Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 14
ALEXANDER JOHANNSSON:
Klukk
an er ao ve
(Niðurlag)
ð veréa fjögur
er Jón hafði ekki undan að saxa og bera föngin í sæti
þá gerði Bára slíkt hið sama. Bæði unnu af kappi og
svitinn bogaði af þeim, en þau voru glöð og gerðu af
gamni sínu, því bjartsýni réði nú ríkjum í hug þeirra.
Alltaf urðu sætin fleiri og fleiri, en flest urðu þau til
hjá þeirn Jóni og Báru. Arni bóndi gaf Báru oft auga
og var vel ánægður með vinnubrögð hennar. Ósjálfrátt
bar hann orðið dálitla virðingu fyrir henni. Verst að
hún skuli vera svona fátæk, hugsaði hann, en þetta er
allra myndarlegasta stúlka, og dugleg er hún, það verð
ég að segja. Kannske yrði hún ekki afleit tengdadóttir.
En það var nú raunar hún Gréta í Hvammi, sem hann
hafði hugsað sér að yrði tengdadóttir hans. Gréta var
rík, en hún var ekki nærri því eins fallegt og Bára og
ekki eins dugleg. Nei, hún var víst hálfgerð væfla stúlku-
tetrið, og við samjöfnuð þeirra Grétu og Báru, þá óx
álit Árna á Báru, en vegur Grétu minnkaði, nema að
einu leyti — að hún var ríkari.
Dagur leið að kveldi. Sólin var gengin undir, en áfram
hélt fólkið við samantektina.
Loks í rökkurmóðu hins heiðskíra ágústskvölds var
allt heyið komið í sæti, og fólkið gekk þreytt en ánægt
heim af engjunum. I svip þess og fasi var sigurgleði, en
þó mest í svip Árna bónda, er hann horfði yfir tún og
engi. Alls staðar var krökkt af göltum og bólstrum. í
huganum áætlaði Árni bóndi hvað það væru margir
hestar, sem hann ætti úti. Reiknaðist honum svo til, að
það myndu alltaf vera um 200—250 hestar. Gaman væri
nú að geta náð þessu heim á morgun, hugsaði hann.
Hann leit upp í heiðskíran himinninn. Líklega verður
tunglskin í nótt, mig minnir að tunglfyllingin sé nýlega
um garð gengin. Þá ætti að vera vandalaust að byrja
vinnu svona um klukkan fjögur í nótt og þá ætti að
takast að ná öllu heyinu inn á morgun. Þannig voru
hugsanir Árna bónda er hann gekk heim að lokinni
vinnu þetta síðasta ágústkvöld. Og er heim á bæjarhlað-
ið kom var hann búinn að taka ákvörðun. Hann segir
því við vinnufólk sitt: „Ég vil helzt ná þessu heyi öllu
inn á morgun og það ætti að takast, ef þið byrjuðuð
vinnu kl. fjögur í nótt. Það er vel hægt að vinna við
heybinding í tunglsljósi.“ Fólkið möglaði ekki, en var
þessu samþykkt og Bára lítur brosandi á húsbónda sinn
og segir:
„Ég skal reyna að sjá til þess, húsbóndi góður, að þú
þurfir ekki að vekja mig eins og í gærmorgun.“
- Þegar Árni kom út á hlaðið, áður en hann gekk til
svefns, þá koma þau Jón og Bára út úr skemmudyrun-
um og eru með beizli í hönd.
„Hvert eruð þið nú að fara?“ spyr Árni.
„Færa hrossin eitthvað nær bænum, faðir minn,“ anz-
ar Jón, „því betra er að hafa þau hér heimavið er farið
verður að binda í nótt.“
„Alveg rétt athugað hjá þér sonur,“ segir Árni, „en
verið þið nú ekki að neinu óþarfa gaufi, ykkur veitir
ekki af að fara að sofa.“
„Við erum bæði ung og þurfum því lítið að sofa,“
segir Bára hlæjandi. Svo hurfu þau út í rökkrið og nótt-
ina.
„Sofa þurftirðu í gærmorgun, stúlka mín,“ tautar
Árni um leið og hann gengur í bæinn, og ósjálfrátt
þyngist brún hans nokkuð. Áður en þau hjónin Ingunn
og Árni sofnuðu þetta kvöld, töluðu þau lengi saman
og umræðuefnið var Bára. Eftir miklar rökræður af
beggja hálfu gat Ingunn loks fengið bónda sinn til að
lofa því, að leggja ekki neinar hömlur á ástir þeirra Jóns
og Báru. „Hvernig hefði þér líkað það, góði minn, ef
faðir þinn hefði meinað þér að eiga mig og neytt þig
til að eiga aðra stúlku?“ sagði Ingunn og hún hélt áfram:
„Ekki var ég neitt rík, manstu það ekki, góði minn? og
þó sóttist þú, sonur efnaðasta bónda sveitarinnar, eftir
því að ná í mig, og góði: Hafa efni þín né Hamarsbúið
nokkuð gengið til þurrðar, þótt ég væri lítt efnum bú-
in er ég kom hingað að Hamri? Ætli það verði líka ekki
svipað, þótt Bára hreppi húsfreyjusætið hérna. Hún er
góð stúlka og dugleg, og því Jóni syni okkar fyllilega
samboðin, enda er ég hjartanlega ánægð með hana fyrir
tengdadóttur, því ég veit að hún verður Jóni okkar góð
kona.“
Árni fann að mikill sannleikur fólst í orðum konu
sinnar og hann minntist þeirra ára er hann var ungur og
stóð í sömu sporum og Jón nú. Þess vegna hét hann
konu sinni því, að hann skyldi ekki verða neinn þrösk-
uldur á vegi lífshamingju sonar síns og Báru. Hann vissi
að kona sín hafði rétt fyrir sér í þessu eins og svo mörgu
öðru. Innst inni var hann þó ekki vel ánægður, en hann
elskaði konu sína of mikið til þess að hann gæti farið að
setja sig upp á móti vilja hennar.
En þau Jón og Bára sóttu hrossin og voru einnig með
bollaleggingar um sínar framtíðaráætlanir og bjartsýnin
réði ríkjum í hjörtum þeirra er þau þreytt en sæl lögð-
414 Heima er bezt