Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 23
þarna sem jafnoki kaupmannsins. Útgerðarmaður Nú fyrst
skildi hann það orð. Jafnvel Eysteinn grön taldi sig eiga all-
mikið undir fyrirtæki hans. Hann leit í kring um sig og á
búðarvarninginn, djarfmannlegar, en hann átti vanda til, á
kvensokka, hárnælur, kamba, allt sem þarna var að líta og
svo hugkvæmdist honum að kalla inn í heyrnarpípuna:
— Æði-slatta bæri nú trillan mín af svona dóti.
— Það verður nú reynt, svaraði kaupmaðurinn. Nú eyk ég
verzlunina með vorinu. Er það ekki annars eitthvað, sem þú
ætlar að kaupa núna?
Ónei, ekki var það nú. Og Gunnar hálfskammast sín fyrir
tilsvarið, þvi hann man ofurvel, að hann hefur varla tekið
svo mikið sem einn einasta öngul í þessari nýju verzlun þorps-
ins. Því má hann víst til með að breyta.
— Það er nú líka helzt fyrir kvenfólk þetta dót, sem ég hef,
segir kaupmaðurinn brosandi. Konan þin hefur víst keypt hér
eitthvert lítilræði. Látum okkur nú sjá. Hann opnaði púltið,
blaðaði þar í pappírum og kom að lokum með reikning, sem
hann rétti Gunnari. Þú borgar þetta við hentugleika. Eg er
ekki smeykur við að eiga hjá þér nokkrar krónur.
Gunnar stakk blaðinu í vasann, dálítið upp með sér að síð-
ustu orðum kaupmannsins, kvaddi og fór. Hann gleymdi þess-
um reikningi í vasa sínum nokkra daga.
Mika Waltari:
Úr bókinni
FÖRUSVEINNINN II
Þess gerist ekki þörf að segja meira af erfiðleikum mínum
á leiðinni til hersins, en ótíð tók aftur við, og ég varð að sofa
í tjaldi janitsjaranna og skalf þar af kulda og bleytu eftir hrá-
kalda rigningu dagsins. Allir vegir voru fullir af fótgöngu-
liði, hestliði og úlfaldaliði á ferð til Filippopel, og allir bónda-
bæir svo þéttsetnir, að ekki var viðlit að fá gistingu neins
staðar. Ég botna eiginlega ekkert í því, að ég, sem nú var orð-
inn vanur hóglífi, að kalla, skyldi ekki veikjast af áreynslu og
hrakningi þessarar ferðar.
Ekki verður það af onbasjinum haft, að hann lét menn
sína sinna mér eins vel og við varð komið. Þeir matreiddu
handa mér, þurrkuðu af mér fötin, og það leið ekki á löngu
áður en ég var tekinn að dást að þeim aga sem í riðli þessum
ríkti. Dátarnir, sem hertir voru af ævilöngu uppeldi til her-
ferða og margítrekaðri þátttöku í herferðum, höfðu tinnu-
heilsu, og það var eins og þetta þrotlausa regn og leirvelling-
ur hinna botnlausu vega kæmi varla við þá. Svo var að sjá
sem þeir settu sóma sinn í að þola möglunarlaust hvað sem
væri, og ekki settu þeir fyrir sig að krjúpa niður i svaðið og
fleygja sér þar flötum til að geta innt af hendi allar fimm
bænir dagsins.
Mest furðaði mig á því, hvað þessir grimmu janitsjarar
voru tillitssamir við bændurna. í því efni gerðu þeir engan
mun á tyrkja, grikkja né búlgara, ríkum né fátækum. Aldrei
þrefuðu þeir um verð við bændurna, börðu þá aldrei, rændu
þá hvorki né stálu frá þeim né rifu niður hús þeirra til að
afla sér eldsneytis. Þeir kveiktu ekki í heyjum þeirra né korn-
stökkum, nauðguðu ekki kvenfólki þeirra né sýndu þeim yfir-
leitt neitt af þeim yfirgangi sem sjálfsagður þótti af hálfu her-
manna í kristnu löndunum. Onmasj minn greiddi bændum
þvert á móti allt sem hann þáði af þeim, samkvæmt taxta sem
seraskinn sjálfur hafði samið.
Ég geri ekki ráð fyrir að það veki undrun, þó að ég hafi
haft orð á því við onbasjinn að mér væri ekki ljóst hvaða
ánægju fátækur hermaður gæti haft af svona lagaðri herferð,
þar sem ekki væri leyfð nein saklaus skemmtun í tómstundum.
Onbasjinn hughreysti mig með því að fullvissa mig um, að
þetta gerbreyttist allt þegar komið væri á yfirráðasvæði Van-
trúarmanna; þar mættu hermennirnir ræna og spilla eins og
þeir hefðu frekast lyst á, því það væri Allah einmitt velþókn-
anlegt.
Mikill vöxtur var í öllum ám og voru sum vöðin illfær.
Bændur fullyrtu að í manna minnum hefði ekki verið svo úr-
fellasamt vor; árnar flæddu yfir akrana þeirra og væri ekki
sjáanlegt hvernig kom ætti að geta sprottið upp úr þeim á
þessu ári; hungursneyð hlyti að koma yfir landið.
Mér varð þungt í skapi við umsagnir bænda, en onbasjinn
hló við háðslega og sagðist enn ekki hafa rekizt á bónda sem
ekki kynni að berja sér.
Þegar við svo loksins vorum komnir í nánd við borgina
Filippopel og ég sá það af láglendinu, sem upp úr stóð yfir-
rennslinu, alþakið herbúðum ásamt hermönnum, hestum,
úlföldum, vistum, nautgripum, kallaði ég undrandi upp yfir
mig: „Ég þarf ekki að ýkja til að geta fullyrt, að marga furðu-
lega hluti hafi ég séð í henni Veröld, en svona stórkostlegar
herbúðir hef ég áreiðanlega aldrei séð áður á minni lífsfæddri
ævi. Ég skal ábyrgjast, að hér eru að minnsta kosti hundrað
þúsund manns og jafnmargt af skepnum."
Hafsteinn Sigurbjamarson:
Úr bókinni
ÖRLAGASTUNDIN
Fegurðardrottning íslands, Ásdis Guðmundsdóttir, borin
og barnfædd í Reykjavík, var að enda við að spenna að sér
beltið, er flugvélin hóf sig upp af flugvelli í London, og veitti
Heima er bezt e. 423