Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 34
ákveða að ná í pabba. - Þetta hafði ég heyrt, þegar gömul vinkona mömmu kom í heimsókn. Þá var ég nu eða ellefu ára og ostjornlega forvutin, þegar þter voru að rifja upp endurminningar sínar, frá því þær voru ungar stúlkur heima í sveitinni sinni. „Maturinn er til,“ endurtók Sara gamla og horfði á mig með svip, sem gat ekki leynt vanþóknun hennar á, hve seint ég svaraði. — Ég stóð upp, stirð og dofin. „Já, Sara mín, ég er að koma,“ svaraði ég. Jafnvel þessi gamla kona, sem hafði verið á heimili foreldra minna, frá því ég fæddist, gat ekki skilið, hvernig mér leið. Það var þá ekki von, að aðrir gætu það. Eg hafði alls enga löngun í mat, en Söru vegna borð- aði ég þó, vissi h'ka að ég þurfti þess með. Þarna sat gamla konan á móti mér við eldhúsborðið, feit og bústin, og borðaði af hjartans ánægju, að því er séð varð, enda var það hennar ævistarf, — ég segi ekki köllun, - að elda mat og búa til brauð, þvo og skrubba. Ömurlegra hlutskipti gat ég ekki hugsað mér. En hún var sæl í sínu konungsríki, þótt lítið væri, og virtist ekki hafa minnstu löngun til að skipta um starf eða stað. Hún tárfelldi af ánægju, þegar nýi læknirinn, sem var okvæntur, bað hana að vera ráðskonu hjá sér. Bara hún hefði verið ofurlítið yngri, eða hann eldri, þá hefði þetta getað farið vel hjá þeim. Ég kyssti gömlu konuna á kinnina og gekk síðan upp á loft, inn í gamla herbergið mitt. Það var nú galtómt. Ég stóð um stund og horfði út í myrkrið. Mér leið undarlega, var ýmist sjóðheitt eða ískalt og langaði mest til að hátta í bólið mitt og sofna, og helzt að vakna aldrei aftur. Hvers vegna kom ekki bíllinn að sækja mig? Páll hafði gert ráð fyrir, að hann yrði kominn um þrjú eða fjögur-leytið, þegar hann hringdi til mín um morgun- inn. Þá ætlaði hann að fara að leggja af stað. En þetta var löng leið, og margt gat tafið. Ég bjó mig í ferðafötin og gekk út. Það var dálítið frost og snjóföl á jörðu. Tunglið skein, og sló ævin- týrabjarma á umhverfið. Það marraði í snjónum, þegar ég rölti eftir holóttum veginum, sem lá í hlykkjum upp úr þorpinu. Þann veg kæmi bíllinn frá Álftafirði, svo við gætum ekki farið á mis. Páll hafði sagt, að sonur sinn kæmi eftir mér, og mér datt ekki í hug, að það gæti verið neinn annar en Hans, enda kallaði Hans hann pabba, þó Páll væri stjúpi hans. Hans hafði aldrei talað mikið um fólkið sitt í Álfta- firði, en það sem hann sagði, var allt á þann veg, að ég bjóst við að hitta þar eintóma gamla sérvitringa, sem aðallega hugsuðu um að gera samferðafólki sínu lífið leitt með siðavendni og prédikunum. Ég hafði oft velzt um af hlátri, þegar Hans var að herma eftir „Gamla“ Það var samstarfsmaður Páls á sjúkrahúsinu. Það var ekki ánægjulegt líf, sem ég átti fyrir hönd- um, en Hans mundi bæta það allt upp. Hans hafði ekki getað komið og verið við jarðarförina, og hvers vegna hann gat það ekki, vissi ég varla. Páll hafði eiginlega svarað út í hött, þegar ég spurði hann að því, sagði aðeins að atvinnu sinnar vegna hefði það verið ómögu- legt. Sannast að segja hafði ég ekki hugmynd um, hvaða atvinnu Hans stundaði. Einu sinni var hann leigubíl- stjóri, en hvort hann var það enn, vissi ég ekki. Það var þó hugulsemi af honum að koma eftir mér. Hann vissi auðvitað, hve einmana ég yrði á nýja heimilinu. Mér hlýnaði um hjartaræturnar og greikkaði ósjálfrátt sporið. Ó, Hans, gamli gallagripur, hve ég hlakka til að sjá þig! Skýringin á því að Hans átti heima ekki síður hjá okkur a Björk en í Álftafirði var sú, að hann var syst- ursonur Söru gömlu. Móðir hans hafði verið heilsulítil og dó, þegar hann var átta ára. Ég sá bílljósin fyrst uppi á háheiðinni og hafði ekki augun af þeim, meðan bíllinn sniglaðist eftir hlykkjótt- um veginum, sífellt nær og nær. Ég þráði Hans allt í einu svo óstjórnlega heitt, að ég gat varla stillt mig um að hlaupa á móti bílnum. En það var þá ekki Hans! Vonbrigðin flæddu um mig, og ég gat engu orði kom- ið upp. Okunni maðurinn hraðaði sér til mín, þar sem ég stóð eins og negld niður. Það var undarlegt, ég kom ekki andliti hans fyrir mig, en um leið og hann tók í hönd mína, mundi ég hver hann var. Þetta var ungi læknirin, sem komið hafði með Páli, en fór strax dag- inn eftir. Handtak hans var hlýtt og sterkt, hann sleppti hönd minni ekki strax, en sagði með þessari einkennilegu lágu róandi rödd: „Sóley, ég átti ekki von á þér, hér úti á miðjum þjóðveginum.“ „Ég hélt það væri Hans, sem kæmi,“ stamaði ég. „Hans?“ sagði hann undrandi. „Hvernig datt þér það í hug? Hann er enn fyrir sunnan. Sagði pabbi þér ekki, að það væri ég sem kæmi?“ „Hann sagði bara, að sonur sinn kæmi!“ „Já, en ég er sonur hans, vissirðu það ekki? Hefur Hans aldrei nefnt mig?“ „Nei,“ tautaði ég og hristi höfuðið. „Hann hefur aldrei sagt mér frá neinum, nema Önnu gömlu og „Gamla“, sem vinnur með Páli.“ Ég áttaði mig of seint og eldroðnaði. Ég hefði getað sokkið niður í veginn af skömm. Auðvitað var þetta „Gamli“. Hann sagði líka rólegur, en með annarlegum hljómblæ: „Ætli það sé ekki ég, sem hann hefur sagt þér frá?“ Það byrjuðu svo sem vel kynni mín af heimilisfólk- inu í Álftafirði! Sennilega yrði endirinn eftir því. Ég settist inn í bílinn, og hann ók þegjandi af stað. (Framhald.) 426 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.