Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 20
Þessi ungi guðfræðingur hafði glæsilegan námsferil að baki. Hann var bóndasonur af Mýrum. Faðir hans hét Níels Ey- jólfsson, en móðirin Sigríður Sveinsdóttir. Gáfað fólk stóð að Haraldi í báðar ættir. Föðurfrændur hans voru myndarmenn í Mýrasýslu og Borgarfirði. Móðirin átti nafnkennda for- eldra, Svein Níelsson prest, á Staðarstað á Snæfellsnesi og Guðnýju Jónsdóttur frá Grenjaðarstað. Guðný var skáld- kona, landskunn fyrir ljóð sín. Séra Sveinn sinnti bæði rit- störfum og stjórnmálum um langa stund. Ekki áttu þau Sveinn og Guðný skap saman og slitu samvistum. Guðnv orti þá átakanleg saknaðarljóð um ástarraunir sínar. Sveinn maður hennar kvæntist í annað sinn og eignaðist í því hjóna- bandi Elísabetu konu Björns Jónssonar ritstjóra, og Hafl- grím er varð biskup yfir Islandi. Foreldrar Haraldar, Níels og Sigríður, bjuggu rausnarbúi á Grímsstöðum á Mýrum. Bóndinn var atorkusamur bæði við bústörf og félagsleg málefni. Móðirin var gáfuð og mjög trúhneigð. Þau áttu nokkur börn, sem fæddust upp við góða heimilishætti og óvenjulega mikið andlegt líf í foreldragarði. Haraldur var frá barnæsku mjög hneigður fvrir bóklestur. Þótti foreldrum hans og vandamönnum einsýnt, að honum mundi betur henta skólaganga og bókmenntaiðja en fram- leiðslustörf í sveit. Hallgrímur móðurbróðir hans bjó í Reykjavík. Þar hafði hann verið prestur og síðar biskup. Hall- grímur bauð þessum efnilega frænda námsvist í höfuðstaðn- um. Haraldur tók boðinu, allshugar feginn. Námsárin í Reykjavík voru ánægjuleg, en viðburðalítil. Haraldur var efnispiltur, vel vaxinn, úrvals námsmaður, reglusamur og skemmtilegur í sambúð. Á biskupsheimilinu var að honum búið eins og hann væri sonur hjónanna. Að loknu góðu prófi úr Lærða skólanum fór Haraldur til Danmerkur. Garður beið hans þar eins og annarra efnilegra íslenzkra stúdenta. Guðfræðin beið hans þar líka. Haraldur var kominn af guðfræðingum fram í ættir og alinn upp í sjálfu biskupshúsinu. Honum virðist hafa þótt einsýnt að feta í spor forfeðra og frænda á þessari leið. Hafnarárin voru ánægjulegur tími fyrir Harald. Hann sótti guðfræðinámið, en lagði auk þess inn á nýja vegi og stundaði meira en títt var um aðra íslenzka guðfræðinga hina austrænu frumtungu, þar sem Gamfa testamentið er frægust aflra bóka. Fullvíst má telja, eftir því sem síðar kom fram, að Hallgrímur biskup hafi átt þátt í því, að Haraldur Iagði strax á háskólaárunum mikla stund á hebresku. Ekki fóru sagnir af Haraldi meðan hann dvaldi í Kaupmannahöfn, nema að hann var glaður fé- lagsbróðir í stúdentafylkingunni, kunnur fyrir góða greind og austrænan lærdóm. Þegar Haraldur kom til Reykjavíkur réði biskup því, að hann lagði þá þegar út í það þrekvirki, að þýða Biblíuna á íslenzku eftir frummálinu með stórfelldu átaki. Var brátt haf- izt handa og byrjað á Gamla testamentinu. Haraldi var feng- in til aðstoðar nefnd valinna manna. Þar var formaður Hall- grímur biskup frændi hans, en Þórhallur Bjarnarson, sem síðar varð biskup, og þjóðskáldið