Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 35
TÍUNDI HLUTI
Nú vafðist Möngu tunga um tönn. Hún horfði niður
fyrir sig, ofan á tvo ljóshærða kolla, sem hjúfruðu sig
upp að henni. Hún var orðin eldrauð í andliti og smá-
kippir komnir í kinnarnar á henni.
Þegar hér var komið sögu, tók Gvendur rögg á sig,
steig upp á pallskákina, vatt sér að Brynjólfi og sagði:
„Ég ætla að biðja þig, Brynjólfur, að lofa henni
Möngu að vera hér eitthvað með strákana; ég skal standa
skil af því.“
Brynjólfur svaraði ekki sem skjótast. Var nú ekki
laust við, að hann velti vöngum. Leit hann ýmist á
A-föngu og Gvend eða Guðrúnu og Kristínu. Svo sagði
hann:
„Það er ekki allt undir mér komið með það, Gvend-
ur. Hvað segið þið Guðrún um þetta, Kristín mín?“
bætti hann við og sneri sér til konu sinnar. En áður en
Kristínu veittist tími til að svara, tók Guðrún til máls
og sneri sér til Gvendar:
„Hvað hefur eiginlega komið fyrir þig, Gvendur,
rétt einu sinni? Þú ferð héðan í dag og ætlar út að
Efri-Völlum eins og vera ber. En í staðinn fyrir að fara
þangað, snýrðu hingað aftur og kemur hingað um
hánótt með kvenmann í eftirdragi og tvo krakka. Hvað
hefur þetta eiginlega að þýða?“ Og án þess að bíða
eftir svari frá Gvendi, sneri hún sér nú að Möggu og
hélt áfram: „Áttir þú ekki að vera á Skarði í vetur,
Manga litla? Mig minnir, að þér hafi verið ákveðinn
staður þar til krossmessu með öðn.im drengnum. Hinn
átti víst að vera í Hvammi.“
En Manga svaraði engu. Það var eins og hún væri
búin að missa málið. Gvendur aftur á móti virtist æt!a
að fara að ná sér á strik. Hann sagði nú með talsverð-
um þjósti:
„Eg býst við, að öllum þætti ekki mikil sæla að
vera settir niður hjá honum ríka Jóni á Skarði; ekki
hefur hann verið taíinn svo mikið góðmenni hingað til.“
En það stóð ekki á svari hjá Guðrúnu:
„Ég veit ekki til að aumingjum hafi liðið neitt verr
á Skarði en annarsstaðar hér í hreppnum, nema síður
sé.“
„Og þá efarðu varla,“ sagði Gvendur, „að Guðmund-
ur í Hvammi muni hossa krökkunum á hnjánum, sem
hjá honum lenda. Þeir verða svo langlífir hjá honum
allir, kannske?“
Þessar samræður féllu niður við það, að strákamir
tóku til að hrína. Drógu þeir ekki af sér, svo að nánar
sagt heyrðist ekki níannsins mál í baðstofunni. Manga
laut niður að þeim og reyndi að hugga þá. Kristín gekk
til hennar og sagði:
„Þú verður hér að minnsta kosti í nótt, Manga mín.
Svo sjáum við til.“ Síðan bætti Kristín við og sneri sér
til Guðrúnar: „Ekki býst ég við, að mamma hefði
rekið hana út frá sér, ef svona hefði staðið á.“
„Það kannast nú kannske allir við góðmennskuna í
henni og höfðingsskapinn“, svaraði Guðrún og breytt-
ist nú bæði á svip og í fasi. Snaraðist hún nú fram
fyrir og ofan stigann, en kom að vörmu spori með
mjólkursopa handa hvorum strák. Hættu þeir að skæla,
er þeir fengu dropalöggina. \’ar nú komumönnum
veittur sæmilegur beini. Síðan komu menn sér í rúmið.
Var málum þannig skipað, að Manga háttaði í rúm
Gvendar og hafði hjá sér báða drengina. Gvendur aftur
á móti ætlaði að liggja á gólfinu og hafa gæruskinn
sín yfir sér og undir. Brynjólfur sagði honum að liggja
heldur hjá honum Sveinka, þeir kæmust vel fyrir báðir
í bælinu hans. En Gvendur vildi ekki fyrir nokkum
mun sofa hjá Sveinka, ekld að nefna. Stóð í því þófi
um hríð, þar til er Brynjólfur fékk því til leiðar komið,
Heima er bezt 427