Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 38
HEIMA_____________ BEZT BÓKAHILLAN Sveinn Víkingur: Lára Miðill. Akureyri 1962. Kvöldvökuútgáfan. Lára Agústsdóttir hefur sennilega verið meira umtöluð og umdeild en nokkur annar íslenzkur miðill. Nú hefur síra Sveinn Víkingur tekið saman bók um hana, þar sem rakin eru æskuár hennar og fyrstu kynni af dulrænum málum, safnað sögum um fyrirbæri, sem gerzt hafa í sambandi við hana, og auk þess ritar höf. inngang um dulræn fyrirbrigði almennt og að lokum er skemmtilegt viðtal við miðilinn. Eins og vænta má af höfundi, er öll bókin rituð á skýran og skemmtilegan hátt á þróttmiklu máli og skilningi og samúð með málefninu og miðlinum. Það sem mestu máli skiptir í bókinni eru lýsing- arnar á fyrirbrigðunum. Þau eru fjölbreytt og sýna mjög fjöl- hæfar dulargáfur, enda þótt vitanlega sé um mjög misjafnlega merkileg fyrirbrigði að ræða. Er sýnilegt að höfundur hefur gert sér far um að sýna þar sem flestar hliðar á dulargáfum Láru. En um eitt skýzt þeim skýra manni. Hann segist ekki hafa hirt um að fá sögurnar vottfestar með aukaáritunum, og gerir lítið úrþýðingu slíks. Tel ég þetta höfuðgalla á bókinni, að ekki skyldi safnað þeim vottorðum, sem unnt var að ná til ekki sízt þar sem um svo umdeildan miðil var að ræða. Hefðu sh'k vottorð haft meira gildi en t. d. fræðslufundurinn sem frá er skýrt aftarlega í bókinni. Þó er ein sagan, og hún ein hin merkilegasta, vottfest af mörgum sjónar- og heyrnarvott- um, og gefur það henni vissulega meira gildi en flestar hinar sögurnar hafa. Er sú tregða að vottfesta slíkar fyrirbrigða- sögur lítt skiljanleg. En allt um þennan galla er bókin um Láru miðil merkileg heimild um fjölþættar dulargáfur. Sýnir hún ljóslega að margt gerist í kringum oss, sem vér ekki skilj- um, og hvöt ætti hún að vera til rannsókna í þessum efnum. Auk þessa er bókin bráðskemmtileg aflestrar. Hjörtur Gíslason: Garðar og Glóblesi. Akureyri 1962. Itókaforlag Odds Björnssonar. Höfundur varð kunnur alþjóð af sögum sínum um Saló- mon svarta, sem allir unglingar gleyptu í sig, og fullorðnir lásu einnig með velþóknun. Þessi nýja saga, sem mun upp- haf á sagnaflokki, hefur alla kosti hinna fvrri bóka, en þó það umfram, að hér er raunar meira að baki sögunnar sjálfrar. Hún er að því leyti hollur lestur unglingum, að hún kennir þeim án þess að prédika, að sýna mönnum og málleysingjum skilning og sannið. Vafalaust mun sögunum af Garðari og Glóblesa verða vel tekið og þær eignast traustan lesendahóp. Pétur Sigfússon: Enginn raeður sinum næturstað. Akureyri 1962. Bókaforlag Odds Bjömssonar. Þetta er minningabók, fjörlega skrifuð, sem bregður upp ýmsum svipmyndum úr fslenzku þjóðlífi í byrjun þessarar aldar og í lok hinnar síðustu. Aðalsjónarsviðið er Suður-Þing- eyjarsýsla, en höfundur kemur víðar við, meðal annars brá hann sér út í lönd sem aðstoðarmaður Jóhannesar Jósefsson- ar á íþróttaför um Evrópu. Er sá kafli nýstárlegur, því að fátt mun um þá hluti skráð. Endurminningar þessar eru að vísu sums staðar fulllangdregnar og smámunir til tíndir, en víst er þó að engum leiðist sem þær les. Hispursleysi og einlægni höfundar ásamt drengilegu umtali gerir bókina viðfelldna af- lestrar. Og líkt og höfundur var á yngri árum kunnur fyrir létta og drengilega glímu, beitir hann pennanum af léttleik, fimi og drengskap. Gestur Hannsson: Strákar og heljarmenni. Akureyri 1962. Bókaforlag Odds Björnssonar. Strákasögur Gests Hannssonar eru orðinn fastur þáttur í útgáfu unglingabóka hvers árs. Og þær eru alltaf jafnvinsælar og velkomnar. Enda hafa þær þá kosti til að bera, sem strákar á tilteknum aldri sækjast mest eftir. Söguhetjurnar eru í senn góðir strákar og hraustir, en þó hæfilega hrekkjóttir til þess að krydda tilveruna. Hér eiga þeir í höggi við heljarmenni, en bera auðvitað sigur úr býtum eftir mörg ævintýri, hæfilega hættuleg köppum á þeirra aldri. Frásögnin er hröð og fellur að efninu, svo að öll sagan er mátulega spennandi frá upp- hafi til enda. Martinus: Leiðin til lífshamingju. Reykjavík 1962. Leiftur. Danski dulspekingurinn Martinus hefur eignazt stóran hóp aðdáenda bæði í heimalandi sínu og annars staðar, fyrir kenningar sinar, sem bornar eru uppi af kærleika og siðferði- legum þrótti. Kemur það ljóst fram í þessari bók, hvílíka á- herzlu hann leggur á kærleikann, sem vísustu leiðina til lífs- hamingju. Vera má að mörgum þyki bókin nokkuð torlesin, og skal þeim ekki láð það, en hún er full af spaklegum athug- unum, og kenningar hennar geta ekki leitt til annars en góðs bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hún verðskuld- ar því að vera lesin og lesin vel. Þýöandinn er Þorsteinn Hall- dórsson. Charles IV. Thayer: Rússland. Reykjavík 1962. Almenna bókafélagið. Þetta er önnur bókin í flokknum Lönd og þjóöir. Er hún um allan frágang lík Frakklandsbókinni. Margar myndir og prýðilegar, og bókin öll hin glæsilegasta að ytri sýn. Enda þótt margt sé að staðaldri ritað og rætt um Rússa og Rússland, er vitneskja vor um hið mikla ríki furðu hraflkennd og oft lituð annað tveggja af blindri ofsatrú á hinu kommúnistiska stjómarfari, eða menguð sterkri andúð á því. Það er því vissulega fengur að riti þessu, sem skrifað er af hófsemi og þekkingu og flytur margvíslegan fróðleik um sögu, stjórnarfar, atvinnuhætti og menningu Sovétríkjanna, og setur hlutina þannig fram, að lesandanum sjálfum gefst kostur á að dæma, hvað honum þyki girnilegt eða lítt til eftirbreytni. En naumast mun hjá því fara, að samanburðurinn hljóti að falla hinum vestrænu lýðræðisríkjum og skipulagi þeirra í vil. Að öllu 430 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.