Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 31
„Þú fagri sveinn, viltu ei fara til mín? ég fríðar á dætur sem gæta þín, og dætur mínar nú skulu skjótt þér skemmta með sönghljóm og dansi í nótt!“ Sko, faðir! Sko, faðir! í skugganum þar hinar skartbúnu álfkonungsdæturnar? Það fullvel ég, góði sonur má sjá: Við sjáum þar píltrén svo aldin og grá. „Vöxtinn þinn ítra ég elska svo heitt, ef eigi’ ertu hlýðinn mun valdi beitt.“ Æ, faðir! hann kominn rétt að mér er! Ó, álfakóngurinn þjakar mér! Af hryllingi faðirinn hleypti á skeið, og með hljóðandi barnið í fangi reið; með nauðum gat bjargazt að bænum þar; en barnið í faðmi hans dáið var. En Valdimar Briem og Steingrímur skáld Thorsteins- son hafa líka þýtt þetta sama ljóð og hér birtist Álfa- kóngurinn í þýðingu Steingríms til samanburðar. ÁLF AKÓN GURINN Hver ríður þar síðla um svalnæturskeið? Með smásvein sinn faðir þar einn er á leið. Hann drenginn í fanginu vandlega ver, og vefur í klæðum að hjartanu sér. „Því felurðu barn þig“ hver felmtur það var? „Æ, faðir minn, sérðu ekki álfkónginn þar? Með gullkrónu og sprota svo glöggt ég hann lít.“ „Því gegni’ ég ei barn, það er þokuráð hvít.“ „Kom, fallegi drengur, og fylgdu nú mér, þá fegurstu leiki ég kenna skal þér. Mín strönd er af glitblómum fegurstu full og föt á mín móðir ,er skína sem gull.“ „Og heyr nú minn faðir, hvað eignast ég á, hvað álfkóngur hvíslar að skuli ég fá.“ „Ver hægur og bær þig ei, barnkindin mín, í blöðunum þurrskrældu vindurinn hvín.“ „Kom drengur minn fagri, og dveldu mér hjá, ég dætur á vænar, þær fyrir þér sjá og syngja og dansa og dilla þér rótt, svo dreymi þig sætt um þá værustu nótt.“ „Sko, faðir, sko, faðir, við skyggjandi tré þær skínandi álfkóngsins dætur ég sé.“ „Já sonur rninn góði, það get ég að sjá, það glóir á piltrén svo feyskin og grá.“ „Þín fegurð mig hrífur, þér ákaft ég ann, og ætlirðu að tregðast, ég neyða þig kann.“ „Æ, faðir, nú um mig hann arm leggur sinn, af álfkóngsins tökum ég sárindi finn.“ Af hryllingi faðirinn hrökkur við þá, með hljóðandi barnið hann þeysir sem má, og kemst vart til húsanna fölur og fár, í faðminum hans var sveinninn nár. Þessi ljóðaþáttur verður ekki lengri að þessu sinni. Á næsta ári munu snjallir dægurlagahöfundar yrkja ný dægurljóð, og þess vænti ég, að lesendur þáttarins sendi þættinum ljóðabeiðnir og ábendingar um ljóð, sem sungin voru á undanförnum áratugum. Ég þakka öll bréfin sem þættinum hafa borizt. Gleðileg jól. Stefán Jónsson. Sýnir Guðríðar . . . Framhald af bls. 413. ---------------------- hans hét Halldóra Ólafsdóttir. Laust fyrir 1914 fór hana að drevma einkennilega drauma. Þótti henni maður koma til sín í draumum þessum, sem hún kannaðist ekki við. Með honum var ávallt lítill drengur, og bað mað- urinn Halldóru í hvert sinn fyrir drenginn á meðan hann færi í réttirnar. Hann kvað drenginn mundi una sér hjá börnum hennar, þótt þau sæju hann ekki. Hall- dóra kvað þá, að svo skyldi vera, sem hann vildi, og spyr hann þá um leið hvaðan hann sé. Hann segir að heimili sitt sé í Sauðabólshömrum, en þeir eru skammt frá Leikskálum. Þetta endurtekur sig nokkur haust, að Halldóru dreymir manninn, og hann biður hana fyrir drenginn meðan hann fari í réttirnar. Halldóra sagði fyrir stríðið 1914 og eins hvenær það endaði. Hafði hún gefið í skyn að drauma-maður sinn segði sér. Þorsteinn sonur Jóhanns og Halldóru, sem frásögn þessi er höfð eftir, sagðist oft hafa heyrt sálmasöng í Sauðabólshömr- um, þegar hann var unglingur. r Askriftargjald hækkar Vegna stóraukins útgáfukostnaðar á síðastliðnu ári og yfirstandandi ári verður, því miður, ekki komizt hjá því að hækka áskriftargjald Heima er bezt fyrir næsta ár, og kostar árgangurinn 1963 kr. 140.00. Afeð beztu kveðju og ósk um gleðileg jól. Sigurður O. Björnsson. Heima er bezt 423

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.