Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 37
í allt það umtal, sem þessi viðburður olli í hreppnum,
verður að sjálfsögðu ekki komizt hjá að greina nokkuð
frá íhlutun yfirvaldanna, því að jafnan þykir það tíð-
indum sæta, sem úr þeirri átt kemur.
Fyrst héldu menn, er Gvendur fór að byggja, að
þarna ætlaði Brynjólfur að fara að koma sér upp sauða-
húsi. Út af fyrir sig þóttu það fréttir, og ekki svo litl-
ar, en þó ekki nógu merkilegar til þess að ástæða væri
til að taka sig upp og ríða af stað í þeim tilgangi ein-
um að flytja þá fregn.
Tveir merkisbændur í hreppnum höfðu þó reist eyr-
un, er þeir heyrðu tíðindin. Það voru þeir signorarnir
á Uppbæjunum. Enda var Gvendur ekki fyrr búinn að
stinga kekkina í tætturnar en þessir tveir heiðursmenn
hiifðu fengið vitntskju um það.
En þegar fréttin um bæjarbygginguna kom aðvíf-
andi, þá kastaði fyrst tólfunum. Jón tók hest sinn og
reið út að Hvammi. Það varð samkomulag með þeim
Guðmundi, að þeir færu daginn eftir að finna hrepp-
stjóra.
Og daginn eftir var fundur settur í stofunni hjá
hreppstjóranum. Þeir sátu eins og fyrri daginn sinn
hvorum megin við borðið og höfðu litlu staupin fyrir
framan sig. Þeir spurðu hreppstjóra spjörunum úr, en
hann reyndist sagnafár og orðvar sem endranær.
Guðmundur í Hvammi hafði orð fyrir þeim tví-
menningum. Hann talaði sem fyrr hægt og með áherzlu
og röddin að venju dimm.
„Það er nú eiginlega alllangt síðan við ætluðum að
hafa tal af hreppstjóra, þó að það hafi að vísu dregizt
þetta. Það hurfu frá okkur á útmánuðum tveir ómagar,
sem okkur hafði verið falið að sjá fyrir til næstu kross-
messu, semsé strákarnir hennar Margrétar Magnúsdótt-
ur. Vitum við ekki annað en það, að við fengum orð
frá hreppstjóra, þar sem okkur var tilkynnt, að Alanga
væri komin suður að Bökkunum með krógana og
myndi verða þar, það sem eftir væri vetrar. Öll sú
ráðabreytni kom vægast sagt flatt upp á okkur, Skarðs-
bóndann og mig, og verðum við að sjálfsögðu að fá
fullnægjandi skýringu á þessu háttalagi, þar eð við telj-
um að hér sé um fullkomna móðgun að ræða í okkar
garð, með meiru.“
Þegar hér var komið ræðunni, þagnaði Guðmundur
og leit á hreppstjóra, eins og hann vænti svars. Og
aldrei þessu vant lét hreppstjóri ekki lengi standa á
svari:
„Já, Gvendur hérna, Guðmundur Guðmundsson, ef
ég man rétt, svo kallaður Möngu-Gvendur, sem þið
þekkið held ég dável, kom hér síðasta mánudag í þorra
og tjáði mér, að áminnzt Alanga væri flutt suður að
Bökkunum og yrði þar eftirleiðis á hans snærum ásamt
sonum sínum. Aðspurður, hvort hreppurinn þyrfti þá
ekki að sjá þeim farborða lengur, kvað hann nei þar
við. Nú, enda þótt mér geðjaðist ekki að svona fram-
gangsmáta í sjálfu sér, gat ég þó ekki bannað Gvendi
þessum að taka að sér og borga með tveimur einna
þyngstu ómögum hreppsins og létta þeim þannig af
sveitarfélaginu, og ætla ég að fáir geti láð mér það. En
þá var mér heldur ekki hægt að skikka hann til að láta
þessa ómaga vera fremur á einum bæ en öðrum, þar
sem hann hafði komið þeim fyrir á sinn kostnað.“
Er hreppstjóri hafði lokið máli sínu, tæmdi hann
staup sitt með álíka tilburðum og hann var vanur og
enjaði með því að setja sig í sínar gömlu stellingar með
hnúana undir hökunni.
Nú litu máttarstólpar hreppsins hvor á annan. Ef
þeir töldu sig móðgaða áður, þá var þó mælirinn fyrst
fullur nú. Það hafði aldrei komið fyrir fyrr í þeirra
minni, að ómagar hefðu verið svo gott sem numdir
burt af þeirra heimilum og þeir orðið að taka því með
þögn og þolinmæði og bóta laust. Og hélt nú Guð-
mundur áfram ræðu sinni:
„Hreppstjórinn verður þó vænti ég að bekenna, að
okkur signor Jóni er ekki hægt að þola svona fram-
gangsmáta bótalaust, með því að svona framferði er
okkur bæði til vansa og tjóns. Við höfum báðir gert
allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að halda þessa
ómaga til krossmessu, og það þurfum við að sjálfsögðu
að fá greitt.“
En er Guðmundur nam nú staðar og leit á hrepp-
stjóra, sagði yfirvaldið ekki neitt. Ekki eitt orð. Hann
blíndi bara beint fram fyrir sig og lét sem enginn væri
í stofunni. Þeir vissu það mæta vel, signorarnir, að þeg-
ar þessi gállinn var á hreppsyfirvaldinu, var þýðingar-
laust að bíða eftir svari. Þeir litu hvor á annan og
Guðmundur hélt áfram:
„Það er að sjálfsögðu krafa okkar að fá meðlagið
greitt til krossmessu.“
„Ég er hræddur um, að þeirri kröfu verði vísað á
bug,“ svaraði hreppstjóri hægt og með semingi. „Þið
getið ekki réttlætt hana nógsamlega. Ef þið hefðuð
boðizt til að taka aðra ómaga í staðinn, þegar þessir
voru farnir, hefði málið horft öðruvísi við. En það lét-
uð þið ógert.“
„Okkur hafði verið falið,“ sagði Guðmundur, „að
hafa umrædda ómaga fyrir ákveðið gjald. Það var ekki
okkar sök, að þeir fóru, svo að okkur ber fullt meðlag
með þeim; á því leikur enginn vafi. A hinn bóginn má
vera, að hreppsyfirvaldið geti ekki úrskurðað neitt um
þetta á stundinni, en við krefjumst, að þetta verði tek-
ið til athugunar í sambandi við önnur og skyld mál.“
Nú varð þögn. Alllöng þögn. Það var signor Jón,
sem rauf hana:
„Okkur hefur verið sagt, að byrjað sé að byggja
annan bæ fyrir sunnan brunann; er hreppstjóranum
kunnugt um það?“
Hreppstjórinn gat ekki neitað því. Eitthvað hafði
hann um það heyrt.
„Er þetta kannske gert með fullu leyfi yfirvald-
anna?“ spurði Jón.
„Já, með þeirra leyfi,“ svaraði hreppstjóri.
Framhald.
Heima er bezt 429