Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 16
inni.“ Er Jón hafði þetta mælt, voru þau komin niður á
stóru grundina. Og er þau hefja vinnuna þá segir Jón
og lítur glettnislega á Báru: „Svo þú varst hrædd um að
þú þyrftir að binda með honum Kára? Ég held að hann
hefði nú þegið að binda með þér, því mér hefur sýnzt
hann gefa þér auga nú síðustu dagana.“‘
Ha, ha, ha, hlær Bára. „Ertu nú orðinn hræddur um
mig strax, karlinn, ekki lízt mér nú á. Ég held að þú
hefðir þá ekki verið lengi að fara til hennar Dísu, sú
hefði þegið að halda um reipin hjá þér.“ Svo hlæja þau
bæði hjartanlega.
Þau Jón og Bára hamast nú við bindinginn. Það eru
hröð handtök hjá Báru er hún tekur reipin og leggur
þau niður og eftir örstutta stund er sátan tilbúin til bind-
ings. Fljót eru þau að binda hvern baggann. — Stund-
um tekur Jón það fast í reipin að sátan, sem þau eru að
binda lyftist upp að framan, svo Bára, sem heldur við
reipin lyftist með sátunni og nærri steypist yfir hana til
Jóns. Stundum snertast hendur er þau draga í hagldir
og kinn leggst að kinn er þau lúta áfram, og heitur
straumur fer um líkami beggja og ósjálfrátt roðna þau
stundum.
„Manstu hvað skeði í sumar er við vorum að binda?“
spyr Bára eitt sinn er þau voru að draga í hagldimar.
„Já,“ segir Jón og hlær léttum hlátri. „Það atvik held
ég að hafi orðið upphafið að hamingju okkar, því ef
það hefði ekki komið fyrir, þá er ég nærri viss um að
mig hefði ennþá skort kjark til að biðja þín.“
„Lítið gerir þú úr hugrekki þínu, vinur,“ segir Bára
hlæjandi, „en ætli ég hefði þá ekki verið búin að gefa
þér einhverja vísbendingu um tilfinningar mínar til þín,
svo þú hefðir fengið kjark til að segja þessi fjögur eða
fimm orð, sem þú sagðir þarna um kvöldið. En atvikið
í sumar man ég svo vel. Við vorum að binda og þú
slengdir þér aftur á bak, svo sátan, sem við vomm að
binda reis upp að framan og ég vissi bara ekki fyrr en
ég lá í fangi þínu. Þá komst ég að leyndarmáli þínu, því
þú slepptir reipinu og tókst utan um mig og kysstir mig
og sagðir um leið hvíslandi: ,Elsku Bára mín‘.“
„Já, og þú lofaðir mér að kyssa þig og þá fór ég
nærri um hug þinn til mín og mikill fögnuður fyllti sál
mína er ég heyrði undur lágt af vörum þínum þessi
orð: ,Elsku Jón minn'. Svo þetta atvik, sem skeði við
bindinginn í sumar er og verður okkur báðum kær end-
urminning, því þá vissum við fyrst að við elskuðum
hvort annað. En ætli að pabba gamla hefði ekki þótt við
vera lengi að draga í hagldirnar, ef hann hefði séð til
okkar núna,“ bætir Jón við og lítur glettnislega á Báru.
Allan daginn er unnið af hinu mesta kappi við hey-
bindinginn. Þau Jón og Bára hafa vel undan og eru
alltaf búin að binda upp á hestana er Hulda kemur með
þá, en svo var ekki hjá hinu bindingsfólkinu og var þó
talsvert lengri leið til þess. „Það er eldra og ekki eins
liðugt og við,“ segir Bára um leið og hún þrífur einn
baggann og lætur hann á klakkinn á móti Jóni.
Þrenningin Árni, Karl og Þura hamast sem þau mega
við að leysa baggana, en er heyfúlgur tóku að hækka og
ærhússhlaðan var orðin full, þá fóru að safnast fyrir
baggar hjá þeim og svo fór að lokum að Árni varð að
biðja þau Kára og Dísu að hjálpa til að leysa. Eftir það
var flutt á fimm hestum frá þeim Jóni og Báru, en á
fjórum frá Gesti og Stínu.
Eftir síðdegiskaffið fór að draga bliku á austurloftið
og stækkaði hún ört og þéttist og eftir stutta stund voru
komnar skúraleiðingar í daladrögum, en sem betur fór
rigndi ekki strax á láglendi.
Um kl. rúmlega 10 um kveldið var bindingnum loks
lokið og höfðu þá verið bundnir 275 hestar, og er verið
var að leysa síðustu baggana féllu fyrstu regndroparnir.
Þreytt eru þau Bára og Jón er þau ganga heim að
loknu dagsverki og hugur þeirra er blandinn kvíða um
framtíðina. Þau eru ekki eins bjartsýn nú og þau voru
um morguninn er þau gengu til verks.
„Jæja, vinur minn,“ segir Bára. „Þetta er líklega síð-
asti dagurinn, sem ég verð hérna, því faðir þinn sagði,
að ég yrði hér ekki degi lengur, eftir að búið væri að
ná inn þessu heyi og nú er því lokið.“
„Góða Bára mín, vertu nú ekki að hugsa svona, þú
verður hér kyrr, það er ég búinn að segja, og verði
pabbi með einhverja vonzku út í þig nú, fá fer ég bara
líka. En nú nálgast sú stund, það verð ég að játa, sem
við verðum að ganga á vit örlaga okkar. Ég trúi því
bara ekki að pabbi hefði látið okkur vinna saman í dag,
ef hann væri ekki búinn að taka þig í sátt.“
„Kannske hefur hann látið okkur vera saman í dag
til þess að hafa því meiri ánægju af því að stía okkur
sundur og gera söknuð okkar ennþá sárari,“ segir Bára
og brosir köldu brosi.
„Nei, Bára, þetta máttu ekki segja og ekki hugsa
þannig um pabba, því ég veit að svo vondur er pabbi
gamli ekki,“ svarar Jón og er sársaukablær í rödd hans.
„Æ, ég sagði þetta í einhverju hugsunarleysi og fyrir-
gefðu, vinur, ef ég hef sært þig með þessum orðum,“
segir Bára og þrýstir hönd Jóns, en svo heldur hún
áfram: „Ég ætla mér ekki að sleppa þér, vinur, í faðm-
inn á henni Grétu í Hvammi. Ég er viss um að hún er
bálskotin í þér, því þegar hún kom héma um daginn,
þá hafði hún aldrei af þér augun, og mér sýndist faðir
þinn vera vel ánægður yfir því. Hún er líka rík,“ og
Bára horfir glettnislega á Jón.
„Voðaleg 'vitleysa er að heyra í þér, vina mín. Gréta
í Hvammi, aldrei hefði mér dottið í hug að bindast slíku
tryppi sem henni. Rík segir þú. En á ég að segja þér,
að mér finnst þú miklu ríkari en hún, vegna þess að þú
ert miklu betri og fallegri stúlka.“ Og Jón tekur Báru
í faðm sinn og kyssir hana og ósjálfrátt víkur kvíðinn
um framtíðina burt úr hjörtum þeirra og bjartsýnin
ríkir á ný.
Árni bóndi er kátur að loknu dagsverki. Áhyggjum
þeim, sem ásóttu hann varðandi heyskapinn á meðan
ótíðin hafði staðið, var nú aflétt. Mildum verðmætum
hafði verið bjargað í garð í dag. Þarna var ærhússhlað-
416 Heima er bezt