Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 18
ónotayrðin, sem hann hefur slengt á þig í sumar og þó sérstaklega þessa síðustu daga. En eruð þið nú ekki ánægð, börnin mín?“ Er Árni mælir síðustu orðin kenn- ir klökkva í rödd hans. Hann lítur á konu sína og sér, að tár glitra á hvörmum hennar. Bára gat ekkert sagt, svo hissa varð hún. Þessu hafði hún ekki átt von á. Hún áttaði sig þó skjótt og stóð upp og þaut í fangið á Jóni og hjúfraði sig að brjósti hans. „Pabbi, er þetta alvara þín?“^spyr Jón hikandi um leið og hann þrýstir Báru að sér. „Alvara!“ svarar Árni stuttlega. „Hvernig spyrðu, drengur. Efast þú um það, að faðir þinn segi satt. Trú- irðu ekki á drengskap hans?“ Og Árni lítur hvasst á son sinn. Bára losar sig úr faðmi Jóns og gengur til Árna, tek- ur í hönd hans og segir: „Ég skal reyna að verða þér góð tengdadóttir og syni þínum góð kona, þótt ég fá- tæk sé.“ Árni klappar Báru mjúklega á vangann og segir: „Fá- tæk! Við skulum ekki minnast á slíkt. Hún Ingunn mín minnti mig á það, að hún hefði ekki verið neitt sérstak- lega vel efnum búin, er hún kom hingað að Hamri, og þó hefur Hamarsauðurinn vaxið margfaldlega í hennar tíð. En hvers vegna? Vegna þess, að hún var rík af öðru en veraldlegum auð. Þeim auð, sem hvorki verður í tölum talinn né á vogum veginn. Ég veit að þú skilur við hvað ég á. Nei, Bára mín, um fátækt þína skaltu ekki hugsa, því það er ekki víst, góða mín, að þú hefðir verið neitt betri stúlka, þótt þú hefðir verið rík. Á morgun skaltu svo heimsækja foreldra þína, ásamt mannsefninu, og láta þau vita, hver breyting sé orðin á högum þínum. Þú skal líka bera þeim kveðju okkar hjónanna og segja þeim, að ef þ>au þurfi einhvers með þá skuli þau ætíð leita til hans Árna garnla á Hamri.“ Bára leggur nú báða handleggi um háls tilvonandi tengdaföður og hvílir höfuð sitt við brjóst hans og segir og rödd hennar er þrungin af ástúð og hlýju: „Ég þakka af alhug og fyrirgef þér af öllu hjarta öll ónotayrðin, sem þú hefur látið falla í minn garð í sumar.“ Síðan snýr hún sér að Ingunni og lætur fallast í útbreiddan faðm hennar. Jón gengur til föður síns og faðmar hann að sér og gleðitár sjást glitra í augurn hans. Árni stendur á fætur, en Jón sezt við hlið móður sinnar og unnustu. Ekkert orð er sagt. Þessi stund er þeim öllum heilög. Árni gengur um gólf nokkra stund, en loks staðnæmist hann og horfir á þau þrjú, og tekur svo til máls og rödd hans er þrungin af innileik og blíðu: „Langt er síðan ég hefi lifað jafn sæluríka stund og þessa kvöldstund. Mér finnst ég vera orðinn að nýjum manni. Og allt er þetta henni Ingunni minni að þakka. Hún hefur alla tíð verið rninn góði engill, sem hefur leitt mig út af margvísleg- um villigötum, sem ég hafði í hvatvísi minni álpazt út á. Og núna síðast hefur hún áreiðanlega með góðvild sinni leitt mig á rétta veginn, því ég var ef til vill nærri búinn að leiða ógæfu yfir ykkur öll, ef ég hefði haldið fast við það áform mitt, að reyna að koma í veg fyrir hjóna- band ykkar, börnin mín. Ég hefi talað við ykkur í kvöld, en Ingunn mín hefur þagað, en allt það, sem ég hefi sagt við ykkur eru hennar ráð. Henni eigið þið því allt að þakka. Guð blessi ykkur svo framtíðina, börnin mín. Megi sól lífshamingju ykkar skína sem skærast, er lífssól okk- ar Ingunnar rennur til viðar.“ Klukknahljóð Framhald af hls. 406. --------------------------- arinnar, en lokaði eyrum sínum fyrir klukknahljómi fagnaðarerindis jólanna. En allt um það hefði nú verið sýnt, að yfir þeim öllum væri vakað, ef þeir einungis vildu sjá og heyra. Hann færði fram þakkir fyrir að hafa verið notaður sem verkfæri til að bjarga manns- lífum, og lauk ræðu sinni með bæn um, að hann mætti öðlast þrótt til að láta klukknahljóm trúarinnar berast út til safnaðarins, svo að hann mætti nema hann jafnt á stundum hættu og harma, gleði og gæfu. Hann átti bágt með að tóna eftir prédikunina sakir geðshræringar. Og sú hugsun hvarflaði að honum, að ef til vill hefði hann nú höggvið síðasta þáttinn, sem tengdi hann við söfnuðinn. Ef til vill þyldi fólkið ekki að til þess væri talað á þennan hátt, öðru vísi en hinar hefðbundnu jólaræður. En í hjarta sínu fagnaði hann þó því, að hafa sagt það sem honum bjó í brjósti. Við kirkjudyrnar hófst samtahð og dómarnir. „Slíka jólaræðu hef ég aldrei heyrt fyrr,“ sagði fönguleg hús- freyja við vinkonu sína. „Ég segi það satt, að mér fannst sumt af því ganga guðlasti næst, og ekki vantaði útásetningarnar.“ „Já líklega dregst það, að ég komi aftur í kirkju til að heyra það, að ég sé á hraðri leið til helvítis,“ sagði roskinn bóndi, sem kunnur var að því að dýrka guðinn Mammon eigi síður en aðra guði. En aðrar raddir heyrðust líka. „Þetta er í fyrsta sinni, sem ég hef heyrt nokkurn prest flytja ræðu, sem hlustandi var á,“ sagði ungur bóndi, nýfluttur í sveitina. Þannig gekk samtalið. Dómarnir voru ýmist með eða móti. En enginn var hlutlaus. Ræðan hafði rótað við þeim. Jafn- vel þeir, sem mest fordæmdu ræðuna og síra Steinar, gátu ekki að því gert, að einhver innri rödd hvíslaði að þeim að réttast væri að bíða átekta og sjá hverju fram yndi. Hver gat sagt um hvað byggi í þessum presti? Og eitt var víst, einhver órói hafði gert vart við sig í hugum safnaðarins. Var það klukknahljóð — eða hvað? 418 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.