Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 27
ÞATTUR ÆSKUNNAR NAMSTJ RITSTJORI Menn, sem ég man r IV. HARALDUR NÍELSSON Afyrsta áratugi tuttugustu aldarinnar var minna um héraðshátíðir og sumarskemmtanir en nú á tímum, enda þóttu slíkar samkomur mikill " viðburður, ef haldnar voru. Þá var ekki út- varp, og síminn þekktist ekki á sveitaheimilum, en þó bárust fregnir af skemmtisamkomum á einhvern undra- verðan hátt um strjálbýlið. Það var eins og hlý vor- golan flytti fregnina bæja í milli.- Það var í júlímánuði sumarið 1908, sem sú fregn flaug um mína heima-sveit, að halda ætti skemmtisam- komu að Álftá í Hraunhreppi. Þetta þótti mikil ný- lunda, og ákvað ungt fólk í Kolbeinsstaðahreppi að sækja þessa skemmtun, enda var hún í næstu sveit. Frá æskuheimili mínu, Snorrastöðum 1 Kolbeinsstaðahreppi, að Álftá í Hraunhreppi eru réttir 20 km. Það er rösk- lega tveggja tíma ferð lausríðandi, og hlakkaði eg mjög til að fara í þessa för. Þá var engin bifreið til a Is- landi, svo að allar slíkar skemmtiferðir voru farnar á hestum. Var þá ánægjan mjög undir því komin að reiðskjótinn væri fjörugur og góðgengur. Gæðingur- inn var yndi og eftirlæti æskumanna a þeim dögum, eins og hann er enn í dag, hjá þeim ungmennum, sem eiga þess kost að kynnast hestum og njota eðliskosta þeirra. Ekki man ég nú neitt um skemmtiskrá þessa dags, en tveir menn eru mér minnisstæðir frá þessari solríku sumarhátíð. Það eru þeir Bjarni Ásgeirsson, síðar al- þingismaður og ráðherra, og sr. Haraldur Níelsson síð- ar prófessor. Bjarni Ásgeirsson var óvenjulega bráðþroska og glæsilegur ungur maður. Hann var þa 17 ara gamall, en þrátt fyrir æsku sína, var honum falið að setja skemmtunina. Hann ávarpaði fólkið nokkrum orðum, og bað það að færa sig saman og setjast niður á mó- ana, því að nú ætti Haraldur Níelsson að halda ræðu. Aldrei held ég að ég hafi dáðst eins að ungum manni og litið upp til hans, og Bjarna Ásgeirssonar þennan • sólhlýja sunnudag. Hann var 17 ára að aldri, aðeins tveimur árum eldri en ég, og hafði kjark og þor til að ávarpa mannfjölda, eins og þaulvanur ræðumaður. Þetta fannst mér þá ganga kraftaverki næst. — Nú þykja það engin stórtíðindi, þótt ungir menn ávarpi mannfjölda og stjórni stóru hófi. Haraldur Níelsson hóf svo ræðu sína. Á þeim árum var hann ekki orðinn jafn landsfrægur og hann varð síðar. Eg vissi því lítið um hann, annað en það, að hann væri hálærður guðfræðingur og væri bróðir bónd- ans á Grímsstöðum, Hallgríms Níelssonar, og ætti margt frændfólk á Mýrunum. Ekki man ég glöggt efni þessarar ræðu, en ég tel að hann hafi rætt um æskuár sín í héraðinu og þá miklu breytingu, sem orðið hefði á ýmsum hlutum síðan. Hann var þá 45 ára að aldri og hafði lítið dvalið á þess- um slóðum frá æskuárum sínum. Man ég að hann sagði, að klæðnaður og snyrtimennska hefði mjög breytzt til batnaðar, og jafnvel gengju bændadætur nú með silki- svuntur. En það var ekki efni ræðunnar, sem sérstaklega hreif mig í þetta sinn, heldur málhreimurinn og maðurinn sjálfur. Manninum þeini gleymdi ég aldrei síðan. -- Árin liðu, og sjö árum síðar er ég kominn í Kenn- fáÉflÉSMN ■ 3 / . B )''A / /M - 1 Lf jwtttta WLmi jf pSmk. ^MÍÍlÍiÍkÁ - ^

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.