Menntamál - 01.04.1961, Side 61
MENNTAMÁL
51
eðli uppeldisins: Það hlýtur að vera fólgið í því að koma
vaxandi ungmenni í snertingu við innsta kjarna lífs og
tilveru . . . Og prófsteinn uppeldisins er hæfi einstaklings-
ins til þess að skipa svo lífi sínu, að sann-mannlegur kjarni
þess verði veruleiki í einstaklingslegri tilveru hans. .. .
En einn saman verður maðurinn að ná þessu markmiði,
og fer það eftir viljastyrk hans og þreki, hvort honum
auðnast það.
Uppeldisáhrif íslendingasagna.
Efni íslendingasagna er margs konar og mislitir atburð-
ir úr lífi íslenzkra bænda. Sagan dregur upp mynd af dag-
legu lífi þeirra, sem þó er viðburðaríkt og spennandi. En
sú mynd er þó ekki eftirlíking ein, kerfisbundið leiðir hún
fram hinn mikla fjölda ólíkra atburða, og beinist allt að
einni meginspurningu: Með hverjum manndómi tekur ein-
staklingurinn kjörum sínum?
Þessir atburðir steðja að sérhverjum manni frá því
umhverfi, sem honum er fengið; þeir þurfa hvorki að vera
óvenjulegir né hrikalegir. Sagan kann einnig sín meistara-
tök á örlögum í litlu broti, þar sem ekki er krafizt stórra
dáða. Dæmi um örlög í dáðum og hversdagslífi er sagan af
Auði djúpúðgu. Sagan segir frá því, er hún flytzt með
allri fjölskyldu sinni frá Noregi til Skotlands. Þar missir
hún mann sinn, föður og son. Hún tekur á sig ábyrgð á
skyldmönnum sínum og fylgdarliði og siglir með það til
Islands. Hún annast börn sín og allt sitt fólk. 1 brúðkaupi
yngsta sonar síns fagnar hún gestunum, og hafa menn
orð á því, hve virðuleg hún enn sé, þrátt fyrir háan ald-
ur. Daginn eftir finnur sonur hennar hana sitjandi 1 rúmi
sínu, látna. „Þótti mönnum mikils um vert, hversu Auður
hafði haldið virðingu sinni til dauðadags."
Manndómurinn er í því fólginn að taka kjörum sínum
af heilum vilja og halda virðingu sinni.