Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 6
hægt að ætlast til þess að andlegt líf þróaðist í slíku
umhverfi. En var það ekki hlutverk hans að opna söfn-
uðinum víðari sjóndeildarhring, færa honum ofurlítinn
geisla af Guðs dýrð eins og hún birtist í lífinu og nátt-
úrunni. Aldrei hafði hann fundið til vanmáttar síns
eins og nú, þegar hann renndi augunum fram eftir
skuggsýnni kirkjunni. Augu hans voru tekin að venj-
ast myrkrinu, svo að hann skynjaði nekt hennar og
nöturleika. Hversu ólík var hún ekki kirkju æsku-
drauma hans. Frá barnæsku hafði hann dreymt vöku-
drauma um sjálfan sig í prédikunarstól í háreistri,
glæsilegri kirkju þar sem hann hrifi söfnuðinn með
trúarhita og andagift. En sýndi ekki kirkjan honum
mynd þess, hvernig hann hafði sjálfur reynzt?
En þó að kirkjan á Völlum væri lítil og ósjáleg átti
hún samt einn grip, sem með ágætum var talinn. Það
var klukka stærri og hljómmeiri en almennt gerðist.
Sagt var að hún væri úr kaþólskum sið, og væri gædd
einhverjum töframætti. Þegar síra Steinar gekk fram
eftir kirkjunni varð honum litið á klukkurnar, sem
héngu yfir dyrunum.
Skyndilega greip hann löngun til að hringja þeim.
Hann hafði ekki gripið í klukkustreng síðan hann var
drengur og kom í heimsókn á prestssetrið, og hann og
sonur prestsins fundu upp á því að ólmast í kirkju-
klukkunum og fengu snuprur fyrir. En hljómarnir frá
þeirri hringingu höfðu aldrei yfirgefið hann til fulls.
Eins og ósjálfrátt greip hann nú í strenginn og skær og
þungur hljómur stóru klukkunnar kvað við. Honum
varð hálf bilt við og hætti í bili. Hvað mundi fólkið
segja nú. Presturinn kominn út í ltirkju í vitlausu veðri
og farinn að hamast í klukkunum. Það mundi áreiðan-
lega telja hann eitthvað ruglaðan. En hann lét sér á
sama standa. Innri þörf knúði hann til að halda áfram.
Hann fann að við klukknahljóminn létti smám saman
byrðinni af huga hans. Hann gleymdi öllu, nema hljóm-
fallinu og hringdi án afláts, rétt eins og honum væri
stjórnað af ósýnilegu afli. Eftir drykklanga stund var
sem hann vaknaði af dvala. Hann sleppti strengnum,
batt hann fastan og hraðaði sér inn í bæinn.
Naumast hafði síra Steinar hreinsað af sér snjóinn í
bæjardyrunum, þegar þrjú þung högg voru barin í
þilið. Hann þreif hurðina opna, og tveir menn næstum
því féllu í fang hans um leið. Það voru þeir Páll í Seli.
Þegar síra Steinn hafði heyrt sögu þeirra og var aft-
ur kominn í ró inni í stofu sinni var sem blæju væri
svift frá augum hans. Honum varð ljóst, að einhver
ósýnilegur kraftur hafði stjórnað því, að hann færi út
í kirkju og tæki að hringja klukkunum. Honum létti
ósegjanlega, hann fann að hann stóð ekki lengur einn.
Eins og æðri máttarvöld gátu notað hann til þess að
bjarga mannslífum úr heljar greipum myndu þau
einnig geta stutt hann í hlutverki sínu að leiða söfnuð-
inn og vekja. Hann tók til við ræðugerð að nýju, og
hann lagðist til svefns með þá bæn á vörum, að hann
fengi talað yfir fullu húsi á Jóladaginn.
Jóladagsmorguninn rann upp heiður og fagur. Allt
landið var sveipað fannablæju eftir stórhríðina, en yfir
hinni endalausu hvítu hvelfdist blár og heiður himinn,
og veikir geislar skammdegissólarinnar slógu roða á
efstu tinda.
Allt í kringum kirkjustaðinn á Völlum sáust dökkir
dílar á hreyfingu á snæbreiðunni, allir stefndu þeir að
sama marki, heim á staðinn. Á hlaðinu mættust menn,
heilsuðust, buðu hverjir öðrum gleðileg jól, og leituðu
síðan í húsaskjól, til að hafa plaggaskipti og laga sig til
áður en gengið væri í kirkju. í bæjardyrum og göng-
um var fullt af fólki, og hvarvetna heyrðust hvískur,
kveðjur og kossasmellir, þegar kvenfólkið var að heils-
ast. Fréttin um björgun þeirra Páls barst frá manni til
manns, og það var ekki laust við að sumum fyndist
presturinn standa í nýju ljósi. Var ekki hugsanlegt að
hann stæði í sambandi við duldar máttarverur, var ekki
björgun mannanna eitthvað í átt við kraftaverk? Þess-
ar voru spurningarnar, sem ýmsir lögðu fyrir sig, með-
an þeir voru að búast í kirkjuna.
Síra Steinar heilsaði fólkinu og leit yfir hópinn með
ánægjusvip. Svona margt fólk hafði aldrei fyrr komið
í kirkju til hans. Kannske yrði hann einnig bænheyrður
í því, að hann mætti verða því að liði. Og þó að kirkj-
an væri skuggsýn og hrímuð innan fannst honum hún
nú í fyrsta sinni bæði björt og hlý.
Fyrst eftir að síra Steinar kom upp í prédikunar-
stólinn var hann dálítið hikandi og skjálfraddaður, en
er leið á ræðuna sótti hann í sig veðrið og flutti mál
sitt af þeim hita og þrótti, sem sá einn gerir, er valdið
hefur.
Eftir að hann hafði farið nokkrum orðum um hinn
sígilda fagnaðarboðskap jólanna, sneri hann máli sínu
að þeim atburði, er klukknahljóðið barg lífi mannanna
tveggja, sem áttavilltir voru og örmagna í hríðarbyl
úti á ísköldu skammdegishjarninu. En eins og þeir
hefðu farið villur vegar, svo færu einstaklingar, heil
byggðarlög og jafnvel heil þjóðfélög, að þau villtust
út á eyðihjarn trúleysisins í blindbyl efnishyggju,
ágirndar og mannlegs hroka. Öll leiðarmerki væru
þeim glötuð, en fyrr eða síðar rækju þeir sig á að kraft-
arnir væru á þrotum, og ekkert framundan nema auðn-
in tóm eða það, sem verra væri. Þá væri einungis eitt
sem bjargað gæti, jólaboðskapurinn og fyrirheit hans.
Hann væri í senn sá klukknahljómur, er vísaði oss leið-
ina og það fyrirheit, að yfir oss væri vakað af guð-
legri náð og forsjón. Hann lýsti því sem sannfæringu
sinni, að andlegar verndarvættir hefðu stjórnað sér, er
hann fór að hringja klukkunum á Þorláksmessukvöld.
Ef til vill hefðu það verið framliðnir vinir, ef til vill
englar guðs. En hverjir, sem þar hefðu verið að verki,
væri það óbrigðult tákn um æðri handleiðslu. En um
leið væri á það bent, að söfnuðurinn væri í þann veg-
inn að verða úti í heljarmyrkri vantrúarinnar, sem grip-
ið hefði þjóðina alla. Hún væri stungin svefnþorni
kæruleysisins og beindi sjónum sínum einungis til jarð-
(Framhald á bls. 418.)
406 Heima er bezt