Steingrímur Thorsteinsson voru aðstoðarmenn. Nokkuð var misjöfn aðstaða og undir- búningur þessara þriggja nefndarmanna. Hallgrímur biskup var atorkusamur guðfræðingur, en ekki kunnur ritsnillingur, en hann hafði hrundið þýðingarmálinu af stað og stóð fyrir framkvæmd þess með atorku og elju. Sá var ljóður á ráði hans í þessu starfi, að sökum frændsemi beitti hann sér ekki fyrir því, að hinum snjalla Biblíuþýðanda væri borguð sómasamleg laun fyrir starfið, en vitað var að enginn maður í landinu gat þýtt Biblíuna jafn vel og Haraldur Níelsson. Magnús Bjömsson á Syðra-Hóli: Úr þætti í bókinni FORTÍÐ OG FYRIRBURÐIR Er Húnvetningar fóru suður í verið fyrr á tíð var það oft- ast, að þeir fóru sem mest með byggðum. Áhætta var að fara fjöll í skammdegi, er búast mátti við illviðrum og ófærð á leiðinni. Þó var það einatt að kappsmenn og ofurhugar lögðu á fjallveginn, því að sú leið var miklum mun styttri en fara sveitir og Holtuvörðuheiði. Þeir fóru fjöllin Geithamrabræð- ur, Guðmundur og Andrés Þorleifssynir, villtust og rötuðu í mannraunir hinar mestu. Eftirköstin urðu Guðmundi að ald- urtila. Þótt mönnum þætti váleg hrakför þeirra og margt væri um hana talað, varð hún ekki til þess, að hræða menn algjör- lega frá því að hætta sér á sömu slóðir og leggja á fjöllin. Veturinn 1889, þremur árum eftir hina minnisstæðu för Geithamrabræðra, lögðu upp í verferð þrír ungir menn úr Bólstaðarhlíðarhreppi og hugðust fara Sand, sem kallað er. Þeir voru: Jónas Illugason, er síðar var bóndi í Brattahlíð, annar var Sveinn, sonur Ingimundar Sveinssonar smá- skammtalæknis, en hinn þriðji var rangæskur, Helgi Gríms- son. Faðir hans, Grímur Guðmundsson úr Þykkvabæ, drukkn- aði á jólaföstu 1880 með Gísla Bjarnasyni á Stóru-Vatnsleysu. Þeir þremenningarnir lögðu upp í góðu veðri, bjart yfir og sígandi frost en hláka nýafstaðin. Færi mátti kallast gott, lítill snjór í byggðum, en meiri á hálendinu. Sleða drógu þeir með sér og höfðu á honum færur sinar, föt og nesti. Þeir lögðu á heiðina snemma dags, ætluðu að ná Réttarhóli um kvöldið og taka þar náttból. Þar hafði Björn Eysteinsson frá Orra- stöðum reist býli ekki alls fyrir löngu (1886) og bjó þar frum- stæðum búskap. Þeim sóttist seinna leiðin en þeir ætluðu. Ut- arlega á Auðkúluheiði lentu þeir í krapastokk, sem þeir vör- uðu sig ekki á og vöknuðu mjög. Föt þeirra frusu og síluðu og gerðu þeim erfitt um gang. Áfram þrömmuðu þeir, mittis- votir, og komu ekki á Réttarhól fyrri en um miðja nótt. Lítil og þröng voru þar húsakynni og fátæklegt allt innanbæjar, en ekki skorti á góðar viðtökur. Föt þeirra voru þurrkuð við eld og dróst í tímann. Þeir voru hinir rólegustu og hirtu ekki um, þó að seint væri lagt upp, því enn var bjart veður og von í tunglskini er kvöldaði. Ætlun þeirra var að halda áfram um nóttina. Vermennirnir kvöddu á Réttarhóli nær miðjum degi og héldu sem beinasta leið undir Sand. Er þangað kom, var dag- ur þrotinn. Þykknað hafði í lofti, dimmt var yfir og gekk að 420 b. Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.