Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 36
að Steini lofaði Sveinka að sofa hjá sér, en Gvendur var látinn liggja í fietinu hans Sveinka. Og hélzt sá háttur það, er eftir var vetrar, er Gvendur var á Bökk- unum. Daginn eftir hélt Gvendur út að Efri-Völlum, eins og ekkert hefði í skorizt. Áður en hann lagði af stað átti hann alllangt samtal við Brynjólf. Var aðalefnið það, að Gvendur fór þess á leit við Brynjólf, að hann byggði sér þá um vorið smáskika af Bakkalandi, er Gvendur tiltók. Var það rimi nokkur í mýrunum skammt suður af bænum, sunnan við svonefnda Illukeldu. Sunnan til á rimanum var dálítill hóll, og taldi Gvendur það hið bezta bæjar- stæði, enda myndi hann ekki byggja til að byrja með nema tvo—þrjá kofa. Þessi málaleitan Gvendar kom svo flatt upp á Brynjólf, að hann gat ekki gefið Gvendi neitt svar við henni þá um sinn. Sagðist ekki vita, hvort sér væri það einu sinni leyfilegt að láta hann byggja þarna. En hann sagðist skyldi athuga málið og spurði jafnframt, hvort Gvendur hefði í hyggju að fara að búa. Gvendur svaraði, að víst hefði sér dottið það í hug. Þau hefðu verið að tala um þetta í gærkvöldi, hann og Manga. Þau hefðu eiginlega komizt að þeirri niðurstöðu, að það gæti verið gott fyrir þau bæði að hokra saman. Hugmyndin væri sú að fá, ef hægt væri, slægjur hjá Brynjólfi. „En það veizt þú, Brynjólfur, að þær eru nógar hér í mýrunum, slægjur, sem þú notar aldrei. Við Manga yrðum kannske ekki svo lengi að heyja fyrir kindunum mínum og klárnum. Ég gæti hjálpað þér dálítið fyrir því. Adöngu langar til að hafa belju, og það er ekki lengi verið að heyja fyrir kvígu hér á blánum, ef tíð er góð, eins og grasið er mikið.... “ Já — jæja! Brynjólfur endurtók það, sem hann hafði sagt, að hann skyldi athuga þetta og leita sér upplýs- inga. Og þar með fór Gvendur. „En, Gvendur, komdu við hjá hreppstjóranum,“ kall- aði Brynjólfur á eftir honum, „og segðu honum, að Manga sé hér á þínum vegum.“ Gvendur nam staðar, Ieit við, ætlaði að segja eitt- hvað, hætti við það og hélt af stað aftur þegjandi. Næsta vor var gott. Svona álíka og vorið í fyrra. Það kom mörgum á óvart. Fágætt, að tvö vor í röð séu góð. Þó fór svo nú. Gvendur var önnum kafinn að byggja. Hann var að byggja bæ suður á rimanum framan við Illu-Keldu, stutta bæjarleið suður af Bökkunum. Þetta voru tvö hús, annað baðstofa, þrjú stafgólf á lengd. Undir pall- inum var gert ráð fyrir, að hægt yrði að hafa kú og tíu lömb. Hinn kofinn var að hálfu leyti bæjardyr og að hálfu eldhús. Var því þannig fyrir-komið, að hlaðinn var þykkur milliveggur þvert yfir miðju kofans. Var eldhúsið í norðurendanum, en bæjardyrnar í hinum. Voru alllöng göng úr bæjardyrunum norður í eldhús- ið, en fyrir þeim voru lágar dyr með hurð bæjardyra- megin. Ekki var þó betur gengið frá dyrunum en svo, að kaf vildi leita frá eldhúsi og alla leið upp á bað- stofuloft. Þriðji kofinn átti að koma austan við bæjar- dyrnar. Var hugmyndin að hafa þann jarpa í öðrum enda hans, en ærnar í hinum. Attu því að verða tvenn- ar dyr á þessum kofa, aðrar móti suðri fyrir Jarp, hinar móti austri fyrir rollurnar. Milligerð átti að vera, hálf- veggur úr torfi. Að vel athuguðu máli hafði Brynjólfur komizt að þeirrf niðurstöðu, að óvitlaust væri að leyfa Gvendi að byggja sér þarna bæ. Var ekki neitt á móti því að hafa þarna kot. Á Bökkunum yrði þá ekki eins eyðilegt. Auk þess bauð Gvendur Brynjólfi að vinna hjá honum og hjálpa honum á ýmsan hátt. Landrými var nóg, ekki vantaði það. Og nú datt honum í hug það, sem hann hafði orðfært í Amtinu og amtmaður sjálfur hafði einmitt minnzt á, að byggð gæti með tíð og tíma myndazt þarna syðra, eins konar endurnýjun hinnar gömlu Hólmasveitar. Hafði Brynjólfur orðfært fyrir- ætlun Gvendar við tengdapápa og sá fullorðni ekki tekið þessu illa, þvert á móti. Sagði hann, að bezt væri að skrifa strax í Amtið, áður en nokkuð færi að kvisast um þessa ráðagerð. Fóru þeir báðir fram í stofu á Syðri-Völlum og þar samdi Kjartan bréfið til Amts- ins. Vitnaði hann þar í heimsókn Brynjólfs í Amtdð síðastliðið vor, erindi hans og erindislok. Nú hafi hann reist sér bæ á Bökkunum. Lýsti hann bæði bæ og búi, svo að hver gat sannfærzt um, að hvort tveggja var með myndarbrag. Væri komið á daginn, að fleiri vildu hefja þarna búskap. Rættist þar með það, sem sjálfan amtmanninn hafði órað fyrir, að fleiri myndu á eftir koma, er einn hafði riðið á vaðið. Að lokum bað hann um leyfi að mega byggja þessum manni, Guð- mundi Guðmundssyni, hluta af Bakkalandi, nánar til- tekið í bréfinu, eða taka hann sem húsmann. Laust fyrir sumarmálin kom svo svar við bréfinu með manni úr Gnúpasveit, kunningja Kjartans, sem þurft hafði að fara suður ásamt fleirum með strand- menn. Veitti Amtið Brynjólfi umbeðið leyfi með ánægju og hrósaði honum fyrir dugnaðinn. Það er ótrúlegt, hve miklu umróti það gat valdið í hreppnum, er Gvendur hóf bæjargerðina. Þegar frétt- in um þennan atburð barst út, fór hún óðfluga um hreppinn. Fæstum leizt á þetta. Enda hafði maðurinn verið bendlaður við þjófnað, nú síðast í vetur. Það fylgdi sögunni, að hann ætlaði að fara að taka saman við hana Möngu hérna, sem flæktist um árið suður og eignaðist þar tvo krakka. Jú — jú, öllum var það í fersku minni! Hún er nú á sveitinni með krakkana. Ekki var það óbjörgulegt. Og ætlar hann að fara að búa með henni? Heyrzt hefur það. Sumir hlógu, aðrir hneyksluðust, eins og gerist og gengur. Enn aðrir sögðu sem svo: Hvað gerir nú hreppstjórinn? Lætur hann svona nokkuð afskiptalaust? Og þarna var mergurinn málsins. Því að enda þótt ekki sé hægt að fara nánar út 428 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.