Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Blaðsíða 47

Menntamál - 01.04.1961, Blaðsíða 47
MENNTAMAL 37 hvernig á nútímaljóð að vera til þess að geta talizt full- gild list? Ekki þarf lengi um að skyggnast til þess að sjá að aft- ur muni bera að sama brunni. Tvö gerólík sjónarmið blasa þegar við: annarsvegar hugmyndaheimur kapítal- ismans, hinsvegar hugmyndaheimur sósíalismans. Auðvit- að finnast ýmiskonar tilbrigði nútímaljóðagerðar beggja megin járntjaldsins svokallaða og margvísleg áhrif smjúga í gegnum það á báða bóga. Eigi að síður er auðsætt hversu mjög búningur og þó ennþá fremur efni ljóðsins ákvarðast af þeim mótstríðandi lífsstefnum sem einkenna þessi tvö áhrifasvæði. Alkunn er sú ásökun vestrænna borgara að sameignar- skipulagið hafi gert hverskonar list, þar á meðal ljóða- gerðina, að ófrjálsri tilgangslist í þágu allsráðandi ríkis- valds. Ráðstjórnarmenn svara með þeirri fullyrðingu að borgararnir föndri æ meir við úrkynjaða og stefnulausa einangrunarlist í skugga allsráðandi auðhringavalds. Enda þótt nokkuð kunni að vera til í hvorritveggja þessara stað- hæfinga mun málið ekki vera eins einfalt og hinir kapps- fullu keppinautar vilja vera láta. Víkjum fyrst að austrinu. Eindregin tilgangslist er svo sem ekki neitt nýtt fyrirbæri undir sólinni. Hún hefur þvert á móti verið meginþátturinn í list allra alda. Hitt er einnig gömul saga mannlegs veikleika að skáld hafi lagað búning eða efni ljóða sinna eftir stundarkröfum auðs og valds. Ekki þarf annað en minna á margfræga þjónustu þeirra við konunga og kirkjuhöfðingja liðinna tíma. En hver er svo kominn til að segja að öll þessi skáld hafi einatt kveðið sér þvert um hug? Flest þeirra hafa vafalaust verið sannfærð um réttmæti og nauðsyn þess valds sem þeir lofuðu og lutu, þegar þeir skoðuðu það 1 ljósi síns tíma. Það er því næsta hæpin fullyrðing að öll skáld í heimi sósíalismans séu kúguð til að yrkja í anda valdhafanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.