Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 21
með hríð. Þeir námu staðar stundarkorn og réðu ráðum sín- um, hvort leggja skyldi á sandinn. Niðurstaðan varð að halda áfram. Nú herti mjög veðrið og er þeir komu suður fyrir Grettishæð misstu þeir tök á sleða sínum, hann rann frá þeim og lenti á stórum steini, er stóð upp úr gaddinum. Þar brotn- aði hann til ónýtis. Þeir urðu að leggja klakksekkina á bakið, en sleðinn lá eftir „og bíður þar Rangnaraka". Veðrið var á hlið og stóð af Langjökli og orðið svo mikið að þeir gátu varla stýrt sér. Harðan gaddinn reif upp og skarahríðin lamdi á þeim svo ákaflega, að hélt við meiðslum. Ekkert sást fyrir veðursorta og náttmyrkri og var nú sá einn til að draga sig i hlé undir einhverju Grettistakinu, sem nóg er af á Sandi. Þeir settust niður með þeim ummælum, að þar létu þeir fyrirberast og hreyfðu sig ekki unz eitthvað létti veðrinu. Þeir lágu þar það sem eftir var nætur og fram á dag. Lítið gátu þeir sofið, því að hvorki var vistin hlýieg né mjúkt undir hnútunni. Það bjargaði bezt, að þeir voru vel klæddir ullarfötum yzt og innst og sannaðist þar hvílík gersemi ís- lenzka ullin er til varnar kulda, meðan hún er þurr. Hroll- kalt var þeim að vfsu, einkum eftir dúrana, en ekki svo að þeir skylfu eða lægi við kali. Pétux Sigfússon: Úr bókinni ENGINN RÆÐUR SÍNUM NÆTURSTAÐ En svo er líka í einu bréfinu falinn ofurlítill miði — minnst- ur allra miða, agnarlítill, sést varla, enda ekki ætlaður til skipta. Fyrirspurn aðeins, og nafn auðvitað: „Hvenær ætl- arðu að koma aftur heim?*Kemurðu ekki í haust?“ í haust — í haust! Jú, ég kem í haust! Frá Berlín förum við til Múnchen, höfuðborgar Bæheims og heimkynna hins dökka og freyðandi öls. Mánaðartíma unnum við þar í glæstum salarkynnum Colossum-leikhússins við góðan orðstír. Gamansöngvarinn og „skrýtlumakarinn" Georg Bauer, sem þekktur var á þeim dögum af list sinni, kynnti okkur á hverju kvöldi ,og ennfremur á næsta stað, sem var Regensburg, því að þangað fluttist hann samhliða okkur. Fallegur maður, fyndinn og sniðugur. Vorið nálgast óðum. Það hlýnar í lofti og litaskiptin verða ör. Landið fékk á sig svip grænna laufa og gullinna blóma á nokkrum dögum, og glæsileiki og fegurð breiddist yfir borg og sveit. Flokkurinn okkar skipti stöðugt um dvalarstaði. Berlín, Múnchen, Regensburg, Wúrzburg, Frankfurt am Main, Leipzig, Köln, Stuttgart, Prag, Múhlhausen, Múhlheim a/Ruhr, Zúrich í Sviss, Bochum í Austurríki og Brússel í Belgíu, og alls staðar kveður við sama tón, hrifning, hróp og klapp. Ég man ekki eftir neinum sérstökum mannraunum, sem frásagnarverðar séu, fyrr en seinustu dagana í Múnchen. Þar gaf sig fram maður, er vildi freista gæfunnar i íslenzkri glímu. Þetta var vaskur maður, af svipaðri stærð og Jóhannes, og var þekktur nokkuð sem grísk-rómverskur glímumaður. Við- ureignin í íslenzku glímunni varð ekki söguleg, því að Jó- hannesi varð sigurinn svo auðveldur. En náunginn vildi ekki una þessum úrslitum án sárabóta. Skoraði hann því opinber- lega á Jóhannes að þreyta við sig grísk-rómverska glímu á þessu sama sviði innan fárra kvölda, og lagði fé undir. Leik- hússtjórnin auglýsti þennan kappleik og undirbjó sem vera bar, og var spenningur mikill. Jóhannes hafði enga æfingu í þessari íþrótt þegar hér var komið sögu, en treysti hins vegar gamalli getu og sínum óhvikula viljakrafti og lagði ótrauður út í stríðið. Viðureign þessi stóð ekki lengi, því að Jóhannes mun hafa ályktað sem svo, að annað hvort yrði hann að sigra strax eða tapa ella á hugsanlegu lithaldi og þjálfun mótstöðu- mannsins. Skipti það engum togum, að Jóhannes náði yfir- handaraðstöðu, sem hann fylgdi síðan fram án afláts, unz hann reis upp sem sigurvegari: Þetta var stór stund og æs- andi, þótt eigi stæði hún yfir nema örfáar mínútur. Og vænt þótti okkur félögunum um íslendinginn Jóhannes Jósefsson þetta kvöld. Óteljandi smáskærum á vígvelli leiksviðanna verð ég að sleppa, en nokkurra stærri viðureigna tel ég rétt að geta; og er þá fyrst fyrir að geta þeirrar, er sögulegust var og kom okkur félögunum í lífsháska nokkurn og undir lögregluvernd í lokin. Við störfuðum um stundarsakir við stóran sirkus í Prag. Síðasta kvöldið, er við sýndum þar, ætlaði mjög frægur grísk- rómverskur glímukappi, þrjú hundruð punda kroppur, Fri- stensky að nafni, að sækja þúsund marka verðlaunin í vasa glímukóngsins íslenzka. Þessi maður var nokkurs konar þjóð- hetja, þvi að hann hafði farið um veröldina vítt og breitt og þreytt íþrótt sína með glæsilegum sigrum eingöngu. Aldrei fallið í glímu! Þekktur og frægur. Satt að segja var útlitið harla skuggalegt, og man ég enn mörg andlitin á hringbekkjunum og í stúkunum kringum sviðið, þegar leikurinn tók að hallast á dýrðlinginn. Silfur- gráhærðir öldungar og hefðarmenn með pipuhatta börðu um sig með silfurbúnum stöfum, stöppuðu í gólfið og öskruðu sem ljón, og sirkusinn lék allur á reiðiskjálfi meðan hólm- gangan gekk sinn gang, sem reyndist að lokum algerlega nýr fyrir þjóðhetjuna Fristenzky. Hann byrjaði með að „standa fast" — og stólpi sá var ekki barnameðfæri að hreyfa. Hrifn- ingaralda fór um alla bekki, og klukkan tifaði. Þar kom þó, að Jóhannes fékk bifað honum úr stað og hallað á kné. Tók þá Fristenzky að leita fyrir sér með grísk-rómverskum tökum. og varð dómnefndin að skerast í leikinn, en hrifningaröld- urnar risu hærra og hærra,. og klukkan gekk og gekk. Þetta var ógurleg stund. Næsta tilraun Fristenzkys var að rifa glímu- kónginn upp á brjóst sér og reyna að halda honum þar. Tím- inn styttist óðum og sirkusinn titraði og skalf af aðdáun og stolti, en niður komst nú glímukóngurinn samt, og þá var ekki beðið fleiri færa, íslenzkur hælkrókur, hægri á hægri, fylgt eftir af fullum krafti og þeim þunga, sem fyrir hendi var, felldi Fristenzky á bakið á mottuna, en hann byltist þar og brauzt um, ráðþrota og yfirunninn í fyrsta sinni á sínum glæsta ferli. Heima. er bezt c. 421

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.