Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 43
127. Jói flakkari tekur nú gildan snær-
isspotta úr vasa sínum, býr snarlykkju úr
öðrum enda hans og leggur hana á jörð-
ina. Síðan fer hann að urra og gelta eins
og grinnnur liundur. Og eins og ör af
streng rýkur Mikki að honum.
128. Ég átta mig of seint á brögðum
Jóa flakkara, og áður en ég fæ kallað á
Mikka, hefur hann stigið inní snar-
lykkjuna með báðum framfótum. og Jói
er ekki seinn að kippa í snærið og snara
Mikka á þennan hátt.
129. Nú er það vandalaust fyrir Jóa að
taka í hnakkann á Mikka og draga hann
með sér. Og skömmu síðar er Mikki
rækilega bundinn við trjágrein. Og nu
er Jói flakkari heldur en ekki upp nteð
sér.
130. ,,Jæja, lasm. Nú getum við spjall-
að saman í næði,“ segir Jói flakkari borg-
inmannlega og snýr sér að mér. „Viljir
þú fá hundinn þinn aftur, er víst hyggi-
legast fyrir þig að segja mér, hvar þú
hefur falið peninganal"
131. Nú er ég heldur en ekki illa sett-
ur. En Mikka verð ég að bjarga. Hver
veit hvað Jói flakkari kann að taka til
bragðs, neiti ég að hlýða honum. Mér er
þungt fyrir brjósti, þegar ég fer og sæki
kassann og fæ Jóa hann.
132. Jói flakkari brýtur upp kassann
með græðgislegum ákafa og rótar svo í
honum. En þar eru þá bara eintóm göm-
ul blöð, en alls engir peningar! Jói flakk-
ari fleygir þessu frá sér í bræði og er illa
vonsvikinn.
133. Honum verður nú að lokum ljóst,
að ég hefi alls ekki fundið nein verð-
mæti. Og nú leitar hann rækilega á mér
og hrcytir svo út úr sér: „Nu geturðu
hypjað þig héðan nteð hundinn þinn!
134. Ekki stendur á mér að hlýðnast
þessari skipun. Og þegar ég feta ntig eft-
ir trjástofninum með Mikka á undan
mér, er ég glaður yfir því, að ekki skyldi
vera fjársjóður í kassanum.
135. Á leiðinni heim i rökkrinu verður
mér hugsað til þess, að Mikki hafði líka
verið að grafa utanvert við skútann ....
Gæti ekki skeð að rnaður fyndi eitthvert
annað leyni á hólmanum!