Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 17
an orðin full. Fjósheyið stóð þarna stórt og stæðilegt. Lambhússheyið var líka uppborið, og hesthússheyið að hálfu leyti. Það voru ennþá þrjár vikur til gangna, svo á þeim tíma mætti heyja talsvert, ef tíð yrði góð. Vinnu- fólkið var einnig ánægt, því fannst eins og það væri að koma heim sem sigurvegarar úr mikilli orrustu. Það var líka ánægt yfir því, hversu annt húsbændurnir létu sér um líðan þess á svona dögum. Aldrei var meiri né betri matur en þá. Sannarlega hafði Ingunn húsfreyja séð um að það hefði nægan drykk og mat daginn þann. Og um kvöldið, eftir að það hafði matazt, hafði Árni fengið því nokkrar kringlóttar, en það gerði hann oft þegar vel lá á honum. Vinnufólkið á Hamri var því vel ánægt þetta kvöld, þótt það væri þreytt eftir erfiðan vinnu- dag. Og ánægjan og þakklætiskenndin í garð húsbænd- anna nær hámarki, er Árni þakkar því með hlýjum orð- um fyrir vel unnið verk og segir, að það megi sofa og hvílast eins lengi og það vilji morguninn eftir. Er þau Bára og Jón eru í þann veginn að ganga til svefnherbergja sinna, kallar Árni í þau og segir: „Viljið þið koma inn í hjónaherbergið til okkar hjónanna? Við Ingunn mín ætlum að spjalla svolítið við ykkur.“ Þeim Jóni og Báru verður litið hvoru á annað og ósjálfrátt roðna þau bæði. „Jæja, vinan mín, nú er lík- lega sú stund að renna upp, þar sem framtíð okkar verð- ur ráðin,“ hvíslar Jón að Báru um leið og þau leiðast inn göngin að svefnherbergi þeirra hjóna. „En vertu ókvíðin, vina, þú mátt treysta mér, en ég bið þig urn að svara pabba gætilega, ef hann skyldi vera með ein- hverjar skammir við þig.“ „Ég treysti þér, vinur, en ég lofa þér engu um gæti- leg svör við föður þinn. Ég mun tala við hann af fullri einurð, því ég er ekki hrædd við hann,“ svarar Bára og er festa og einbeitni í málróm hennar. Er þau koma inn í hjónaherbergið sitja þau hjónin á rúmi sínu. Ljós logar á litlum olíulampa, sem stendur á Jitlu borði við rúmið. Jón tekur sér stöðu hjá dyrunum, en Bára gengur að stól, sem stóð við rúm þeirra hjón- anna og um leið og hún sezt, segir hún og lítur hvössu augnaráði á Árna: „Jæja, húsbóndi sæll, þú ætlar líklega að segja mér að ég geti gjört svo vel og snautað heim í kotið á morgun, því nú ertu búinn að ná inn þessu heyi þínu.“ Ingunn húsfreyja lítur á mann sinn og brosir, og Jóni verður einnig litið á föður sinn og ósjálfrátt líður feg- insandvarp frá brjósti hans, er hann sér að faðir sinn er óvenju léttur á brún og í góðu skapi. Árni snýr sér að Báru og segir brosandi: „Mér þótti þú vera nokkuð djörf síðastliðna nótt að ryðjast inn á okkur hjónin og vekja mig. Aldrei hefur það komið fyrir mig áður, að vinnuhjú mitt hafi vakið mig“ „Ég sagði þér í nótt,“ anzar Bára, „að ég væri að greiða þér skuld, og ekki þurfti neitt sérstakt hugrekki til að líta inn til þín, þar sem þú svafst hjá konunni. En hvað með þig, að vaða inn til ungrar stúlku, sem var alein í herbergi? Það hefði verið lagt út á ýmsa vegu, ef það hefði borizt út um sveitina. En á ég að fara á morgun eða vera kyrr?“ spyr Bára og kennir óþolin- mæði í röddinni. Árni lítur á Jón og segir brosandi: „Hvað segir þú um það, sonur. Á Bára að fara eða vera hér kyrr?“ Jón roðnar og lítur til Báru, svo á móður sina og loks á föður sinn og segir rólega: „Þú veizt, pabbi minn, að Bára er konuefnið mitt og þá hlýtur þú einnig að vita, hvað ég vil í þessu efni.“ Árni lítur glaðlega til konu sinnar, kinkar kolli til sonar síns, en snýr sér svo að Báru og segir: „Þú kant að koma fyrir þig orði, stúlka mín, og hefur lag á því að láta þau hitta í mark og ég verð að játa það, að und- an orðum þínum getur sviðið. En það er eins og sagt er, að „sannleikanum verður hver sárreiðastur“, og sann- leikurinn er stundum nokkuð sár, þegar manni er sagð- ur hann umbúðalaust eins og þú hefur gert við mig, því er ég fór að íhuga orðaskipti okkar þarna um morgun- inn, þá komst ég að því, að allt þetta, sem þú sagðir við mig var sannleikanum samkvæmt, líka þetta með ræfils- skapinn í mér. Mér líkar vel, hversu þú ert hreinskilin og opinská í orðum, því það sýnir að þú ert engin væfla, sem lúpast niður við fyrsta andsvar. Já, Bára mín, þú ert einarðleg og hreinskilin í orðum eins og þú ert djörf í allri framgöngu og athöfnum. Ég hefi nú þessa dagana verið að endurskoða afstöðu mína til þín. Raunar var það nú hún Ingunn mín, sem benti mér á það, að framkoma mín við þig þarna um morguninn hefði verið allharkaleg,“ og Árni lítur á konu sína. „Þú spurðir áðan, hvort þú ættir að fara héð- an frá Hamri á morgun. Nei, Bára mín, þú verður hér þinn ráðningartíma til gangnanna. En mér skildist á honum Jóni syni mínum, að hann langaði til að hafa þig nálægt sér eitthvað lengur. Þú ert dugleg stúlka, Bára mín, og eins og ég sagði áðan, ertu djörf og ein- arðleg í framkomu og því ekki líkleg til að láta hlut þinn að óreyndu. Það hefur þú sýnt mér. Ég er því ekki í nokkrum vafa um það, að þú verður hagsýn búkona, fyrirmyndar húsfreyja og ágætis tengdadóttir.“ Er Árni hafði þetta mælt lítur hann á Báru, en hún er blóðrjóð í andliti, en svipur hennar er festulegur. Eng- inn segir neitt. Það er eins og þau biðu eftir að Árni segði meira. Os; Árni heldur áfram: „Þú varst svo hreinskilin, Bára mín, að segja mér það þarna morguninn sæla, að þið Jón væruð heitbundin, og núna áðan fékk ég staðfestingu orða af vörum Jóns. Ég bið ykkur því, bömin mín, að meðtaka blessun og hamingjuóskir okkar hjónanna. Ég veit að þið elskið hvort annað og við hjónin óskum þess einlæglega, að framtíðin færi ykkur hamingju og gleði. Við Ingunn mín erum bæði orðin frekar þreytt á búskaparstritinu, enda ellin að færast yfir okkur. Við höfum því komið okkur saman um að láta ykkur hafa hálfa jörðina Ham- ar næsta vor. Svo bið ég ykkur og þó sérstaklega þig Bára mín, að fyrirgefa karlinum honum Árna gamla öll Heitna er bezt 417

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.