- stein Erlingsson, svo að dæmi sé nefnt. Hins vegar fáum við að vita, að Grímur þótti íhaldssamur með aldrinum og „beitti sér meðal ann- ars gegn styrkveitingum til skálda", og að kvæði Steingríms „eru ekki frumleg og stundum stirðkveðin." Ef unglingar eiga að hafa gaman af að blaða í fræðiritum urn bókmenntir, er nauðsynlegt að gefa höfundunum sjálfum orðið annað veifið, leyfa gneistum að fljúga frá afli skáldanna. Að öðrum kosti er hætt við, að nemendum þyki bókmenntasaga þurr og livim- leiður lestur. Þessa hefur höfundur ekki gætt sem skyldi, og þá sjald- an að ljóðlína eða vísuhelmingur flýtur með, virðist valið tilviljunar- kennt, vegna þess live frásögninni er þröngur stakkur skorinn. Að sumu leyti er þó betur að sagnaskáldunum búið af liendi höfundar, livað tilvitnanir áhrærir. Annar megintilgangur bókarinnar er sá, að vera kennurum að liði við bókmenntalestur með nemendum. Mikið vantar á, að þessu lilut- verki séu gerð viðhlítandi skil, og í mörgum tilvikum bætir bókin litln eða engu við þann fróðleik um liöfunda og bókmenntir, sem kennarar hafa þegar aðgang að í lesbókum og fylgiritum þeirra. Og vorkunnarlaust hefði átt að vera að geta um fæðingarstað allra skáld- anna, úr því að flestra þeirra er getið á þann hátt, og það er einmitt fróðleikur, sem margir láta sig varða. Yfirleitt leynir sér ekki við lestur bókarinnar, að höfundur ltefði getað gert talsvert betur, ef hann hefði skipulagt verk sitt rækilega fyrirfram og leyft sér að vera til muna nákvæmari. Víða verður þess vart, að liann hefur gott auga fyrir skemmtilegum smáatriðum, og framsetning lians er ljós og lipur. Og ekki verður hann heldur með nokkurri sanngirni vænd- ur um verulega hleypidóma af neinu tagi. Það er vanþakklátt verk að kveða upp dóm yfir bókmenntun samtímans, og skal ekki út í það farið, livernig höfundi hefur tek- izt upp þar. En ekki getur það talizt viðkunnanlegt, að nefna aðeins einn af ungu höfundunum, úr því að farið var að geta þeirra á annað borð. Ungu ljóðskáldin eiga þarna engan fulltrúa, og ekkert er minnzt á það, að ritgerðaformið er <>rt vaxandi þáttur í bókmennt- um okkar. Hafa smáritgerðir í knöppu formi (essays) sjaldan verið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.