Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 39
samantöldu er hér um að ræða ágæta fræðibók, sem fyllir í til-
finnanlega eyðu í bókmenntum vorum. Þýðendur eru Gunnar
Ragnarsson og Thorolf Smith.
Þrjú þjóðsagnasöfn.
ísafoldarprentsmiðja hefur nýlega sent þrjú þjóðsagnasöfn á
markaðinn: Rauðskinnu sr. Jóns Thorarensens, Skyggni Guðna
Jónssonar, prófessors, og Þjóðsögur og sagnir, sem Elias Halldórs-
son gefur út.
Það eru nú 30 ár síðan sr. Jón Thorarensen gaf út fyrsta heftið
af Rauðskinnu, og nú sendir hann hin síðustu, IX og XII frá sér.
Margar ágætar sögur og þættir hafa birzt í safni þessu, og má telja
Rauðskinnu meðal hinna merkustu sagnasafna íslenzkra, einkum
að efnismeðferð og frásögn. I þessu lokahefti er skýrt frá Hvalness-
prestum, og hefur Björn Magnússon tekið það saman eftir ýmsum
heimildum. Margt er þar fróðlegt, en naumast verður það talinn
skemmtilestur, og raunar hefði Rauðskinna mátt enda á glæsilegri
hátt. Þá er nafnaskrá yfir þrjú síðustu heftin. Sr. Jón ritar stuttan
formála, þar sem hann gerir grein fyrir sagnasöfnun sinni, og því,
að nú sé Rauðskinna öll. Munu margir sakna þess, að eiga ekki
framar von á svo góðum gesti.
Guðni Jónsson heldur áfram Skyggni sínum. Kennir þar sem
fyrr í söfnum hans margra grasa. Margt er þar smálegt en líka
margir athyglisverðir þættir, sem bregða upp myndum úr þjóðlífi
voru. Einn veigamesti þátturinn er um bændahöfðingjann Þor-
varð í Sandvík, og merkileg er frásögnin um Bjarna ættfræðing,
svo að eitthvað sé nefnt.
Elías Halldórsson mun vera nýliði í söfnun og útgáfu þjóðlegra
fræða. Er safn hans næsta sundurleitt, bæði nýtt og gamalt, sann-
sögulegir þættir, þjóðsagnir, sagnir af fyrirburðum, kveðskapur og
fleira. öll er bókin læsileg, þótt fátt sé þar nýstárlegt, og engin
sagnanna beri af um frásögn og stíl. Ýmsar vísnanna hefi ég hevrt
öðruvísi með farnar og sumar þeirra prentaðar. Þannig var óþarfi
að tilfæra vísu Páls Ólafssonar öðruvísi en í kvæðabók hans.
Gísli Ástþórsson: Brauðið og ástin.
Reykjavík 1962. Almenna bókafélagið.
Reykjavíkursaga, hröð eins og kvikmynd á tjaldi, full af gaman-
semi en stundum einnig nöpru háði, blaðamennska, ástir, verkfall
og ótal margt fleira. Allt er þetta haglega saman sett, svo að les-
andinn sleppir ekki bókinni fyrr en henni er lokið. Engum, sem
bókina les, dylst, að höfundur gjörþekkir það efni og umhverfi,
sem hann skrifar um, en hann fer með það líkt og skopteiknarinn,
sem ýkir í hófi, til þess að myndin nái tilgangi sínum. Þannig verð-
ur ádeilan í sögu Gísla víða nokkuð hörð, en hin góðlátlega gam-
ansemi dregur úr henni sárasta broddinn, að minnsta kosti á yfir-
borðinu, en gerir hana í rauninni áhrifameiri. Vonandi heldur höf-
undur áfram að sýna lesendum bak við tjöldin í heimi blaða-
mennsku og stjórnmálatafls. En þar, sem hann tekur þá hluti til
meðferðar, nær ádeila hans sér bezt.
Stefán Júlíusson: Sumarauki.
Reykjavík 1962. Almenna bókafélagið.
