Menntamál - 01.04.1961, Síða 62
52
MENNTAMÁL
íslendingum er ekki gert auðvelt að verða við þessari
kröfu. Hin mannlegu samskipti færa honum sífellt ný
vandamál. Þrátt fyrir ættarbönd stendur sérhver einn í
viðsjárverðum heimi, sem ógnar eigi veraldlegum gæðum
einum og lífi, heldur einnig innri tilveru mannsins, sóma
hans. Þessi mannlega frumreynsla er kjarni Islendinga-
sagnanna. Örlögin geta, hvenær sem er, gripið inn í, og
menn eiga enga undankomu. — Viðhorfið „engi má sköp-
um renna“ gengur eins og rauður þráður gegn um íslend-
ingasögurnar. En örlögin eru ekki blint afl og mönnun-
um óskiljanlegt, sem þeir hljóti að lúta viðnámslausir og
dáðlausir. Örlögin búa í manninum sjálfum.
Það kemur ljóst fram í sögu Grettis. í sögunni er lögð
áherzla á að sýna þá skapbresti Grettis í bernsku, er baka
honum gæfuleysi: Ójafnað, hvatvísi og hóflausa sóma-
tilfinningu. Hann er einmani, hann getur ekki og vill ekki
semja sig að annarra lögum. Síðar mun mannlegt samfé-
lag loka hann úti. Þessi örlög eru nauðsynleg og óumflýj-
anleg; maðurinn getur ekki knúið hamingjuna til fylgis
við sig. „Sitt er hvort gæfa eða gervileikur", segir í sög-
unni.
Maðurinn er einn andspænis örlögum sínum, af því kem-
ur honum sú ábyrgð að viðurkenna þau og játast undir
þau. Söguhetjurnar vita örlög sín. „Að vera viðbúinn er
allt og sumt,“ segir Hamlet. Það á einnig við um þær. Þetta
er það, sem gæðir þær sinni stórbrotnu hetjulund. Sá,
sem ekki er viðbúinn, fær aumlegan endi; hann týnir lífi
sínu, án þess að vita hvers vegna, eins og þrællinn Glaum-
ur í Grettissögu, sem svaf á verðinum. Þeim, sem viðbú-
inn er, gefur hættan tækifæri til að duga vel og sýna mann-
dóm sinn. Gegn æpandi dauðageig þrælsins teflir sagan
fram hugdirfsku Illuga. Þegar óvinirnir ákváðu að ráða
honum bana, „þá hló hann og mælti svá; „Nú réðu þér þat
af, er mér var nær skapi.“
Hinn sanni manndómur birtist í því, að maðurinn þoli