Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 26
ferð, greip fyrir nasir þess, óð með hinni hendinni upp í munninn á því og dró út tungu hryssunnar. Við þessa meðferð linuðust átök skepnunnar sem snöggv- ast, en Rauðka var samt ekki alveg yfirbuguð enn þá. Hún tók aftur á rás, með piltana hangandi í sér. „Snúðu betur upp á eyrun, já, taktu fastar í tunguna, reyndu að halda fastar í stertinn, maður!“ „Mikið var að hún lét sig, fenjan sú arna!“ Vesalings Rauðka hafði gefizt upp. Drengurinn á réttar- veggnum fann sárt til með skepnunni og hugsaði með sér: — Hvernig stendur á því, að mennirnir fara svona illa með hrossin? Ég hef séð á kúrekamynd, að kúrekarnir varpa snöru um háls hestanna og snara þá, það er miklu mannúð- legra en svona fantatök. — Drengurinn tok eftir þvi, að 1 augum ungu stúlknanna við réttina voru þessir piltar heljar miklir karlar. Þær pískruðu hátt og í hljóði: „Þeir eru langduglegastir. Þeir voru ekki lengi að góma hana vitlausu Rauðku!“ í augum stúlknanna voru þessir piltar hetjur dagsins! Jenna og Hreiðar Stefánsson: Úr bókinni ADDA OG LITLI BRÓÐIR Það var vetur. Adda var nú orðin sjö ára og komin í barna- skólann; það fannst henni gaman. Hún var farin að reikna dálítið og skrifa. Afi hennar og amma, í sveitinni, fengu frá henni bréf, sem hún hafði skrif- að sjálf. Kennarinn var ósköp góður, hann var líka frændi Manga gamla, og það þótti þeim Öddu, Braga og Lísu ekki svo lítið varið í. Þessi kennari hafði komið í kauptúnið um haustið með konuna sína og tvo litla stráksnáða. Hann keypti sér lít- ið hús og bauð Manga gamla að flytja til sín. En gamli mað- urinn vildi alls ekki fara úr kofanum sínum. Litlu snáðarnir kennarans voru mjög hrifnir af Manga og kölluðu hann afa. Gamli maðurinn lét sér það vel lynda, þótt hann væri nú ekki afi þeirra. Lísu þótti ekki síður gaman í skólanum en Öddu. Það var aftur þvert á móti með Braga. Hann sagði, að þetta væri reglulega vondur skóli og kennararnir væru líka vondir. Adda og Lísa voru alveg undrandi yfir því, að hann skyldi láta sér detta í hug að segja þetta. Mamma hans var í öngum sínum yfir stráknum. Einn dag- inn neitaði hann ákveðið að fara í skólann og reif í illsku, eitt blað úr lesbókinni sinni. Þá flengdi pabbi hans hann og lét hann niður í kjallara. Marga daga á eftir var Bragi góður og for orðalaust í skólann, eins og leiksystur hans. Svo kom nú atvik fyrir, sem varð til þess að Bragi hætti aft- ur að fara í skólann. Einu sinni, þegar kennslustundin stóð sem hæst, kom pabbi hennar Öddu inn í skólastofuna með læknistöskuna sína í hendinni og sagðist ætla að skoða tenn- urnar í börnunum. Það gekk nú allt vel í fyrstu. Börnin biðu þess þögul, að röðin kæmi að þeim. Adda vildi endilega láta pabba sinn skoða sínar tennur líka, þótt hann væri nýbúinn að gera við þær, sem voru skemmdar. Sverre D. Husebye: Úr bókinni SKÍÐAKAPPINN Merki var gefið um að kappleikurinn væri að hefjast. Sam- kvæmt gömlum venjum átti Bolt leikfimiskennari, — mót- stjórinn, — að opna brautina. — Virðulega með léttum skref- um, renndi hann sér fram á stökkpallinn. Stökkið var glæsi- legt, stílfagurt og öruggt, og endaði með fagurri beygju. — Áhorfendur klöppuðu ákaft og hylltu leikfimiskennarann. — Það mældist þó aðeins 21 metri. Þátttakendur í skíðastökkinu fetuðu sig upp á efsta topp- inn við stökkbrautina. Bolt leikfimiskennari og aðrir dóm- endur tóku sér stöðu og keppnin hófst. Keppendur fengu ekki að stökkva reynslustökk, eins og oft tíðkast, en í þess stað lýsti dómnefndin því yfir, — eftir al- mennri kröfu keppenda, — að hver og einn fengi að stökkva þrívegis, og af þeim yrðu tvö þau beztu metin til úrslita. Það átti ekki að geta leikið neinn vafi á úrslitum keppninnar um farandbikarinn að lokinni keppni, álitu keppendurnir. Nú þeyttist sá fyrsti fram af stökkpallinum. Hann var vogaður og stökk nokkuð langt, en skorti öryggi og stíl. Hann valt um koll, er hann snerti brautina, og svona fór fyrir mörg- um, sem á eftir komu. Tveir af piltunum úr C.-bekknum náðu þó góðum árangri. Þeir stukku 22 og 25 metra, með ör- yggi og ágætum stíl. „Ég stóð alveg hjá dómurunum," sagði Henrik Ólsen æst- ur. „Annar fékk 19 og hinn 20 fyrir stökklag." Hann náði varla andanum, svo æstur var hann. — Petter var nr. 23, en Henrik nr. 60. Nú var komið að Petter. Hann var talinn bezti skíðastökks- maður skólans. — Það varð dauðaþögn, þegar hann birtist efst í brautinni. Allir stóðu á öndinni. En Petter var ekki í hinu rétta keppnisskapi. — Sveinn sá það alveg á honum. Hann átti ekki eldinn í sér núna. 426 h. Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.