Menntamál - 01.04.1961, Blaðsíða 58
48 MENNTAMÁL
ann frá smiðjuafli guðanna. Ég hef því í raun réttri verið
að tala við menn en ekki skáld.
Það er á mannsins valdi að varðveita og fullkomna hið
heilaga tæki ljóðsins, tunguna, móðurmálið, og gera það
að verðugum miðli mikilla opinberana. Það er á manns-
ins valdi að efla persónuleika sinn til stórra átaka. Það
er á mannsins valdi að lifa vandamál samtímans með fólk-
inu í kringum sig og flytja skáldinu þaðan tíðindi og boð.
Eitt vorra ungu skálda lét nýlega svo um mælt einmitt
hér á þessum stað: ,,Það er ekki fyrst og fremst spurt um
hjartaþel í skáldskap, heldur sjónskerpuna, skynjunina,
sköpunarmáttinn.“ Víst er það gamalkunnugt dómsorð í
ríki listarinnar að góð meining enga geri stoð. En er það
ekki keppikefli hvers einasta skálds að ná sambandi við
mannssálir og mannshjörtu? Og eigi maðurinn á annað
borð sjónskerpuna, skynjunina, sköpunarmáttinn sem ger-
ir hann að skáldi — er þá ekki hjartaþelið sá rauði þráður
sem bezt leiðir galdur ljóðsins inn í vitund annarra
manna?
Ég veit ekki hvort fámennasta þjóð veraldar er nú orð-
in svo rík að hún telji sig ekki þurfa að binda neinar
sérstakar vonir við þessi átta ungu skáld. En kannski bíð-
ur allur heimurinn eftir ungu skáldi með svo auðmjúkt og
voldugt hjartaþel að himnarnir opnist — ekki fyrir eld-
flaugarvopni, heldur þó ekki væri nema einu litlu ljóði sem
orðið gæti umkomulausasta smælingja hins jarðneska
harmleiks dýrmætari gjöf en öll ríki veraldar og þeirra
dýrð.