Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 29
kenndi oss að sjá frumvísi að eilífri veru í hverju barni, — veru, sem ætlað væri dýrlegt hlutskipti og sett væri guðdómlegt takmark. Óhugsandi er því, að þeir beri út börn, sem trúa því, að sérhver barnssál lifi eilíflega. Því skýrari sem trúin á framhaldandi líf eftir dauðann verður, því meira gildi fær sérhver barns- sál í augum vorum, og því meira hlýtur að verða hugs- að um að bæta uppeldi barna.“ Eg vildi með þessum fáu orðum mínum vekja at- hygli ungra lesenda á þessum landsfræga prédikara, sem með mælsku sinni, orðgnótt og rökfimi teygði til 'sín hugsandi og leitandi fólk og fyllti ldrkjuna á messudögum. Ég bið lesendur að veita athygli orðum sr. Haraldar hér að framan, þar sem hann minnir á að fyrir daga Krists, hafi lítið verið um börn rætt í forn- um ritum. Það er Jesú, barnavinurinn mesti, sem man eftir börnunum og metur þau. Jesús talar aldrei um góð börn eða slæm. Hann segir aðeins: „Verið eins og börn.“ Börnin eru í huga hans fyrirmynd hinna full- orðnu. í þessum mánuði er hátíð hátíðanna, jólin. Öll börn hlakka til jólanna og öll börn vilja fylgja dæmi Jesú og Hkjast honum, hvert og eitt eftir sinni getu. Jólahátíðin er dýrðlegasta hátíð kirkjunnar, en hún er líka oft nefnd hátíð barnanna. Stefán Jónsson. Sunnudaginn 14. október síðastliðinn var að tilhlut- an Fræðsluráðs Reykjavíkur haldinn í Þjóðleikhúsinu, hátið til minningar um 100 ára starfsafmæli barnaskóla í Reykjavík. Skemmtiatriði voru þar mörg og góð og öll framkvæmd að mestu af nemendum barnaskola í Reykjavík með stuðningi leikstjóra og kennara. Eitt skemmtiatriðanna var það, að hópur ungmenna flutti og lék hina landskunnu Gilsbakkaþulu. Vakti þessi flutningur þulunnar óskipta athygli áhorfendanna, og sama mátti segja um öll skemmtiatriðin. Var þessi hátíð til mesta sónra fyrir æsku Reykjavík- ur og forgöngumenn hátíðarinnar. Gilsbakkaþula var fyrr á árunr þekkt um allt land og fjöldi fólks kunni meira og minna úr henni, og var hún mikið rauluð sem vögguljóð og við stálpuð börn, sem erfitt áttu með að sofna. Segir svo í eftirmála við eina uppskrift eða handrit þulunnar: „Fylgir sá kraftur kvæði þessu, að varla er svo rellótt barn, að ekki hugg- ist við það og hlýði á með mestu athygli, ef það er kveðið við það af söng-lærðum manni og eftir réttum söngreglum.“ í gömlum handritum er þulan ýmist nefnd: Barna- ljóð, Jólakvæði, Gilsbakkaljóð eða Gilsbakkaþula. í Huld er þetta fræga Ijóð nefnt Gilsbakkaþula. Höfundur Gilsbakkaþulu er talinn sr. Kolbeinn Þor- steinsson, sem um tíma var aðstoðarprestur tengdaföð- ur síns, sr. Jóns Jónssonar, sóknarprests á Gilsbakka. Var sr. Kolbeinn kvæntur Arndísi dóttur sr. Jóns. — Þulan er talin kveðin á árunum 1759—1764 og er því um það bil 200 ára gömul. Þulan mun kveðin til Guð- rúnar eldri, dóttur sr. Kolbeins, og lýsir þeim viðtök- um er hún mundi fá á Gilsbakka, er hún heimsækir afa sinn um jólin. Þulan fer hér á eftir eins og hún er prentuð í Huld, II. hefti, 1936. GILSBAKKAÞULA Kátt er á jólunum, koma þau senn, þá munu upp líta Gilsbakkamenn, upp munu þeir líta og undra það mest, úti sjái’ þeir stúlku og blesóttan hest, 5. úti sjái’ þeir stúlku, sem um talað varð: „Það sé ég hér ríður Guðrún mín í garð, það sé ég hér ríður Guðrún mín heim.“ Út kemur hann góði Þórður einn með þeim, út kemur hann góði Þórður allra fyrst, 10. hann hefir fyrri Guðrúnu kysst, hann hefir fyrri gefið henni brauð; tekur hann hana af baki, svo tapar hún nauð, tekur hann hana af baki og ber hana inn í bæ. „Kom þú sæl og blessuð," segir hann æ, 15. „kom þú sæl og blessuð, keifaðu inn, kannske þú sjáir hann afa þinn, kannske þá sjáir hann afa og ömmu þína hjá, þínar fjórar systur fagna þér bezt; 20. af skal ég spretta og fóðra þinn hest, af skal ég spretta reiðtygjum þín; leiðið þér inn stúlkuna, Sigríður mín, leiðið þér inn stúlkuna og setjið hana í sess.“ „Já,“ segir Sigríður; „fús er ég til þess“; 25. „já,“ segir Sigríður, kyssir hún fljóð, „rektu þig ekki í veggina, systir mín góð, rektu þig ekki í veggina, gakktu með mér.“ Koma þær inn að húsdyrum og sæmilega fer; koma þær inn að húsdyrum og tala ekki orð, 30. þar situr fólkið við tedrykkjuborð, þar situr fólkið og drekkur svo glatt, fremstur situr hann afi með parruk og hatt, fremstur situr hann afi og anzar um sinn: „Kom þú sæl, dóttir mín, velkominn inn, 35. kom þú sæl, dóttir mín, sittu hjá mér, nú er uppi teið og bagalega fer, nú er uppi teið, en ráð er við því, ég skal láta hita það aftur á ný, ég skal láta hita það helzt vegna þín, 40. heilsaðu öllu fólkinu, kindin mín, heilsaðu öllu fólkinu og gerðu það rétt.“ Kyssir hún á hönd sína og þá er hún nett, kyssir hún á hönd sína og heilsar án móðs, allir í húsinu óska henni góðs, Heima er bezt 421

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.