Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 2
SKAMMDEGISMINNINGAR
Nokkrar ánægjulegustu minningar frá bernsku minni
eru frá skammdeginu, eða nánar sagt frá tímanum milli
veturnótta og jóla. Ekki var það þó fyrir þá sök, að
mér sé eða hafi verið myrkur og kuldi vetrarins sér-
staklega kært. Flestum oss íslendingum er í blóð bor-
inn uggur við myrkur og kulda. En þó að skamm-
degisdagarnir séu stuttir, og sólin sjáist oft ekki tím-
unum saman, þá á skammdegið samt sína heillandi töfra,
sem engin önnur árstíð veitir. Aldrei skína stjörnurnar
bjartar á heiðum himni, og aldrei er dans norðurljós-
anna glæstari, hvorki í litum né hreyfingum. En samt
var það ekki töfraspil þeirra náttúruundra, sem gaf
skammdeginu líf og lit í hugskoti sveitadrengs í gamla
daga, hvorki mínu né annarra. Nei, megintöfrar skamm-
degisins voru kvöldvökurnar. Til þeirra var hlakkað
allt haustið, þær voru sá eldur, sem ornaði huganum,
og hæfilegur undirbúningur að fagnaði jólanna, en með
jólum þótti mér ætíð sem skammdegið væri þrotið, og
hvernig sem það var, tóku kvöldvökurnar einnig að
fjara út með hækkandi sól útmánaða.
Þegar vetur var fyllilega genginn í garð, og fé kom-
ið í hús að mestu eða öllu leyti, hófust kvöldvökurnar.
Stundum var það með veturnóttum, stundum eilítið
fyrr eða seinna. Dagarnir voru þá tilbreytingarlitlir.
Piltar unnu úti við að gegningum og stúlkur ýmis
heimilisstörf. Hið litla samfélag heimilisins var þá
sundrað. En að loknum útistörfum, er fjármenn voru
komnir inn, safnaðist allt heimafólkið í baðstofuna.
Framan af deginum var hún köld og skuggsýn, en nú
fylltist hún brátt birtu og yl. Ef til vill var ofurlítill
rökkurblundur eins konar hljóður forleikur kvöldvök-
unnar. Sú stund var að vísu ekki alltaf ánægjuleg fyrir
óstýrilátan drenghnokka, en stundum var það einhver,
sem vakti og sagði sögu af Móra eða Skottu eða ein-
hverjum meinlausari kindum, og þá var rökkrið ekki
lengi að líða. Og svo kom hin langþráða stund, að Ijós-
ið var kveikt og kvöldvakan hófst. Ekki held ég að ég
hafi síðar á ævinni orðið hrifnari af skrautlýsingum
eða ljósadýrð stórborganna, en ég varð af 10 lína olíu-
lampanum í baðstofunni heima. En það var ekki ljósið
eitt, sem gladdi. Alhr settust nú upp og tóku til við
vinnu sína. Sem mestu af söluprjónlesi varð að koma
upp fyrir jólin. Á hverju rúmi var táið, kembt, prjón-
að eða jafnvel spunnið, ef rokkarnir voru ekki alltof
hávaðasamir. En við ljósið sat lesarinn og las hátt fyrir
allt fólkið, og hans starf skapaði meginunað kvöldvök-
unnar.
Og hvað var lesið? í stuttu máli sagt, allt, sem til
náðist íslenzkra bóka. Sögur og Ijóð íslenzku skáld-
anna, þýddar skáldsögur, fornritin, tímaritin Eimreið-
in og Skírnir, Alþingistíðindin að ógleymdum viku-
blöðunum, Isafold og Lögréttu, svo að eitthvað sé
nefnt. Ymsar þessara bóka voru lesnar vetur eftir vet-
ur, þegar ekkert var til nýtt, t. d. sögur þeirra Einars
Kvarans og Jóns Trausta, Njála, Sögur herlæknisins og
margt fleira. Og stundum voru rímur kveðnar til há-
tíðabrigða. En í raun og veru var ekki aðalatriðið,
hversu margt eða mikið var lesið heldur hversu vel var
lesið eða hlustað. Þótt kambarnir svörruðu, rokkarnir
þytu og prjónarnir tifuðu var hlustað opnum eyrum,
jafnframt því sem verkið gekk hraðar og betur en ella.
Þreytan lét ekki á sér bæra, og svefninn flýði út í
fremsta skot fyrir hinu lesna orði. Og þegar lesarinn
tók sér stutta hvíld, til að væta kverkarnar með blöndu-
sopa eða mjólkurlögg, var tíminn notaður til að ræða
efnið, dæma viðbrögð söguhetjanna og spá í eyðurnar
og framtíðina, eða rifja upp vísuorð og heil erindi, sem
einkum höfðu snortið hugann. Og ekki sízt voru um-
ræðurnar fjörugar eftir lestur blaðanna með allar
fréttirnar utan úr þeim stóra heimi. Þær voru að vísu
oft nokkurra vikna gamlar eða eldri, en nýjar í eyrum
sveitafólks úti á fslandi. Ekki vil ég halda því fram, að
dómarnir um menn og málefni hafi alltaf verið reistir
á réttum skilningi á bókmenntum og stjórnmálavið-
horfum. En allt um það höfðu umræðurnar um hið
lesna efni gildi, sem ekki verður ofmetið. Þær kenndu
fólkinu að hlusta og tileinka sér hið lesna efni, svo að
hver og einn mætti leggja sitt orð í belg. Lesturinn og
samtölin víkkuðu sjóndeildarhringinn, skerptu skiln-
inginn, og gerðu þá þekkingarmola, sem fá mátti úr
fáskrúðugum bókakosti að frjósamri eign andans. Og
það hygg ég, að þá hafi margt sveitafólk vitað nánari
deili á mönnum og atburðum úti um heim, og skapað
sér á þeim fullkomnari skoðanir en nú gerist um aílan
þorra manna, þótt útvarp og dagblöð fylli þá tíðind-
um daglega eða oft á dag. Tíðarandinn með hraða sín-
um og yfirborðshætti er þar að verki, og mestu veldur
þó ef til vill sú ofgnótt efnis og áróðurs, sem yfir oss
er hellt. Stóru atburðirnir drukkna nú alltof oft í
smámunum.
En kvöldvökurnar gerðu fleira en veita fróðleik
inn í hugi fólksins. Þær sköpuðu einingu hugans, og
402 Heima er bezt