Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 30
45. allir í húsinu þegar í stað
taka til að gleðja hana, satt er það,
taka til að gleðja hana. Ganga svo inn
Guðný og Rósa með teketilinn,
Guðný og Rósa með glóðarker.
50. Anzar hann afi: „Nú líkar mér“;
anzar hann afi við yngra Jón þá:
„Taktu ofan bollana og skenktu þar á,
taktu ofan bollana og gáðu að því,
sparaðu ekki sykrið að hneppa þar í,
55. sparaðu ekki sykrið, því það hef ég til
allt vil ég gera Guðrúnu í vil,
allt vil ég gera fyrir það fljóð;
langar þig í sírópið, dóttir mín góð?
langar þig í sírópið?“ afi kvað.
60. „Æi ja ja, dáindi þykir mér það.
Æi ja ja, dáindi þykir mér te.“
„Má ég bjóða þér mjólkina?“ „Meir en svo sé.“
„Má ég bjóða þér mjólkina? Bíð þú þá við.
Sæktu fram rjóma í trogshornið,
65. sæktu fram rjóma, Vilborg, fyrst,
vertu ekki lengi, því stúlkan er þyrst,
vertu ekki lengi, því nú liggur á.“
Jón fer að skenkja á bollana þá,
Jón fer að skenkja, ekki er það spé,
70. sírópið, mjólkina, sykur og te,
sírópið, mjólkina; sýpur hún á;
sætt mun það vera. „Smakkið þið á.“
Sætt mun það vera; sýpur hún af lyst,
þangað til ketillinn att hefir misst,
75. þangað til ketillinn þurr er í grunn,
þakkar hún fyrir með hendi og munn,
þakkar hún fyrir og þykist nú hress.
„Sittu nokkuð lengur til samlætes,
sittu nokkuð lengur, sú er mín bón.“
80. Kallar hann afi á eldra Jón,
kallar hann afi: „Kom þú til mín,
sæktu ofan í kjallara messuvín,
sæktu ofan í kjallara messuvín og mjöð,
ég ætla að veita henni, svo hún verði glöð,
85. ég ætla að veita henni vel um stund.“
Brátt kemur Jón á föður síns fund,
brátt kemur Jón með brennivínsglas,
þrífur hann staupið, þó það sé mas,
þrífur hann staupið og steypir þar á;
90. til er henni drukkið, og teygar hún þá,
til er henni drukkið ýmislegt öl,
glösin og skálarnar skerða hennar böl,
glösin og skálarnar ganga um kring,
gaman er að koma á svoddan þing,
95. gaman er að koma þar Guðný ber
ljósið í húsið, þá húmið að fer
Ijósið í húsinu logar svo glatt,
amma gefur brauðið, og er það satt,
amma gefur brauðið og ostinn við,
100. Margrét er að skemmta að söngvara sið,
Margrét er að skemmta, það er henni sýnt,
þá kemur Markús og dansar svo fínt,
þá kemur Markús í máldrykkju lok,
leikur hann fyrir með látínu sprok,
105. leikur hann fyrir með lystugt þel.
— Ljóðin eru þrotin og lifið þið vel.
Enn hef ég fengið bréf um kvæðið Hjálmar og
Hulda og í þeim bréfum upplýsingar um það, að til
muni vera önnur íslenzk þýðing af kvæðinu.
Einn daginn hringdi svo til mín frú Ingibjörg Helga-
dóttir í Reykjavík og sagði mér, að hjá sér væri frú
Jarðþrúður Nikulásdóttir, systir skáldsins og þýðand-
ans Ingivalds Nikulássonar, áttatíu og eins árs að aldri
og ætti hún í fórum sínum elzta handrit kvæðisins, en
það er skrifað af skáldinu sjálfu með sérkennilega fag-
urri rithönd.
Handrit þetta hef ég nú fyrir framan mig og ætla að
athuga hverju munar á handritinu og prentuðu kvæð-
inu í Heima er bezt, 7. tbl. í júlí 1962.
í upphafi 5. línu í 1. erindi stendur ástarþrá í stað
óþreyja. í 7. línu í 2. erindi stendur hugfangimi í stað
hugglaður. í 3. erindi í 6. línu stendur Ijómar í stað
lifir. í 7. erindi 8. línu stendur indæla í stað ástkæra.
í 8. erindi 3. línu stendur bárurnar í stað bylgjurnar.
I 11. erindi 7. línu stendur unnustu í stað ástmey. I 18.
erindi 1. línu stendur holund í stað helund og í sama
erindi 6. línu illa í stað óvæntur. Geta þeir, sem hafa
vilja það, er réttara er, fært þessar leiðréttingar inn í
prentaða kvæðið, en engar þeirra valda misskilningi.
En Ingivaldur Nikulásson var góður málamaður, þótt
hann hefði lítt í skóla gengið. Hann þýddi úr þýzku
Alfakónginn eftir Goethe. Systir skáldsins lánaði mér
það handrit. Og hér birtist þá Ijóðið í þýðingu hans:
ÁLFAKÓNGURINN
Hver ríður svo seint um svala slóð
í svipvindi nætur? Faðir með jóð;
hann sveininum heldur með öflugum arm
svo ei honum kólni sér við barm.
Því felur þú andlit, því felmt er þér?
Ó, faðir minn, sérðu’ ekki álfakónginn hér?
Álfakónginn með kórónu og seim?
Þar kvikar, sonur minn, Þokureim.
„Þú kæra barn, flýt þér og fylg þú mér!
Ég fagra leiki skal sýna þér,
hin marglitu skrautblóm þar máttu sjá,
og móðir mín gullofnar skikkjur á.“
Faðir minn, faðir minn, heyrirðu’ ei hér
hvað hermir álfakóngurinn mér?
ver rólegur blíðasti barnunginn minn,
í blöðunum þurrum hvín vindurinn.
422 Heima er bezt