Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 13
JOH. ASGEIRSSON: Sýnir Guéríéar Guébrandsdóttur C^j uðríður Gubbrandsdóttir, nú til heimilis að Sólvallagötu 16 í Reykjavík, er ættuð úr Döl- J um vestur, dóttir Guðbrands Jónssonar, sem bjó á SpágiIsstöðumíLaxárdal frá 1898—1944. Snemma fór að bera á skyggni Guðríðar og fjarsýni. Þegar hún var 5 ára gömul sá hún bátsflak úti á rúmsjó og mennina að reyna að komast á bátsflakið. Síðar frétt- ist að hún hefði séð þetta samtímis og það gerðist, — Svo var það eitt sinn á þessu sama ári, að hún sat á rúminu hjá henni ömmu sinni, ásamt öðrum ungling, og var þá amma hennar að segja þeim sögu. En rokkur gömlu konunnar stóð á gólfinu fyrir framan hana. Sér þá Guð- ríður að eitthvað svart skýzt inn úr dyrunum og yfir bitann í baðstofunni og um leið niður aftur að innan- verðu við bitann og niður að rokknum, en í því brestur hnokkatréð í sundur. Um kvöldið kom gestur. Guðríður sagði frá þessari sýn sinni, en það var allt þaggað niður, og henni sagt að láta engan heyra þessa vitleysu. Olli þetta Guðríði áhyggjum og hélt sig eitt- hvað veika eða óeðlilega, lengi eftir þetta. HVAÐ VAR í RÖRUNUM? Það var að áliðnum vetri 1924, að fólk var flest háttað á Spágilsstöðum. Dætur Guðbrands, Sigrún og Guðríð- ur, lásu við kertaljós og höfðu kertin á rúmgöflunum. Allt í einu beinist athygli þeirra frá lestrinum við það, að þær heyra þrusk nokkurt í ofnrörunum og um leið detta tvö rör á gólfið. Sér þá Guðríður (en ekki Sig- rún), að út úr rörunum kemur eitthvað, sem líkist helzt smá-strák. Fer hann þegar að rúmi, er gömul kona svaf í, og fer þá um leið að sækja að henni. í því kemur Guð- brandur fram, en hann var í afþiljuðum enda baðstofu, og spyr hvað á gangi, en um leið skýzt vera þessi inn í baðstofuenda Guðbrands. Guðbrandur vekur þá gömlu konuna, sem var þá farin að láta illa í svefninum, og spurði, hvað hana hefði dreymt. Segir hún þá að sér hafi fundizt eitthvað þungt leggjast ofan á sig. — Dag- inn eftir var gestkvæmt á Spágilsstöðum, og þar á meðal kom maður frá Sólheimum. Gekk hann um baðstofuna og inn til Guðbrands. Þóttust þá allir vita, hver hefði verið á ferð kvöldið áður, því á þeim tímum þóttust margir verða varir við hinn landsfræga Sólheima-móra. ÞEIR HURFU. Það var 24. október 1942, að Jón Þorleifsson, þá kaup- félagsstjóri við Kaupfélag Hvammsfjarðar, Búðardal, kom á heimili Guðríðar, sem þá var flutt til Búðardals, og bað hana að sjá um greiða fyrir bílstjóra, sem unnu á vegum kaupfélagsins. En á meðan að þau eru að tala um þetta, sýnist Guðríði Jón hverfa, en sér hann svo aftur þá þegar. En daginn eftir fréttist það í Búðardal, að Jón Þorleifsson hefði orðið bráðkvaddur í rúmi sínu aðfaranótt 25. október. Svo var það síðar, 13. marz 1947, að Guðríður er stödd í húsi smjörsamlagsins í Búðardal. Þá kemur þang- að inn, ásamt fleirum, iMagnús Sigurjónsson Jóhannes- sonar, er bjó á Sámsstöðum í Laxárdal frá 1908—20. Magnús mun hafa komið þarna inn til þess að kveðja einhvern, sem hann þekkti þar, því hann ætlaði þá um daginn suður til Reykjavíkur með flugvél, frá Búðar- dal. Guðríði verður þá litið þangað sem Magnús stóð, en þá hverfur hann henni um leið. Eftir örstutta stund sér Guðríður hann aftur, og er hann þá að fara út úr húsinu. En þennan sama dag fórst Magnús, er flugslysið varð í Búðardal, og flugvélin steyptist í sjóinn. FJARSÝN. Það mun hafa verið um miðjan júlímánuð árið 1946, að Guðríður var stödd út á túni, hjá húsi Jóns heitins Þorleifssonar, Búðardal. Þykir henni þá undarlega við bregða, því hún sér þá suður í Borgarfjörð. Sér hún að þar hefur bílslys orðið og að fólkið er að veltast þar við bílflakið, og þekkir hún þar konu eina, Ingveldi Eli- mundardóttur, er öðru hvoru var í Búðardal hjá Þor- steini Þorsteinssyni, sýslumanni. Umhverfið þar í kring sá Guðríður einnig, að þar var skógarkjarr og djúp ár- gljúfur. Sýn þessi hvarf Guðríði jafn skyndilega og hún kom. En í því kemur frú Ingibjörg Þorvaldsdóttir, ekkja Jóns Þorleifssonar, kaupfélagsstj., út á húströpp- urnar, og segist hafa fréttir að færa, — það hafi orðið bíl- slys við Gljúfurá í Borgarfirði og margir orðið fyrir meiðslum. — Þess skal að lokum getið, að Ingveldur Eli- mundardóttir var ein af þeim sem slasaðist, og lá hún það sem eftir var sumars og mikið af næsta vetri. Eftir því sem Guðríður hefur sagt frá, hefur hún séð atburð þennan á því augnabliki, sem hann var að gerast. DRAUMAR HALLDÓRU. Jóhann Jensson bjó á Mjóabóli í Haukadal frá 1908— 19. Hann gengdi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit- ina, var þar bæði oddviti og hreppstjóri um skeið. Kona (Framhald á bls. 423.) Heima er bezt 413

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.