Menntamál - 01.04.1961, Blaðsíða 31
MENNTAMÁL
21
Skal og enn fram tekið, að þessi skýrsla gefur ekki rétta
heildarmynd af tilrauninni. Mörgum mikilvægum atrið-
um er alveg sleppt og öðrum þjappað um of saman.
í fyrsta lagi skyldi varast að álíta skólaþroska jafn-
gilda greind eða greindarþroska. Að vísu er vafalaust, svo
sem ljóst er af hárri fylgni milli þroskaprófanna og greind-
arprófsins, að almenn greind, eins og hún er mæld með
greindarprófi, virðist vera snarasti þátturinn í skóla-
þroskanum (þ. e. eins og hann kemur fram á þroskapróf-
unum).
Hitt er jafnvíst, að innihald prófanna og þó einkum
gjörólíkar aðstæður, er þau eru lögð fyrir, valda því, að
þau reyna á mjög mismunandi þætti hjá barninu og með
ólíkum hætti. Einkum verkar félagsþroski eða vanþroski
sterkt á frammistöðu barns á þroskaprófi, sem er hóppróf,
en þessa gætir miklu minna við einstaklingspróf.
Fylgni lestrareinkunna við þroskapróf var heldur lág,
frá 0.44 upp í 0.56. Ég hef tilhneigingu til að túlka þessa
fremur lágu fylgni á þann veg, að röðun í bekki fyrstu
skólaárin sé ekki ýkja mikilvæg, jafnvel ekki heppileg.
Fylgnitalan milli lesturs og greindarprófs í Kópavogi var
jafnvel enn lægri og styrkir framangreinda ályktun.
Fylgni við reikning var að vísu nokkru hærri við vorpróf
í 8 ára bekkjum.
Ef eingöngu er litið á Kópavogssafnið, virðist mega
álykta, að miðað við árangur í lestrarhraða og reikningi
tvö fyrstu skólaárin, þá hafi greindarprófið, litið á öll
börnin sem heild, ekki reynzt hóti betri mælikvarði til
forsagnar en þroskaprófið. Þó er ég sannfærður um, og
mun sjálfsagt unnt að sanna síðar, að einstaklingsprófið
sýndi með miklu meiri nákvæmni raunverulega greind
barnanna eins og hún birtist í orðskilningi og hæfni þeirra
til sértækrar hugsunar.
Að sinni mun ég því hallast að þeirri skoðun, að árang-
ur við lestrarnám sé að allverulegu leyti óháður greind,