Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 24
því enga athygli, að til hliðar við hana sat maður, er virtist
ekki ætla að hafa af henni augun. Maður þessi var líka Reyk-
víkingur og hét Vilhjálmur Finnsson, nýútskrifaður lögfræð-
ingur. Þegar Ásdís leit frá því sem hún var að gera, mættust
augu þeirra, og varð Vilhjálmur fyrri til að ávarpa samborg-
ara sinn og sagði:
„Er sem mér sýnist, að við hlið mér sitji fegurðardrottning
íslands, Ásdís Guðmundsdóttir?"
„Já, ætli ekki það,“ sagði Ásdís yfirlætislaust.
Þau heilsuðust. Vilhjálmur, sem var heldur lítill maður og
rindilslega vaxinn, en ekki ósnotur í andliti, rétti úr sér í
sætinu og gerði sig svo breiðan sem hann gat og sagði:
„Ja, þetta var óvænt happ, að fá að sitja við hlið þér alla
leið til íslands. Ég var farinn að sárkvíða ferðinni og taldi
eins víst að ég yrði ekki með neinum sem ég þekkti.“
Ásdís brosti og sagði: „Það er nú ekki eins og þessi ferð
taki mjög langan tíma, ef allt gengur vel.“
Vilhjálmur sneri upp á skegghýjung, er hann var að láta
sér vaxa á efri vör, og sagði:
„Ef manni leiðist, að ég tali nú ekki um ef maður er nú
líka hræddur við að fljúga, finnst manni tíminn langur, þó
að liann sé það ekki. En hafi maður fagra stúlku sér við hlið,
gleymir maður tímanum og líka verður minna úr hræðsl-
unni.“
„Áttu það alveg víst að svo sé undir öllum kringumstæð-
um?“ spurði Ásdís.
Vilhjálmur yppti öxlum og stamaði um leið og hann svar-
aði:
„Jæja, mér líður alltaf vel í návist fagurra kvenna."
„Það sem fagurt finnst í dag, fordæmt er á morgun,“ sagði
Ásdís og spurði: „Á þessi vísuhending ekki vel við suma karl-
rnenn?"
Vilhjálmur var nýskilinn við konu og tók þetta til sín og
sagði:
„Heldurðu, að þér takist að stríða mér nú eins og þegar
við vorum í barnaskóla saman? Við skulum heldur snúa okk-
ur að daglegu viðburðunum varðandi þig sjálfa nú að undan-
förnu. Hvernig skemmtirðu þér í ferðinni?"
„Alveg dásamlega," svaraði Ásdis.
„Það hefur hlotið að fá nokkuð á þig að verða ekki sú út-
valda eftir allar myndatökurnar og lofið í blöðunum," sagði
Vilhjálmur og hugði sig launa sneiðina sem hann taldi sig
hafa fengið með vísupartinum.
Ásdís brosti og sagði: „Sei-sei nei! Það urðu mér engin von-
brigði. Mót vilja mínum, en til að þóknast öðrum, fór ég í
þessa fegurðarsamkeppni í Tívolí og gerði mér engar vonir.
Út fór ég svo af löngun til að sjá og reyna fleira, en ekki af
því að ég gerði mér vonir um þessa miklu nafnbót. Mynda-
tökurnar og hrósið í blöðunum steig mér ekki til höfuðs; ég
leit á þá, sem að því stóðu, eins og aðra fréttasnápa, sem eru
að finna sér til eitt og annað til að belgja út blöðin sín með
og gera þau útgengilegri."
Vilhjálmur hló og sagði: „Þetta eru nú bara hreystisvör sem
hver skynsöm stúlka hefði gripið til þegar svona var komið."
Ásdís brosti og sagði: „Það má hver halda um það sem
hann vill.“
Vilhjálmur taldi sig hafa hlaupið á sig og sagði:
„Segðu mér: Hvað hyggztu fyrir þegar þú kemur heim?“
Ásdís svaraði: „Ég verð áfram í Grímsbúð nú fyrst um sinn
og byrja þegar á morgun."
Ármann Er. Einarsson:
Úr bókinni
ÓU OG MAGGI
Óli vissi ekki, hvort hann hafði sofnað. Skyndilega var
hann glaðvakandi. Hann heyrði fótatak og mannamál fyrir
utan hlöðuna.
Óli bærði ekki á sér og hlustaði. Fótatakið færðist nær, og
nú sá hann skugga af tveimur mönnum bregða fyrir. í næstu
andrá birtust náungarnir í hlöðugatinu og skyggndust inn.
Þetta virtust vera komungir menn, annar langur og mjór, en
hinn stuttur. Báðir vora harla úfnir og óhreinir, og eitthvað
voru föt þeirra rifin, eins og þeir hefðu lent í áflogum.
Hér getur maður verið í næði, án þess að löggan sé að
snuðra í kring um mann, sagði sá langi og hló hrossahlátri.
Já, elsku vinur, svaraði sá stutti og baðaði út höndunum.
Án frekari umsvifa stungu þeir kumpánar sér inn um hlöðu-
gatið og hlunkuðust flötum beinum ofan í heyið.
Héma! Fáðu þér einn lítinn, sagði sá langi og rétti félaga
sinum flösku.
Ástarþakkir, svaraði sá stutti og þambaði eins og þyrstur
kálfur.
Ætlarðu að klára lekann, asninn þinn, sagði sá langi og
þreif flöskuna.
Sjálfur geturðu verið asni og svín, hreytti sá stutti út úr sér
og belgdi sig upp eins og reiður hani. Hann gerði sig líklegan
til að ráðast á félaga sinn.
Óhó, hægan, hægan, elsku bróðir, sagði sá langi og svelgd-
ist á innihaldi flöskunnar.
Ég er enginn elsku bróðir, urraði sá stutti og steytti hnef-
ann.
Haltu þér saman og helltu í þig síðasta sopanum, sagði sá
langi og rétti þeim stutta flöskuna.
Óli bærði ekki á sér og hélt næstum niðri í sér andanum.
Hann renndi augunum til Magga og sá, að hann var vakandi.
Maggi lagði fingurinn á munninn til merkis um, að þeir
skyldu þegja. Enn höfðu kumpánarnir ekki orðið þeirra varir.
Skyndilega kvað við brothljóð og glerbrot hrundu niður
með miklu glamri og hávaða. Sá litli hafði þeytt flöskunni út
um hlöðugluggann og mölbrotið hann.
Ha, ha, þú verður látinn borga gluggann og kannske settur
1 tugthúsið, ef næst í þig, sagði sá langi og hló.
Einn gluggi! anzaði sá stutti og ygldi sig.
Mig munar ekkert um að borga þennan vesæla kotbæ, með
búslóð og öllu saman.
Allt í einu brá fyrir eldbjarma. Sá langi hafði kveikt sér 1
sígarettu.
Óli og Maggi fölnuðu og sama hugsunin flaug í hug beggja.
Nú kveikja þeir í hlöðunni.
424 f. Heima er bezt