Höfundur er þegar góðkunnur af hinum fyrri sögum sínum, og
cinkum hefur honum oft tekizt vel með sálarlýsingar, ekki sízt
unglinga. Hin nýja saga er skemmtileg aflestrar og víða spenn-
andi, en naumast þykir mér hún standa jafnfætis næstu sögu á
undan, Sólarhring. Atburðarásin er tæpast sennileg, og persónurn-
ar of glansmyndakenndar. Þannig mætti vænta meiri dýptar hinu
fræga skáldi, sem er önnur aðalsöguhetjan, og óhemjuskapur ungu
stúlkunnar í upphafi sögunnar er með ólíkindum. Ein bezt dregna
persóna sögunnar er kaupmaðurinn. Hann á þar ekki langan þátt,
en í fáum dráttum sýnir höfundur lesandanum þar hinn harðsvír-
aða fjármálamann, sem allt hyggst geta keypt, ef peningarnir eru
á borðinu.
Jóhann Bricm: Milli Granhmds köldu kletta.
Reykjavík 1962. Menningarsjóður.
Þetta er 10. bókin í smábókaflokki Menningarsjóðs. Flytur hún
ferðaþætti og lýsingar frá íslendingabyggðunum gömlu í Græn-
landi, og er prýdd allmörgum myndum eftir höfundinn. Það þarf
ekki að blaða lengi í bók þessari, til að finna, að höfundi er ekki
síður lagið að beita penna en pensli, til þess að lýsa því, sem fyrir
augun ber. Lýsingar hans eru glöggar, frásögnin myndrík, og yfir
bókinni allri er ljúfur blær, sem listamanni og unnanda sögu og
náttúru er einum fært að skapa. Kver þetta mun verða langlíft í
landinu ekki síður en Grænlandsrit þeirra Sigurðar Breiðfjörðs og
Helga Péturss.
Ásgrímur Jónsson. Reykjavík 1962. Helgafell.
Ekki þarf að fara í grafgötur um það, að glæsilegasta bók
þessa árs sé bókin um Asgrím málara. Hún flytur myndir af
45 listaverkum hans ásamt endurminningum hans, sem Tóm-
as Guðmundsson skáld skráði, og koma þær nú í annarri út-
gáfu. Þá er og stuttur formáli eftir Ragnar Jónsson. Allt les-
mál bókarinnar er einnig á ensku. Endurminningar Asgríms
málara eru hugnæmt rit og varpa skýru ljósi á þroskasögu
hans. Þá er og löngu viðurkennt að Asgrímur var einn fremsti
listamaður, sem land vort hefur alið, og málverk hans yndi
og eftirlæti hvers þess, sem meta kann fegurð í formi og litum.
Enda þótt smækkaðar myndir listaverkanna gefi ekki nema
takmarkaða hugmynd um þau, eru samt myndir þær, sem
birtast í þessari bók svo vel gerðar, að þær eru hverjum manni
til yndis, og ánægjulegt er að vita til þess, að unnt skuli vera
að vinna svo fallega bók að öllu hér á landi. Með Asgríms-
bókinni er almenningi fenginn í hendur nokkur hluti þessa
listaauðs, sem hann gaf þjóð sinni. Útgáfa hennar og annarra
listaverkabóka Helgafells er menningarstarf, sem seint verður
fullmetið.
Halldór Pétursson: Ævisaga Eyjaselsinóra. Reykjavík
1962. ísafoldarprentsmiðja h.f.
Margir hafa þeir verið magnaðir ættardraugarnir í íslenzkri
þjóðtrú. Einn hinn athafnamesti þeirra er Eyjaselsmóri á
Héraði eystra. Hann er nú kominn á aðra öld að árum og
virðist enn geta látið til sín taka, þótt mildari sé en fyrr. Og
fyrstum allra íslenzkra drauga hefur hcmum nú hlotnazt sú
sæmd að ævisaga hans er gefin út i sérstakri bók myndum
prýdd og hin snotrasta að öllum frágangi. Hefur einn af ætt
þeirri, sem Móri hefur veitt þyngstar búsifjar, gert honum
þessi skil. Þar sem sagan nær yfir svo langt árabil. eru frá-
sagnirnar vitanlega mjög misjafnar, sumt eru frásagnir
þrungnar forneskju og hjátrú, en aðrar lýsa samtímaviðburð-
um, sem ekkert hefur hlaðizt utan á, en verða torveldlega
skýrðir á venjulegan hátt. Saga þessi gæti gefið efni til marg-
víslegra hugleiðinga um þjóðtrú og dulargáfur íslendinga, og
er fengur að henni fyrir þær sakir, því að einhvern tíma mun
þeim hlutum verða gerð skil, svo sem við á. Auk þess er sag-
an skemmtileg viðbót í hið mikla safn íslenzkra þjóðsagna.
St. Std.
Heima er bezt 431