Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 28
Haraldur Nielsson.
araskólann. Þá hafði ég margt lesið eftir Harald Níels-
son, og margt um hann lesið. Haraldur Níelsson var
þá orðinn prófessor í guðfræði við Háskóla íslands, en
hélt jafnframt uppi sérstökum guðsþjónustum í Frí-
kirkjunni í Reykjavík frá árinu 1914, til dánardægurs
1928. Þessar messur flutti hann að jafnaði kl. 5 síð-
degis. En nokkru áður en kirkjudyr voru opnaðar,
hafði allmikill mannfjöldi raðað sér við aðaldyr kirkj-
unnar og beið þess að hún yrði opnuð. Söfnuður sr.
Haraldar hafði aðgöngumiða og gekk inn um bakdyrn-
ar. Þegar kirkjan var opnuð rétt fyrir kl. 5 voru bekk-
irnir oft nær fullsetnir, en jafnan stóð fjöldi fólks, af
því, sem inn kom um aðaldyrnar og ekki gat fengið
sæti. Held ég að enginn prestur á okkar landi hafi feng-
ið eins góða og stöðuga kirkjusókn.
Heima á Snorrastöðum hafði ég vanizt að sækja
kirkju, þegar færi gafst, og strax og ég kom til Reykja-
víkur sótti ég messur. Það fór þó bráðlega svo, að ég
sótti lítið aðrar messur en hjá sr. Haraldi og voru það
miklu fremur persónutöfrar mannsins og ræðusnilldin
sem hreif mig heldur en sjálf kenningin eða ræðuefnið.
Þó eru mér enn í minni sumar ræðurnar, en margar
þeirra komu síðar út í húslestrarbók, sem heitir: Arin
og eilífðin.
í byrjun hafði það líka nokkur áhrif á kirkjusókn
rnína, að ég varð þess var, að sr. Magnús Helgason
sótti jafnan þessar messur, en hans dæmi vildi ég gjarn-
an fylgja.
Sérstaklega man ég vel eftir björtu vorkvöldi, er
Haraldur Níeisson prófessor hélt erindi fyrir almenn-
ing í Fríkirkjunni. Þegar ég kom inn voru öll sæti set-
in í kirkjunni og allmargt fólk stóð á gólfinu. Ég
bættist í þann hóp.
Erindið fjallaði um „sýnir deyjandi barna“, og var
áhrifamikið og vel flutt. Þegar sr. Haraldur hafði tal-
að nokkuð á annan klukkutíma, gerði hann aðeins hlé
á ræðunni og ávarpaði fólkið og sagði eitthvað á þessa
leið:
„Ég sé að allmargt fólk stendur og ég veit að það er
orðið þreytt. Ég hef ekki lokið ræðu minni, en mér er
ekki vel við umgang á meðan ég flyt ræðu. Það er
því ósk mín, að þeir sem þreyttir eru orðnir hverfi nú
í burtu, en séu annars kyrrir, þar til ég hef lokið ræð-
unni.“
Ekki einn einasti maður hreyfði sig, og sr. Haraldur
hélt áfram ræðunni. Og sama hljóðláta kyrrðin ríkti
áfram í kirkjunni. Að ræðunni lokinni gengu kirkju-
gestir hljóðir og hugsandi út í vorblíðuna.-------
Sr. Haraldur sýndi börnum ætíð mikla ástúð og
taldi hvert barn eins konar sendiboða drottins hér á
jörðu. — Á fyrsta „barnadaginn“, sem haldinn var í
Reykjavík, fyrsta sumardag 1921, flutti sr. Haraldur
erindi í Nýja Bíó í Reykjavík að beiðni Bandalags
kvenna, sem sá um hátíðahöldin. Erindið nefndi hann
Börnin sem deyja ung.
Hann minntist í byrjun erindis á barna-útburð forn-
manna í heiðni á íslandi og tók þar til dæmis frásögn-
ina í Gunnlaugs sögu ormstungu, er Þorsteinn Egils-
son, ríkur höfðingi á Borg á Mýrum, leggur svo fyrir
við konu sína, er hann reið til þings, að hún skyldi láta
útbera barn það, er hún gengi með, ef það yrði stúlka,
en uppala, ef það yrði piltur. Tók hann þessa ákvörð-
un út af dularfullum draum, sem hann dreymdi, og
vildi ekki að rættist, eins og alkunnugt er. Um þessa
hræðilegu ákvörðun Þorsteins Egilssonar segir svo í
Gunnlaugs sögu ormstungu:
„Það var þá siðvandi nokkur, er land var allt heiðið,
að þeir menn, er félitlir voru, en stóð timegð mjög til
handa, létu út bera börn sín, og þótti þó illa gert ávallt.“
Sr. Haraldur segir síðan svo í erindinu: „Kænska og
ást móðurinnar barg barninu. Það barn var Helga
fagra.“
Síðar í sama erindi segir sr. Haraldur: „Enginn hef-
ur kennt mönnum að meta barnssálina eins og Kristur.
Svo segja fróðir menn, að í ritum, sem skráð voru fyrir
Krists burð, sé sjaldan minnzt á börn. En í þeim stuttu
frásögnum, sem vér höfum af Kristi, er oft sagt frá,
hvernig hann talaði um börnin og við þau ,Leyfið börn-
unum til mín að koma og bannið þeim það ekki, því
slíkra er guðs ríki‘ og ,Hver, sem tekur á móti einu
slíku barni í mínu nafni hann tekur á móti mér‘. Hann
420 Heima er bezt