Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 22
Ingibjörg Sigurðardóttir: Úr bókinni HEIMASÆTAN Á STÓRA-FELLI Bjartur og lognkyrr laugardagur varpar fegurð yfir sveit- ina. Jóladansleikur er ákveðinn í félagsheimilinu að Lundi. Gerður er formaður skemmtinefndarinnar, og henni hefur verið falið að stjórna samkomunni. Öllum undirbúningi skemmtiatriða er lokið, en Gerður á eftir að framkvæma eitt atriði enn í sambandi við skemmtunina, og það hefur hún fyr- ir löngu ákveðið að taka í sinn hlut. En það er að bjóða séra Steini á skemmtunina. Hún efast ekki um jákvætt svar hans, og í hjarta hennar bærist ljúfsæl tilhlökkun. í kvöld er skemmtisamkoman ákveðin, og nú má hún ekki fresta fyrir- ætlun sinni lengur. Séra Steinn situr við skrifborð sitt og tekur saman ræðu. Að morgni er helgur dagur, og þá ber honum að mæta í kirkju sinni til að flytja söfnuði sínum æðsta boðskap lífsins. Sál unga prestsins er þrungin eldmóði þess orðs, sem hann þjónar, og hugur hans er bundinn við það eitt. Hann nýtur kyrrlátrar einverunnar og keppist við að skrifa ræðu sína. En skyndilega er djúp og friðsæl þögnin umhverfis séra Stein rofin. Gerður drepur léttu höggi á herbergishurðina og opnar hana um leið. — Fyrirgefið þér ónæðið, séra Steinn, segir hún brosandi. Séra Steinn hættir að skrifa, leggur frá sér pennann og lít- ur á Gerði. — Það er ekkert að fyrirgefa, gerið þér svo vel. Gerður gengur að skrifborðinu til séra Steins og tekur sér sæti á móti honum. Augu hennar hvíla á prestinum, og léttur roði á vöngum hreppstjóradótturinnar sameinast leiftri augn- anna .... — Ég er komin til þess að biðja yður að heiðra skemmti- samkomu ungmennafélagsins að Lundi í kvöld með nærveru yðar, séra Steinn. Pabbi sér um hesta til ferðarinnar. Djúp alvara færist yfir svip séra Steins. — Ég þakka yður fyrir, Gerður, en ég sæki aldrei dansleiki, og ég kann heldur ekki að dansa. — Svo! En það verða fleiri skemmtiatriði þar en dans. — Ég efast ekki um það, að skemmtisamkoman verði hin ánægjulegasta. En ég þarf að þjóna kirkju minni á morgun, og kýs því að vera heima í nótt. Gerður horfir um stund á séra Stein og virðir hann fyrir sér, en í góðmannlegum svip hans mætir hún þeirri festu, sem henni er líklega ofraun að sigrast á. Sr. Stanley Melax: Úr bókinni GUNNAR HELMINGUR Næstu vikurnar eftir kaupstaðaferðina er Gunnar helming- ur mikill maður. Hann er það ekki aðeins í augum sjálfs sín, heldur annarra líka. Hann kemur ekki svo út á plássið, að hann finni þetta ekki. Hann er eins og stjarna, sem horft er á. Þeir, sem litu ekki við honum áður, þramma nú í veg fyrir hann. Og gangi hann ofan að sjó, koma þeir eins og kríur úr öllum áttum, til þess að tala um trilluna. Kvenfólkið brosir, þegar hann mætir því. Og strákasneypurnar, sem einu sinni höfðu uppi klúran kjaft og negldu hálfan ýsuhaus á þil, hon- um til háðungar, nálgast hann nú með lotningu — sjálfsagt af því þeir ala þá von í brjósti, að einhvern tíma í framtíð- inni fái þeir að bruna um víkina á trillunni hans. Og þessa duldu ósk, sem hann getur sér til um, langar hann að upp- fylla, af því að honum er allt í einu orðið vel við stráka- greyin. Vitaskuld gengur ekki allt fólk úr skorðum út af þessum vélbáti. Enginn verður þess var, að Oddur gamli í Búð gefi þessu nokkurn gaum, enda nú fyrir aldurssakir orðinn líkast- ur aflógagrip, sem snöltrar við kofahornið sitt. Björn í Vest- urhúsum er heldur ekki margmáll um þetta. Ef til vill hugsar hann þó fleira en hann talar, því annaðhvort verður hann nú að kaupa — og það getur hann ekki — ellegar að sætta sig við nýjan kaupanda að þessari h^Jmingseign, hver svo sem hann verður. Aftur á móti er Eysteinn grön liinn hrifnasti, klappar kumpánlega á öxlina á Gunnari og býður honum sígarettu — hlut, sem hinn síðar nefndi kann ekki meira en svo að handfjatla, enda þótt hann stingi öðrum enda hennar upp í sig og kveiki í. — Svona eiga menn að vera, segir kaupmaðurinn brosandi. Nú ert þú að lyfta Grettistaki, sem ekkert fordæmi er fyrir í þessum afkima veraldarinnar. Því hér hafa mennirnir sveitzt og sofið, fæðst og dáið undir sama hljóðfallinu í tíu hundruð ár. Við erum fyrstu mennirnir, sem tökum mark á fleiru en tunglkomum og sjávarföllum. Við ættum að koma til með að hafa ýmislegt saman að sælda, þegar fram líða stundir. Útgerð og kaupmennska þurfa hvor annarrar við. Gunnar blés frá sér síðasta sígarettureyknum og brenndi sig í fingurgómana. Hann var þessu sammála. Og það var óneitanlega eitthvað notalegt og hressandi við það, að standa 422 d. Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.