Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 41
Olivetti LETTERA 22 ferðaritvél.
Verð kr. 5000,00
Olivetti SUMMA PRIMA 20 samlagningavél.
Verð kr. 6.785,00
Síáasti liluti verálaunagetraunar-
innar um aSra Kvora Olivetti vélina
Skilafrestur á ráðningum er til 20. f ebrúar 1963
Hér birtist loks þriðji og síðasti þáttur í H.E.B.-get-
rauninni, en sigurvegarinn má velja sér aðra hvora
OLIVETTI-vélina, sem þið sjáið myndir af hér á síð-
unni, það er að segja, annað hvort LETTERA 22
ferðaritvélina eða SUMMA PRIMA 20 samlagningar-
vélina.
Báðar þessar vélar eru mjög vandaðar, vélar sem allir
eru hrifnir af að vinna með, og sem ekki bara í dag,
heldur um mörg ókomin ár munu verða dyggir þjón-
ar við hin daglegu störf.
Neðst hér á síðunnu sjáið þið síðasta hluta getraunar-
innar, sem þið eigið að glíma við, og þegar þið álítið
að þið hafið fundið réttu svörin við öllum spurning-
unum, þá skrifið þið ráðninguna á blað og takið auk
þess fram hvora OLIVETTI-vélina þið mynduð kjósa
ykkur ef þið yrðuð svo heppin að hljóta fyrstu verð-
launin. Ritið auk þess nafn ykkar og hcimilisfang
greinilega á blaðið, og sendið það til „Heima er bezt“,
pósthólf 45, Akureyri. Ráðningar þurfa að hafa borizt
fyrir 20. febrúar 1963. Berist fleiri en ein rétt ráðning
verður nafn sigurvegarans dregið út.
Síðasta þrautin, senr þið eigið að leysa í þessari
skemmtilegu getraun, er á þessa leið:
5. ÚRSKÍFAN. Hér sjáið
þið uppdrátt af venjulegri
úrskífu.
Nú er þrautin í því falin
að skipta úrskífunni í sex
afmarkaða reiti, en saman-
lagðar tölur í hverjum reit
eiga að vera jafn háar. —
Lögun reitanna má vera
óregluleg.
í næsta hefti byr jum við á nýrrri, spennandi verðlaunagetraun
með fyrstu verðlaunum að verðmæti kr. 11.500.oo.
Heima er bezt 433