Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Blaðsíða 90

Menntamál - 01.04.1961, Blaðsíða 90
80 MENNTAMÁL í formála sver Birgir af sér skáldið, náttúrufræðinginn og sagn- fræðinginn. Hann urn það. Hitt er alvarleg staðreynd, að fólki er ískyggilega títt að sverja af sér sinn betra mann. Tízka ræður jafnan miklu um klæðaburð manna og ytra snið, en raunar hið innra einn- ig og eigindir þær, er klæðilegar þykja á liverjum tíma. Með hin- um betra manni á ég við hæfi (hvers) manns til æðstu reynslu, þeirrar reynslu, sem trúlega er flestum kunnugleg í eyrum, ef kölluð er skáldleg, en mun þó bezt auðkennd með itugtiikunum að verða gagn- tekinn eða frá sér numinn. Menn verða gagnteknir af gleði og harmi, fegurð og trú, samkennd með lifendum og liðnum, tign og hrolli. Því mun Birgir liafa ritað bók sína, svo að hvíld varð af, að hann var gagntekinn af landi sínu, að hann gaf sínum betra manni líf í frumstæðum samskiptum við landið, þrátt fyrir alla ytri tækni. ís- lenzk alþýða mun livergi hafa átt fleiri stundir með sínum betra manni en í samskiptunum við landið og sjóinn. Þó að ég biðji forsjónina að vernda alveg sérstaklega allar góðar liækur, sem á kennarapúltin koma, veit ég, að svo má handleika bók Birgis, að hún auðveldi ungum mönnum að finna sinn betra mann og njóta hans með landi sínu. fír. ]. Erlendur Jónsson: ÍSLENZK BÓKMENNl’ASAGA 1750-1950. 70 bls. Ríkisútgáfa námsbóka. 1 haust er leið kont út lijá Ríkisútgáfu námsbóka dálítið kver und- ir titlinum íslenzk liókmenntasaga 1750—1950. Höfundur gerir í formála grein fyrir tilgangi verksins, en hann er sá, að íræða unga nemendur urn íslenzka höfúnda og gera grein íyrir lielztu bók- mennta- og menntastelnum, sem áhrif hafa haft hér á landi. Þörfin fyrir ágrip af íslenzkri bókmenntasögu handa framhalds- skólum er óumdeilanleg, og brýn nauðsyn, að til liennar sé vandað eftir föngum. Ber sízt að lasta áhuga ungs kennara að bæta úr slíkri þörf, þótt stofnað hafi verið til útgáfu þessarar af nokkru fyrirhyggju- leysi. íslenzkar bókmenntir tveggja síðustu alda eru furðu umfangs- miklar, og ekki á læri neins miðlungsmanns að gera þeim viðhlít- andi skil í 70 blaðsíðna kveri, allra sízt þegar drjúgur hluti af rúmi lesmálsins fer undir myndir og eyður. Höfundur gerir virðingarverða tilraun til að sýna santhengið í bókmenntunum með því að gera stutta grein lyrir ríkjandi stefnum hvers tímabils, og er þetta að minni hyggju lielzti kostur bókarinnar. Hann hefur, eins og rétt var í kveri sem þessu, reynt að halda sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.