Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 9
Benedikt Jónsson og Guðný Halldórsdóttir kona hans.
Helgustaðahreppi, sem var stór og náði yfir mörg
byggðarlög. Hann hafði því mikil ferðalög og margir
áttu erindi við hann, svo að töluverður gestagangur var
á heimilinu. Þótt þrönghýst væri í bænum, var ætíð
tekið vel við gestum og oft vöktu gestakomur mikla
glaðværð og voru kærkomin tilbreyting í hversdags-
lífinu.
Svo voru það kirkjuferðirnar. Á Þverá bjó afi okk-
ar og börn hans nokkur uppkomin. Þar var kirkja,
annexía frá Grenjaðarstað. Presturinn okkar, séra Bene-
dikt Kristjánsson á Grenjaðarstað, var vildarvinur föð-
ur míns. Hann var hið mesta glæsimenni í sjón, glað-
vær og ljúfur í framkomu, ræðinn við sóknarbörn sín
og rnjög barngóður. Kirkjan á Þverá er fremur lítil
steinkirkja, en mjög falleg og vel búin kirkjugripum.
Hvít er hún að innan með blárri bogahvelfingu með
gullgulum stjörnum. Stórir járngluggar, bogamyndaðir
að ofan, með fremur smáum rúðum, prýða hana. Alt-
ari, grátur og predikunarstóll, er mjög vandað að allri
smíð og frágangi. Einnig var þar mjög fögur altaris-
tafla eftir Arngrím Gíslason, málara. Yfir vesturenda
var h'tið söngloft. Þar var leikið á litla „orgelið“, karl-
ar og konur sungu með, sama fólkið ár eftir ár, en
Hólmgeir Þorsteinsson, mágur föður míns, lék á hljóð-
færið. Kirkjusókn var góð, þegar veður leyfði.
Messuferðir voru okkur systrum óblandin ánægja.
Hin fagra vel búna kirkja, söngurinn og klukknahljóm-
urinn, allt hreif þetta hugann. Og svo að koma í Þverá
til nánustu ættingja, klæðast fallegu sparifötunum sín-
um og láta dekra við sig. Það átti nú við unga fólkið.
Þetta er aðeins ófullkomin lýsing á ytra umhverfi
um bernskuár Unnar, ótal margt er ótalið, sem hafði
djúptæk áhrif á sálarlíf okkar barnanna.
Frá því ég man til mín og fram yfir fermingar-ald-
ur, voru lesnir húslestrar á sunnudögum, þegar ekki
var farið til kirkju, og Passíusálmarnir sungnir með
kvöldlestrum á föstunni. Móðir okkar var mikil trú-
kona og faðir minn sýndi ætíð trúarþörf og tjáningu
annarra manna í þeim efnum virðingu og tillitssemi.
Þannig var æskuheimili Unnar, lítið friðsælt heim-
kynni með reglubundnum störfum, sambúð við vand-
að, dagfarsgott fólk og ástríka foreldra, vel virta af
sveitungum þeirra. Engin auðlegð, en mannsæmandi
lifnaðarhættir, bæði hvað daglegt brauð og vel hirt hí-
býli snertir. Einu má ekki gleyma: Foreldrar okkar
bæði, og þó einkum mamma, voru miklir dýravinir og
fóru ágætlega með allar skepnur sínar. Kýrnar hennar
mömmu fóru ekki varhluta af nærgætni hennar og um-
hyggju. Hestar, hundarnir og hún kisa voru eftirlætis-
dýr og vinir okkar systra og leikfélagar.
Svo voru það blómin hans pabba og síðar okkar.
Hann átti vænan og vel hirtan kálgarð vestan og sunn-
an undir bænum, og við baðstofustafninn breitt og
fallegt blómabeð með bæði íslenzkum og útlendum
blómurn í. Við systur týndum fræ úr útlendum korn-
tegundum og fengum mörg falleg, áður óséð blóm upp
af því okkur til mikillar ununar. Þau voru með í hópi
þess, sem gerði heimilið glaðara, eftirlæti okkar og
yndi.
Og inni í bókahillum pabba biðu þögulir vinir eftir
okkur, sérstaklega ljóðabækurnar. Þær voru vissulega
ekki minnst elskaðar og virtar af því, sem heimilið
hafði upp á að bjóða. Lausavísurnar, sem lifðu á vör-
um fólksins og daglega voru raulaðar, heyrðu líka
Auðnasystur. (Deetur Benedikts Jónssonar) Sitjandi frá vinstri
talið: Aðalbjörg, Bergljót, Unnur. Standandi frá vinstri talið:
Hildur, Herdís.
Heima er bezt 409