Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 8
AÐALBJORG BENEDIKTSDOTTIR:
Vié Kvaé ólst Hulda skáldkona upp?
Systir Huldu (Unnur Benediktsdóttir), Aðalbjörg, hefur
eftir beiðni skrifað þennan þátt. Aðalbjörg á heima á Húsa-
vík og er orðin 83 ára að aldri.
Benedikt Jónsson á Auðnum átti 5 dætur en engan son.
Þrjár þeirra eru dánar: Herdís, Unnur og Bergljót, en á lífi
eru Hildur (87 ára) og Aðalbjörg.
Kona Benedikts, móðir systranna fimm, var Guðný Hall-
dórsdóttir frá Grenjaðarstað.
Allar voru systurnar giftar:
Herdís gift Jóni Helgasyni trésmið á Húsavík. Unnur gift
Sigurði S. Bjarklind kaupfélagsstjóra á Húsavík. Bergljót gift
Sigurði Baldvinssyni bónda Garði, Aðaldal. Hildur gift Jóni
Péturssyni bónda Auðnum, Laxárdal. Aðalbjörg gift Jóni
Baldvinssyni rafveitustjóra á Húsavík. — Eiginmennirnir eru
allir dánir.
I.
ærinn Auðnir í Laxárdal stendur nokkuð hátt
í vesturhlíð dalsins og er víðsýnt frá bænum
yfir sveitina. Hann var fremur lítill og óásjá-
legur, sneri þremur þiljum móti austri, en tvær
húsaraðir að baki fremstu húsunum, sem voru bæjar-
dyr og skáli sunnan við, en lítil skemma norðan við
dyrnar. Úr bæjardyrum var gengið í skemmurnar og
einnig inn göng, er lágu í langhúsin að baki þeirra. Til
vinstri við göngin var búr, en eldhús til hægri. Úr enda
gangnanna var gengið inn í baðstofuna, upp nokkrar
tröppur. Baðstofan var vestasta húsið í bænum. Hún
var fremur rúmgóð. í suðurenda hennar var svefnhús
foreldra minna og um leið vinnustofa föður míns.
Nokkuð var það minna en frambaðstofan. Tveir glugg-
ar voru á húsinu, annar á austur- hinn vestur-hlið. Þeir
voru ekki á þekjunni, heldur risu beint upp frá laus-
holtunum og síðan fláandi gluggakistur frá þeim inn í
húsið. Bæði gluggakarmarnir og kisturnar var hvít-
málað og báðir á hjörum, svo að hægt var að opna þá.
Góð birta var í húsinu. Yfir dyrum hússins, þvert yfir
stafninn, sem vissi að frambaðstofunni, voru hillur fyr_
ir bækur, þrjár, hver upp af annarri. Þær voru allar
fullar.
Fyrir miðjum suðurstafni stóð dálítið borð með læst-
um skúffum undir plötu, dregnum út til endanna, en
á hliðum þess voru vængir sem reisa mátti upp og fella
niður eftir vild. Rúmið stóð undir vesturhlið með
höfðalagi fram að skilrúminu og glugga yfir. Við þil-
ið hjá rúminu stóð ofurlítill skápur á hæð við borð.
Yfir honum var djúpt lok á hjörum. Hann var kallað-
ur „servant“ og hafði að geyma þvottaskál og vatns-
könnu, sápufat o. fl. til snyrtingar. Hurð var á honum
að framan og inni í honum gleruð fata, kölluð „ser-
vantsfata“. Kommóða mömmu stóð við vesturvegg og
í horninu á hurðarbaki, var lítill ofn. Þversum við fóta-
gaflinn á rúmi foreldra minna, var lítið rúm, sem við
systur tvær sváfum í. Einnig voru í herberginu tveir
stólar úr Ijósu beyki með stoppuðum sætum. Þessi hús-
gögn gaf föðursystir mömmu, frú Hildur Jónsen,
henni í brúðargjöf ásamt fleiru. Hún var kona Jakobs
Jónsens, sem lengi var kaupmaður á Húsavík, en þá
búsett í Kaupmannahöfn. Þessi húsgögn voru öll falleg,
ljós, eikarmáluð og vel gerð. A stafninum yfir borðinu
hékk stór spegill í gylltri umgerð með burst að ofan
og við hlið hans gömul klukka með sérlega fallegri
postulínsskífu, skreyttri gyllingu og fögrum blóma-
myndum. Klukkan var af svo gamalli gerð, að hún
gekk ekki fyrir fjöður, heldur tveim gljásvörtum lóð-
um, sem voru dregin upp með látúnsfesti. í þessu litla
húsi var oft mjög hlýlegt og notalegt og öryggi okkar
barnanna skýlaus staðreynd.
Þau gleymdust ekki, þótt árin liðu, rökkurkvöldin,
þegar mamma sat í rúminu sínu með prjónana, en fað-
ir okkar greip flautuna sína og tók að leika lágt og
þýtt, mest smálög, en stundum líka fallegt, hátíðlegt
sálmalag. Bezt man ég þýzku þjóðlögin. Þau heilluðu
mig.
I frambaðstofunni svaf vinnufólkið og hún góða
gamla fóstra okkar. Sigríður Arnadóttir hét hún, „Síu“,
kölluðum við hana. Hún var okkur systrunum mjög
góð og móður okkar ómetanleg hjálp við að gæta okk-
ar og við tóskap og þjónustubrögð. Venjulega svaf
einhver okkar hjá henni, eftir að við vorum orðnar
þrjár og fjórar. Hún var vel vinnandi, dagfarsgóð og
vönduð kona.
Vinnumann og smalapilt, hafði faðir minn ætíð og
vinnukonu. Rúmið piltanna stóð við austurhlið norðan
baðstofudyra, stúlknarúmið undir vesturhlið, en rúm
fóstru framan við þilið fyrir húsi foreldra minna. Borð
var við norðurstafninn og við það mataðist fólkið.
Tveir stólar stóðu við það. í þessari baðstofu var unnið,
sofið og matast og þegar vefstóllinn var settur þar nið-
ur líka, var þar oft þröngt. Þá þurfti að færa borðið
frá stafninum að vesturhlið og hagnýta sem bezt það
litla pláss, sem var fyrir hendi.
Frá því að ég man til, var faðir minn hreppstjóri í
408 Heima er bezt