Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 32
Ný skáldsaga eftir Magneu frá Kleifum
HOLD OG HJARTA
FYRSTI HLUTI
I.
að hafði verið glaðasólskin þann stutta tíma,
sem sólar gat notið, og mér var óvenju létt í
skapi. En nú var sólin löngu horfin á bak við
Bæjarfellið, og sama einmanatilfinningin hafði
gripið mig á ný.
Eg sat á stórri ferðatösku, sem ég hafði lokið við
að fylla af alls kyns dóti úr herbergi mínu, og ég sökkti
mér niður í hugsanir mínar:
Síðasti dagurinn sem þetta hús gat kallazt heimili
mitt, var senn að kveldi kominn. Hér hafði ég átt
heima í þau átján ár sem liðin voru, síðan móðir mín
lagði mig í fyrsta sinn í litlu barnavögguna. En hún
var meðal þeirra hluta, sem komu fram í dagsljósið,
þegar allt var tínt niður af háaloftinu og sett á upp-
boðið.
Ég horfði á Ijósa blettina á veggfóðrinu, þar sem
fjölskyldumyndirnar höfðu hangið. Nú voru þær allar
læstar niður í eina töskuna mína. Páll iæknir hafði sagt
mér að taka alla þá hluti af heimilinu, sem mig langaði
til að eiga. En ég kærði mig ekki um neitt nema gamla
skrifborðið hans pabba og ruggustóllinn hennar mömmu,
og svo ýmsa smáhluti sem þeim hafði tilheyrt, og ég
gat ekki hugsað mér, að ókunnugt fólk handléki. I
huga mínum voru pabbi og gamla slitna skrifborðið
óaðskiljanleg, eins og mamma og ruggustóllinn.
Ég reis upp og gekk út að glugganum. Nei, ég vil
ekki hugsa sífellt um þetta, ekki lifa allar ógnir síðustu
vikna upp aftur.
Hví er ekki hægt að loka inni í hugskoti sínu það,
sem maður vill ekki muna? Hvers vegna ásækir það
mann eins og afturganga, sem ekki vill unna manni
nokkurra griða? Alltaf þessi sama ógn upp aftur og
aftur: Æsiferð bílsins (því hraður akstur var sport
pabba). Hann var að kveikja í vindlingi fyrir mömmu
og leit andartak af veginum. En það var þetta andar-
tak, sem gerbreytti glöðu og áhyggjulausu lífi mínu.
Ég man aðeins að ég æpti. Svo heyrðist högg og brot-
hljóð, mér fannst ég hrapa niður í hyldýpi, svo varð
allt hljótt.
jYIamma dó strax, en pabbi lifði í nærri sólarhring,
en ég slapp ómeidd vegna þess, að ég var aftur í bíln-
um, nema hvað ég fékk skrámur á ennið við höggið.
Það mátti víst kallast vel sloppið, en ég óskaði þess svo
heitt og innilega, að ég hefði fengið að fara með þeim.
Páll, uppeldisbróðir pabba, kom til hans strax og
hann vissi um slysið og var heima fram yfir jarðarför-
ina og sá síðan um sölu hússins og annarra eigna þeirra
að ósk pabba. Ég hafði aldrei látið mér detta annað í
hug, en að pabbi ætti nóga peninga, hve miklu sem ég
sóaði, og reyndar var það ekki svo mjög mikið. Ég
hafði ekki tækifæri til þess, þótt viljinn væri nógur. En
reyndin varð sú, að eignirnar hrukku ekki fyrir skuld-
unum.
Pabbi hafði látið mig lofa sér því að flytja heim til
Páls, þar sem ég átti enga nákomna ættingja, sem ég
gæti búið hjá, og uppeldi mínu var á þann veg háttað,
að ég kunni ekkert nýtilegt verk. Ég var einkabarn og
hafði lengst af lifað og látið, eins og mér þótti bezt,
hlaupið úr einu í annað, en ekki fest mig við neitt,
eða lært neitt svo vel, að mér kæmi að gagni, þegar út í
lífið væri komið.
Ástæðan til þess að ég samþykkti mótmælalaust að
flytja heim til Páls, auk þess að pabbi var svo veikur,
að ég gat ekki andmælt honum, var að þar hafði ég
von um að hitta Hans, því Páll var stjúpi hans.
Annað það sem pabba virtist svo umhugað um að
ég lofaði sér, var að ég gifti mig ekki né trúlofaði fyrr
424 Heima er bezt