Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 33
en ég væri tuttugu og eins árs, með einni undantekn- ingu þó, en ég var of utan við mig til að spyrja nánar út í, hver þessi undantekning væri. Ég gat ekki skilið, hvers vegna pabbi var að hugsa um giftingu mína og vildi ekki, að af henni yrði fyrst um sinn. Eðlilegast hefði verið, að hann óskaði eftir, að ég eignaðist mitt eigið heimili sem fyrst. Mig grunaði óljóst, að hann hefði Hans í huga, þó ég hefði alltaf haldið, að þau bæði væru grunlaus um samband okkar, nema sem leikfélagar og kunningjar. Ég vissi vei, að Hans hefðu þau sízt af öllurn vinum mínum kosið sér fyrir tengdason, enda hafði ég aldrei hugsað um hann á þann hátt. Hans var lítið eitt hærri en ég, með skollitt hár og þykkar, rjóðar varir, sem voru síþyrstar í kossa og alls konar nautnir. Hann sogaði að sér vindlingareyk- inn með sömu ánægju og hann saup á flöskunni og kyssti mig. Hann var næstum of fallegur til að geta talizt karlmannlegur, en vöxturinn bætti það upp. Þótt hann væri ekki hár, var hann herðabreiður og fallega vaxinn. Ég vissi að hann meinti aldrei neitt með fagurgala sínum og hafði eflaust átt fleiri vinkonur, en ég hafði hugmynd um. Það var sama, ég vildi hafa hann fyrir mig eina og var fokvond, sæi ég hann líta aðrar stúlkur hýru auga. Ég hafði reynt að fullvissa pabba urn, að ég myndi aldrei giftast. Hvernig gat hann verið að hugsa um svo hversdagslega hluti á annarri eins stund. En pabbi strauk blíðlega um kollinn á mér og brosti þrátt fyrir þjáningarnar. „Sá dagur kemur, blómið mitt,“ sagði hann, „að þú finnur þann rétta, og þá munum við móðir þín fylgj- ast með þér og gleðjast yfir gæfu þinni.“ Ég hrökk upp úr þessum hugleiðingum við, að Sara gamla vinnukonan okkar, kom inn. Augu hennar voru rauð og þrútin eftir margra daga grát. Ég held að hún hafi sofið vel flestar nætur, blessuð kerlingin, að minnsta kosti heyrði ég greinilega hraustlegar hrotur hennar, þegar ég vakti. — Því var öfugt farið með mig. Allt frá þeirri stund, er ókunni læknirinn sem kom með Páli, leiddi mig út úr herberginu frá pabba, hafði ég ekki getað fellt eitt einasta tár. Stundum fannst mér verkurinn fyrir brjóstinu vera svo sár, að ég mundi springa. Ég átti engan svo góðan vin, karl eða konu, að ég gæti leitað til hans. Eg var alein í ógnþrungnu svarta myrkri og ráfaði þar um án þess að finna nokk- urn tilgang í, að ég lifði lengur. „Maturinn er til,“ sagði Sara gamla og leit biðjandi á mig. Hún syrgði húsbændur sína svo innilega, að það var engin von að hún skildi, hve köld og dofin ég gat verið. Mér fannst það ekki vera ég sjálf, sem gekk hér um húsið, heldur önnur persóna, sem ég gat þó ekki slitnað úr tengslum við. Fólkið sem kom til að votta mér hluttekningu sína, fullt meðaumkunar, fór aftur með vandlætingarsvip. Ég hafði heyrt það hvíslast á um það, að Sara gamla syrgði þau meir en einkadóttirin. „Sóley mín, reyndu nú að borða, barnið mitt.“ Sara gamla mændi tárvotum augunum á mig og renndi þeim síðan um autt og rúið herbergið, sem áð- ur hafði verið svo heimilislegt. Þetta hafði verið setu- stofan. Uppáhaldsstaðurinn minn var sófinn við glugg- ann. Mamma sat undantekningarlítið í ruggustólnum. Hún hélt mest upp á hann af öllum sínum húsgögnum, ég held nærri því, að henni hafi þótt vænna um hann en mig. Þarna gat hún setið tímunum saman með handa- vinnu sína eða nýjustu bókina, sem hún hafði náð í, og látið stólinn ramba ofurhægt fram og aftur, aftur og fram. Hún var ákaflega veik fyrir ástarsögum og vildi endi- lega spjalla um þær við okkur pabba, lýsa kostum uppá- haldspersónu sinnar, en göllum hinna, en við pabbi vorum bæði laus við að nenna að rökræða við hana. Pabbi var venjulega niðursokkinn í læknisrit eða ann- að tilheyrandi starfi sínu, en ég bara nennti ekki að tala, þótt málbeinin á mér gætu orðið nógu liðug, þeg- ar ég vildi það við hafa í minn hóp. Ég lá bara og lét mig dreyma, ýmist um framtíðina og allt, sem ég þá ætlaði að framkvæma, eða þá fortíðina og lifði upp aftur, það sem ég hafði reynt mest spennandi og skemmtilegt. Alamma var oft gröm yfir, hve við pabbi vorum laus við að vilja „spjalla“. Hún hafði áhuga á öllu mögulegu, allt frá nýjustu slúðursögunum að heim- spekilegum hugleiðingum um himintunglin og tilgang lífsins. Svo fékk hún sér konfektmola. Ég hef aldrei fyrirhitt fullorðna konu, sem hafði jafn óstjórnlega löngun í sælgæti. Hún var ekki ánægð, nema þabbi sæi um, að aldrei yrði sælgætisaskjan alveg tóm, áður en hann færði henni aðra fulla. Elsku mamma mín, með fallega föla andlitið og kop- arrauða hárið, sem pabbi þreyttist aldrei á að dásama. Hún var grönn og beinvaxin, létt á fæti, og hreyfing- arnar eins og hjá ungri stúlku, þótt hún væri nærri fertug. Nú var ég jafngömul henni, þegar hún giftist pabba, samt litu þau alltaf á mig eins og barnið. Ég mótmælti því harðlega, að ég væri of ung til að ráða mínum málum sjálf og standa á eigin fótum. Þau hlógu þá bara að mér, og pabbi ruglaði í hárinu á mér, þar til það leit út eins og þyrill, og spurði svo mömmu, hvort hún hefði nokkra hugmynd um, hvað- an ég gæti hafa erft þennan eldrauða lubba? Mamma tók þátt í leiknum, og þau gátu rakið rauðhausana í móðurættinni mann fram af manni aftur í gráa forn- eskju. Ég vissi vel, að mamma hafði á mínum aldri haft alveg nákvæmlega jafn eldrautt hár og ég og líka freknur á nefinu, jafnvel þótt hún þvæi sér bæði upp úr áfum og rjóma og varaðist að láta sólina skína á andlit sitt, sérstaklega þó eftir að hún var búin að Heima er bezt 425

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.