Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 15
ust ]oks til hvíldar eftir erfiðan en skemmtilegan dag. Bára hrekkur upp af værum svefni er klukkan í svefn- herberginu slær þrjú. Hún rís upp við olnboga og lit- ast um. Hún sér að glaða tunglsljós er úti, því fullur máninn sendir geisla sína inn um svefnherbergisglugg- ann og skinu þeir nú á andlit hennar. Þær Þura og Dísa sofa enn værum svefni. Líklega er bezt að sofna ekki aftur hugsar hún og til þess að vera örugg um að svo verði ekki fer hún að tína utan á sig fötin, en fer að öllu rólega til þess að raska ekki svefnró þeirra Þuru og Dísu. Tíminn líkur, klukkan slær hálffjögur og loks á hún aðeins eftir fjórðung stundar í fjögur. Skyldi eng- inn ætla að vakna, hugsar Bára. Ætii sjálfur húsbóndinn ætli ekki einu sinni að vakna, en því var hún vön að hann færi fyrstur á fætur og vekti vinnufólk sitt þann- ig, að hann bankaði allfast á hurðirnar á svefnherbergj- um þeirra. Gaman væri nú að gera húsbóndanum rúm- rusk, hugsar Bára og launa honum þannig „lambið gráa“. Og Bára ákveður að framkvæma þessa hugsun sína. Hún vekur þær Þuru og Dísu, en gengur svo út úr herberginu. Léttum skrefum gengur hún að svefnher- bergisdyrum þeirra hjóna og tekur varlega í hurðar- húninn til þess að vita hvort hurðin sé læst, en svo er ekki. Opnar hún þá hurðina mjög hljóðlega og læðist inn i herbergið. Hjónin eru í fastasvefni. Bára gengur hægt að rúminu, en þrífur síðan til Árna og hristir hann til og segir: „Mál er að vakna, húsbóndi góður. Klukk- an er að verða fjögur.“ Ámi og þau hjón bæði hrökkva upp með andfælum og Árni rís upp við dogg í rúminu og nýr stírurnar úr augunum. O Bára brosir og horfir á hinn ráðvillta mann og segir: „Mál að komast á fætur, húsbóndi góður, og komast að verki, ef ná á öllu heyinu heim í dag.“ „Hver er þetta eiginlega?“ segir Ámi og starir á Báru. „Ha, Bára!“ hálfhrópar hann. „Ekki nema það þó, Bára komin inn í hjónahcrbergi og vekur húsbónda sinn. Aldrei á ævi minni hefur mér verið gerð þvílík skömm.“ „Já, húsbóndi minn, þú áttir þetta hjá mér, síðan þú vaktir mig, svo þetta er kaup kaups og við því kvitt. Eg var þó ekki svo fátæk að ég gæti ekki greitt þér þessa skuldina,“ segir Bára um leið og hún gengur út úr her- berginu. „Hvernig lízt þér á, kona?“ segir Árni við Ingunni. „Kaupakonan að vekja sjálfan húsbóndann. Sú þykir mér vera nokkuð djörf. Eg held bara að það hljóti að vera eitthvað varið í þessa stelpu.“ „Þetta var sannarlega gott á þig, góði minn, og lag- lega gert hjá Báru,“ segir Ingunn og skellihlær, en Árni hefur snör handtök við að klæða sig og skundar út. Er hann kemur út á hlaðið, þá sér hann að þau Jón og Bára eru að enda við að leggja reiðingana á hrossin. Reiðinga hafa þau lagt á níu hross, en hnakk á tvö. Árni gengur til þeirra og er eins og hann sé hálfskömm- ustulegur á svip. Hann sér að Bára lítur glottandi til hans, en hann læst ekki verða þess var, en segir: „Hvernig er það annars með ykkur. Sváfuð þið ekki neitt?“ „Ja, jú jú, húsbóndi góður, við sváfum alveg ljóm- andi vel. En það dugar ekki að sofa yfir sig, þegar mik- ið þarf að gera. Eða er það annars ekki rétt? ‘ segir Bára og lítur brosandi á Árna. „Eitthvað mun vera til í því, stúlka mín,“ anzar Árni og er málrómur hans dálítið kuldalegur. „En þið skul- uð nú fá ykkur einhverja hressingu áður en þið byrjið að binda.“ Er fólkið hafði matazt skipar Árni því til verks: „Þið farið fjögur og bindið úr stóra mónum og fitinni, Það er bezt að það séuð þið Dísa, Stína, Kári og Gestur. Stjáni getur flutt frá ykkur á sex hestum. Þið Jón og Bára bindið af stóru grundinni og utan af brekkunum og Hulda dóttir mín flytur frá ykkur á þrem hestum. Karl kaupamaður hjálpar mér við að leysa, en þú, Þura mín, mátt sofa fram að mjöltun, þú ert elzt af okkur og því er ekki nema sanngjarnt að þú fáir að hvíla þig lengst, en er þú hefur lokið við að mjalta kýrnar, þá kemur þú til okkar Karls og hjálpar okkur við að losa baggana úr reipunum.“ Þura lítur þakklátum augum til húsbónda síns og gengur til hvílu sinnar, en þau Bára og Jón líta hissa hvort á annað, því þau höfðu alls ekki búizt við því að þeim yrði skipað saman til verks. Árni tekur eftir augnatillitum þeirra og brosir í laumi. Þau Jón og Bára leiðast niður á stóru grundina. Það er heiðskír himinn og glampandi tunglskin og örlítið frostkul við rót. „Finnst þér ekki eitthvað dálítið rómantískt við þetta veður og þessa stund?“ spyr Bára og tekur þéttara í hönd ástvinar síns. „Jú, vina mín, óneitanlega finnst mér það og mér finnst þessi rómantík vera fyrirboði þess að við þurfum ekki að óttast skerðingu á hamingju okkar, þótt stund raunsæisins rynni nú upp.“ Jón segir þetta glaðlega og lítur brosandi á ástvinu sína. „Finnst þér það ekki skrítið, að pabbi þinn skyldi láta okkur vera saman við bindinginn? Því átti ég sannar- lega ekki von á. Ég var svo hrædd um að ég yrði látin binda með honum Kára, og svo hélt ég líka að pabbi þinn væri mér reiður af því ég gerðist svo djörf að vekja hann,“ segir Bára og horfir spurnaraugum á Jón. „Nei, Bára mín, pabbi mun ekki vera reiður við þig vegna þess að þú vaktir hann, heldur er ég viss um að þú hefur vaxið í áliti hjá honum fyrir það, því svona lagað líkar pabba gamla. Satt að segja var ég nú líka tals- vert hissa, er hann sagði okkur að vera saman við bind- inginn, en ég skil það á þann hátt, að hann sé búinn að taka þig í sátt, vina mín, og það held ég að við megum þakka henni mömmu, því ég er viss um að hún er búin að tala við hann pabba gamla. Þess vegna held ég að við þurfum ekki lengur að bera kvíðboga fyrir framtíð- Heima er bezt 415

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.